Síða 1 af 1

Pajero ´01 3,2 did breytingamöguleikar ?

Posted: 10.nóv 2011, 21:59
frá Snorri
Nú er ég kominn á Pajero 3,2 did ´01 og langar að forvitnast um hvort einhver hafi reynslu af því að setja svona óbreyttan bíl á 33"-35" dekk með tilheyrandi breytingum.
Hvað þarf að gera og hvar fást íhlutir til að framkvæma svona breytingu?
Hugsanlegur kostnaður?

Endilega ef einhver hefur upplýsingar til að deila með mér að skella því hér inn.

Með fyrirfram þökk.

Kv Snorri.

Re: Pajero ´01 3,2 did breytingamöguleikar ?

Posted: 10.nóv 2011, 22:43
frá flækingur
ég er með 33" undir mínum en fór í 16" felgur og breytti engu. nota orginal felgur reyndar..með smá pælingum í felgum gætir þú sloppið með 2" hækkun fyrir 35" og netta kannta.. veit ekki kostnað en gæti verið soldið drjúgur miðað við verð á öllu í dag.

Re: Pajero ´01 3,2 did breytingamöguleikar ?

Posted: 11.nóv 2011, 18:25
frá Snorri
Takk fyrir þetta Þórólfur.

Já mig grunaði að 33" á orginal felgunum slyppi undir en hafði ekki fengið staðfestingu fyrr en nú, sem er gott.
Ég athugaði hjá brettakantar.is og sett með 33"-35" köntum, stigbrettum og festingum fyrir stigbretti kostar 144 þús.kr.

Aðeins dýrara en ég hafði látið mér detta í hug miðað við eldri bílinn en mér skilst að kantar á hann kosti um 70 þúsund.

Ég hef líka heyrt að ef farið er útí upphækkun á gormum verði að hjólastilla allt uppá nýtt.

Gaman að pæla aðeins í þessu en eftir að vera búinn að skoða þetta aðeins sýnist mér vera tiltölulega auðvelt að setja svona bíl á 35" miðað við að vera með klafa á öllum hjólum.

Kv snorri.

Re: Pajero ´01 3,2 did breytingamöguleikar ?

Posted: 17.nóv 2011, 21:27
frá Snorri
Veit einhver hversu innvíðar 15" felgur komast undir svona bíl ?

Re: Pajero ´01 3,2 did breytingamöguleikar ?

Posted: 17.nóv 2011, 22:36
frá flækingur
ég held að bremsudælurnar séu það stórar að innvíðar felgur komi ílla til greyna. en svo er hægt að smíða grindaniðurfærslu í þessa bíla úr efniþykkum profil og setja milli grindarræfla og boddýs eins og er gert í stærri breytingum. ég get ekki séð neitt að því.
ég verð að vesenast þí mínum um helgina og get mælt hann ef minnið leifir að muna það.
ég hef sett innvíðar felgur undir pathfinder og 35" án upphækkunnar, klipti bara eins mikið úr og ég þorði.. það gæti verið hægt við pajero líka.

Re: Pajero ´01 3,2 did breytingamöguleikar ?

Posted: 17.nóv 2011, 22:57
frá Forsetinn
Klossar undir strutta, undir gorma að aftan og í fyrir samslátt (aftan) færðu í málmsteypunni hellu. http://www.hella.is

Brettakannta færðu hjá Formverk, Biggi þar mikill Pajero áhugamaður..... hann á að getað svara þér öllum spurningum.

Felgur færðu hjá VDO eða Arctictrucks......það getur verið vesen að finna felgur á þessa bíla. þannig að bara fá að máta þær.

minnir 20mm upphækkunar klossar dugi fyrirr 35, og þarf alltaf að hjólastilla klafa bíla eftir upphækkun.

KV. Halldór

Re: Pajero ´01 3,2 did breytingamöguleikar ?

Posted: 18.nóv 2011, 11:23
frá HaffiTopp
Einnig er nauðsynlegt að setja millistykki milli efri klafa og spyndilkúlunnar til að rétta hana af og hafa klafann í sömu/svipuðu stöðu og orginal.
Kv. Haffi

Re: Pajero ´01 3,2 did breytingamöguleikar ?

Posted: 18.nóv 2011, 14:27
frá Forsetinn
HaffiTopp wrote:Einnig er nauðsynlegt að setja millistykki milli efri klafa og spyndilkúlunnar til að rétta hana af og hafa klafann í sömu/svipuðu stöðu og orginal.
Kv. Haffi



Jamm, og 10.9 bolta eða sterkara í það.....