Síða 1 af 1
Pajero 2005 dekkjastærð.
Posted: 31.jan 2012, 16:56
frá hlynurba
Daginn, ég er að hugsa um að kaupa mér Pajero 2005 árgerð á orginal dekkjum, sem eru frekar slitin. Spurningin er hvað má setja stór dekk undir svona bíl án breytinga?
Re: Pajero 2005 dekkjastærð.
Posted: 31.jan 2012, 20:10
frá flækingur
ef þú heldur þig við 16 eð 17" felgur komast 33" undir hann.. ég er með 33" undir mínum án vandamála á 16" felgum.
Re: Pajero 2005 dekkjastærð.
Posted: 31.jan 2012, 22:27
frá btg
flækingur, áttu nokkuð mynd af bílnum á 16" og 33"? Er með minn á 17" og 33", er að hugsa um að fá mér annan gang á felgum og það er töluverður verðmunur á 16" og 17", er því að spá í 16".
hlynurba: þú þarft samt sem áður að fá þér klossa undir hann að aftan og skrúfa upp að framan. Gætir líka þurft að skera aðeins úr plastinu að framan, var amk gert hjá mér.
Re: Pajero 2005 dekkjastærð.
Posted: 31.jan 2012, 23:01
frá hlynurba
Ok takk fyrir þetta, ef ég skil þetta rétt þá ætti það að sleppa að fá sér 33" ef maður er á 16" felgum en annars þarf að setja klossa o.s.f? Bíllin er á 16" felgum....ég er reyndar líka að spá í einn 2002 bíl....er orðin mjög skotinn í Pajero eftir miklar pælingar í þessum jeppaheimi :)