Stærstu dekk sem ég kem undir með 35" köntum
Posted: 07.apr 2010, 22:57
Sælir,
ég er með langan 1998 2.8TDI sem er með 35 tommu köntunum. Búinn að hækka hann um 40mm á fjöðrun og hann er náttúrulega eins og aðrir 2.8 og 3500 hækkaður á boddí frá framleiðanda. Síðan er ég búinn að skera aðeins úr aftan við framdekk. Hann er núna á 33x12.50 og planið var alltaf að setja undir hann 35x12.50. Síðan var ég upp á jökli í 44" Cruiser og er orðinn veikur að koma snjófærum dekkjum undir bílinn. Hafði alltaf hugsað mér að hækka bílinn á boddí, um allavega svona 50mm og þá mögulega rífa fjöðrunarhækkunina undan. Núna er ég hins vegar farinn að hugsa um að halda henni og setja þá 36x14.50 eða 37x14.50 undir.
Spurningin er þá, kemst þetta undir, standa þau langt undan köntum, hvað er best að hækka hann mikið, hvaða felgur er best að nota til að þetta standi ekki of langt út en sé samt ekki að rekast í grind.
Í framhjáhlaupi, hvaða dekk á maður að miða á sem vetrardekk, í þessum stærðum, ef þau komast þá undir? Ætlaði að hafa hann bara á 35x12.50, BFG AllTerrain eða einhverju slíku, á sumrin.
Stórt spurt, en ég hef fulla trú á að einhverjir hér viti allt um þetta.
ég er með langan 1998 2.8TDI sem er með 35 tommu köntunum. Búinn að hækka hann um 40mm á fjöðrun og hann er náttúrulega eins og aðrir 2.8 og 3500 hækkaður á boddí frá framleiðanda. Síðan er ég búinn að skera aðeins úr aftan við framdekk. Hann er núna á 33x12.50 og planið var alltaf að setja undir hann 35x12.50. Síðan var ég upp á jökli í 44" Cruiser og er orðinn veikur að koma snjófærum dekkjum undir bílinn. Hafði alltaf hugsað mér að hækka bílinn á boddí, um allavega svona 50mm og þá mögulega rífa fjöðrunarhækkunina undan. Núna er ég hins vegar farinn að hugsa um að halda henni og setja þá 36x14.50 eða 37x14.50 undir.
Spurningin er þá, kemst þetta undir, standa þau langt undan köntum, hvað er best að hækka hann mikið, hvaða felgur er best að nota til að þetta standi ekki of langt út en sé samt ekki að rekast í grind.
Í framhjáhlaupi, hvaða dekk á maður að miða á sem vetrardekk, í þessum stærðum, ef þau komast þá undir? Ætlaði að hafa hann bara á 35x12.50, BFG AllTerrain eða einhverju slíku, á sumrin.
Stórt spurt, en ég hef fulla trú á að einhverjir hér viti allt um þetta.