Síða 1 af 1

Pajero 1998 v6 3.0: Blikkandi A/T ljós

Posted: 07.des 2011, 09:11
frá muggur
Sælir herramenn og konur
Var að keyra Pajeroinn minn úr Hafnarfirðinum á mánudaginn í frostinu (-8°C samkvæmt mælinum í bílnum) og þegar ég nálgast Kringluna byrjar rauða A/T ljósið í mælaborðinu að blikka (Bíllinn heitur). Þegar ég kem að ljósum hendi ég honum í P og ljósið hverfur nánast um leið. Hef síðan keyrt um 50 km og ljósið hefur ekki komið aftur og ég finn engan mun á bílnum, þ.e. allt virkar eins og áður. Samkv. Hr Google gæti þetta verið villukóði (blikkandi ljós) eða ofhitnun á sjálskiftingarvökva (en þá á ljósið að loga stanslaust). Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af eða öllu heldur hvað ber að gera?

Nánar um bílinn:
Pajero 1997 (98árgerð)
V6 3.0 24v sjálfskiftur
33 tommu dekk.

Re: Pajero 1998 v6 3.0: Blikkandi A/T ljós

Posted: 20.des 2011, 21:52
frá biggi72
Getur ekki verið að það vanti aðeins á skiptinguna.?

Re: Pajero 1998 v6 3.0: Blikkandi A/T ljós

Posted: 21.des 2011, 08:40
frá muggur
Tjaa ljósið hefur ekki komið aftur þannig að ég er farinn að verða rólegri. Er að halda að þetta hafi verið eitthvert frostvandamál (mælirinn í bílnum las -12°C) eða bara 'freak-accident'. Allavega þá virkar kvikindið eðlilega og kvarðinn fyrir vökvan er á réttum stað á pinnanum.