Síða 1 af 1

Pajero mk2.5 vélaskifti

Posted: 14.des 2011, 17:30
frá muggur
Sælir
Er að velta fyrir mér hvort það sé mikið mál að henda út v6 3000 vél úr Pajero 1998 og setja í staðinn 2800 tdi vélina úr samskonar bíl. Væri nóg að færa bara vélina eða þurfti skiftingin að fylgja. Las einnig á erlendri síðu að 2.8 og 3500 bílarnir væru eitthvað aðeins boddyhækkaðir mv 2.5 og 3.0 bilana. Kannast einhver við þetta?

Re: Pajero mk2.5 vélaskifti

Posted: 14.des 2011, 22:07
frá Stebbi
Þeir eru 1" hærri frá grind útaf gírkassanum.

Re: Pajero mk2.5 vélaskifti

Posted: 15.des 2011, 07:51
frá muggur
Þannig að 2.5 vélin ætti að komast ofan í án mikilla vandræða. Hvað með vélafestingar, rafmagn og leiðslur. Væri það mikið vesen?

Re: Pajero mk2.5 vélaskifti

Posted: 15.des 2011, 10:34
frá svavaroe
Er ekki mesta vesenið eldsneytisleiðslur og þessháttar ?
Ég meina, bensín skipt út fyrir diesel, það er nú töluvert meira enn vélin sjálf.

Mig rámar í að kassinn úr 2.8 passi einmeitt beint við 3500. Correct me if I'm wrong....