Sæll Polarbear og takk fyrir svarið. Mig langar að byrja á að spyrja út í myndina á fyrri linknum, þar sést venjulegur vatnskassatappi í toyotu og á öðru eyranu á tappanum stendur 1.3. á sambærilegum tappa hjá mér stendur á sama stað 0.9, getur þetta verið fyrir hvaða þrýsting tappinn heldur í börum?
Og málið er að ég er með þessa vél í Range Rover og ég ættla mér og er að nota vatnsskassann úr reinsanum enda er hann 4 raða og mjög stór miðað við original kassann, en hann er talsvert neðarlega hjá mér en þó eru stútarnir í flútti á kassanum og heddinu en ég er bara hræddur um að ef það fer að leka einhversstaðar að þá bitni það strax á heddinu.

Eins og sést vonandi hér þá sést að það má ekki mikið vatn fara til að í óefni er komið og þessvegna er ég að gæla við að hækka kassann um 2-3 cm eða eins og hægt er og setja svo forðabúr úr Range rover sem er sambærilegt við það sem er á neðri linknum hjá þér og þá væri til taks smá vatnsforði og auk þess á ég einhversstaðar til tappa á hann með hæðamæli sem er tengt við gaumljós í mælaborðinu og þá ætti ég að geta séð inní bíl ef það fer að vanta á.
En tappinn á Range Rover forðabúrinu er gefinn upp fyrir að halda 15 PSi og ég er bara að vandræðast með hvort ég geti notað hann.
Og já ég veit að þetta er allt meid in sveitin enda bý ég í sveit :)