Pajero 3500

User avatar

Höfundur þráðar
krissi200
Innlegg: 160
Skráður: 28.feb 2010, 18:04
Fullt nafn: Kristófer Karlsson

Pajero 3500

Postfrá krissi200 » 16.nóv 2011, 22:02

Góðan daginn.
Bílinn er MMC pajero árg 1998.
Hvernig hafa V6 3500 reynst?
Hvað er eyðslan á þeim?
Er mikið meiri eyðsla á V6 3500, heldur en 3000?

Með fyrirfram þökk.



User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Pajero 3500

Postfrá muggur » 17.nóv 2011, 08:54

Sæll
Er á Pajero 3000 1998 modelið. Minn er að eyða svona frá 14 utanbæjar og upp í svona 18 innanbæjar. Reyndar á leikskólarúntinum (leikskóli 1km, vinna 2 km, og svo til baka sinnipartinn) er eyðslan eitthvað yfir 20 lítra (þori ekki að mæla það nákvæmar). Hef talað við tvo sem áttu 3500 bílinn og sögðust þeir sjaldan sjá tölur undir 18 lítrum en sel það ekki dýrara en ég keypti það.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


flækingur
Innlegg: 110
Skráður: 04.okt 2011, 18:46
Fullt nafn: þórólfur Almarsson

Re: Pajero 3500

Postfrá flækingur » 17.nóv 2011, 18:56

sæll Muggur!
ég er með pajero 2001 og 3500 vélina. hann er með frá 11 til 14 utanbæjar með skikkanlegri keyrslu. bíllinn hjá mér viktar 2,1 tonn tómur og miðað við það er ég mjög sáttur við eiðslu á honum.. en svo er spurning hvort það sé 5 gíra sjálfskipting hja´þér líka..
ps: ég hef líka náð 27 á hundraðið á langkeyrslu en það var keyrt ands... létt. þannig að þetta fer eftir hvernig er ekið.
með kveðju: þórólfur

User avatar

khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Pajero 3500

Postfrá khs » 17.nóv 2011, 19:17

Ég átti 2003 3,5 bílinn. Hann var að eyða 16-18 innanbæjar og svo +2 á veturna og 11-13 utanbæjar.

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Pajero 3500

Postfrá muggur » 17.nóv 2011, 19:38

Þið eruð að tala um mk3 pajero (án grindar) en ég var með mk2 í huga (mk2.5 líka) er ekki önnur vél eða amk mikið endurbætt vél í mk3. Hef heyrt að bensín vélin í mk2 hafi verið ansi gömul hönnun og svo hafa líklega sjálfskiptingarnar einnig þróast.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


flækingur
Innlegg: 110
Skráður: 04.okt 2011, 18:46
Fullt nafn: þórólfur Almarsson

Re: Pajero 3500

Postfrá flækingur » 17.nóv 2011, 19:56

ég held að þetta sé sama vél. er hún ekki skráð 202 hestöfl hjá þér. eftir sem mér var sagt þá var vélin sett í 98 og breyttist lítið þar til hún var stækkuð í 3800. ef þú vilt getum við borið þær saman eftir handbók. það ætti að gefa mynd á þessu véladóti.. nú er ég ekki viss um hvort það sé sama skipting en hef heyrt að þær ´seu eins

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Pajero 3500

Postfrá muggur » 18.nóv 2011, 09:40

Sæll Flækingur,
Held að þetta sé rétt hjá þér alla vega miðað við wikipediu en samkvæmt henni voru bæði 3000 24v (6G72) og 3500 (6G74) notaðar frá 1998 til dagsins í dag. Eitthvað breytilegar skiptingar eru þó á tímabilinu. Spurningin í upphafi var um 1998 árgerðina af 3500 bílnum. Líklega voru þetta tröllasögur sem ég heyrði og svo skiptir máli hvort búið er að breyta bílunum eitthvað og hvernig þeim er keyrt. Allavega þá er minn á breiðum 32'' dekkjum sem eru orðin ansi slitin, grunar svo að kominn sé tími á skipti á sjálfskiptivökva og einnig að það mætti að skaðlausu taka upp spíssa og skipta um kerti. Ef farið væri útí að laga þetta mætti kannski minnka eyðsluna um 10-15% (1-2 lítra per 100km).
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: Pajero 3500

Postfrá olihelga » 18.nóv 2011, 11:11

Það sem breytist þá helst er innspítingin hún verður önnur allavegna á pajero ,GDI, en svo er eitthvað öðruvísi í montero bílunum en trúlega sama vélin í grunnin mynnir þó að montero vélin sé ekki með tveim knastásum þó hún sé 24v

Kv, Óli
Sent úr Siemens brauðrist


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir