Síða 1 af 1

Vandamál með Pajero

Posted: 07.okt 2011, 18:21
frá hobo
Sælir
Er að klóra mér í hausnum yfir ´98 Pajero 2,8 ltr dísel.
Hann er að fylla yfirfallskútinn af kælivatni og loft kemst í vatnskerfið í staðinn.

Hvað dettur mönnum í hug að gæti verið að?

kv HB

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 07.okt 2011, 18:29
frá birgiring
Farin heddpakkning eða hedd.

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 07.okt 2011, 19:08
frá hobo
Já það hljómar sem raunhæf skýring, og færir eigandanum örugglega mikla gleði...

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 07.okt 2011, 19:33
frá jeepson
Ég ætla að skjóta á heddpkn eða hedd líka. Þetta hljómar þannig. Pabbi er einmitt í sama veseni með pikkann sinn og talaði um þetta væri heddpkn eða hedd sem væri farið hjá sér.

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 07.okt 2011, 22:17
frá hobo
Kemur einhver með aðrar kenningar?

Hann er aðallega að dæla vatninu yfir á kútinn þegar vélin reynir á sig t.d upp heiðar.

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 07.okt 2011, 22:47
frá Brjótur
Þessi yfirfallskútur á náttúrulega að taka við kælivatninu þegar áreynslan verður meiri en venjulega í staðinn fyrir að það puðrist bara út, en síðan á það að fara til baka í vatnskassann þegar álagið minnkar og hiti vélarinnar verður eðlilegur, en ef þetta er að gerast öllum stundum þá hallast ég nú líka á sveif með þeim sem eru að benda á heddpakkninguna sorry

kveðja Helgi

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 08.okt 2011, 00:17
frá vippi
Láttu bílinn ganga og taktu tappann af yfirfallskútnum og láttu stubbinn sem fer niður í vatnið vera í vatninu, ef það koma loftbólur er hann að blása lofti í vatsnkerfið og þar af leiðandi hedd eða heddpakkning.

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 08.okt 2011, 07:21
frá hobo
Takk fyrir ábendingarnar, það verður farið í málið.

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 08.okt 2011, 12:28
frá Sævar Örn
Líka ef miðstöðin inní bíl kólnar við inngjöf til lengri tíma þá er bara loftþrýstingur frá cylinder að komast inn í vatnsrásina og fylla hana af lofti og ýta vatninu út, þetta hefur keðjuverkandi áhrif og vélin hitnar bara meira og meira eftir því sem meira loft er á og hitamælirinn hreyfist kannski ekkert því hann nær ekki að mæla loft eða gufu að neinu marki

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 08.okt 2011, 12:32
frá hobo
Já miðstöðin var að kólna á einhverjum tímapunkti, þetta virðist allt vera í uppskrift að einni vondri köku ;)

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 09.okt 2011, 22:22
frá khs
Þá er maður kominn í netsamband og getur svarað.... það bullar í yfirfallskútinum þegar bíllinn er heitur en ekki kaldur.. vatnskassalokið var ekki opið, ég athugaði ekki að taka það af og kíkja eftir loftbólum.

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 09.okt 2011, 22:37
frá Izan
Sæll

Ég myndi taka lokið af vatnskassanum og ræsa aðalvélina. Ef það koma loftbólur þar, jafnvel ekki fyrr en vélin hitnar myndi ég stinga nefinu langleiðina ofaní vatnskassann og þefa allduglega. Nefið á mér sannfærði mig einu sinni um að heddpakning væri farin í bensínvél að vísu en það leyndi sér ekki.

Þetta er hinsvegar nákvæmlega lýsingin á því þegar pakkningin fór, yfirfallið yfirfylltist og úðaði meira að segja á framrúðuna hjá mér. Þegar betur var að gáð voru aðalljósin hálffull af frostlegi.

Ég drap á mótornum og lofaði honum að kólna að því marki sem kaffibolli og fáeinar kleinur bjóða uppá og gangsetti. Það gerðist ekkert fyrst um sinn en eftir að mótorinn hitnaði fór að bubbla lítillega í vatnskassanum og upp kom bensínbrunalykt með. Ég var ekki viss um að þetta væri vandamálið fyrr en ég fann bensínlyktina.

Ef það bubblar á vatnskassanum heitum er pottþétt að það er farin heddpakkning eða linnulaust að sjóða á bílnum.

Kv Jón Garðar

Re: Vandamál með Pajero

Posted: 09.okt 2011, 22:39
frá jongunnar
Ef að þetta gerist bara þegar bíllinn er heitur þá myndi ég giska á Sprungu í heddinu frekar en heddpakkning. ÉG hef reyndar líka séð sprungu í blokk sem orsakar þetta vandamál en það var á Land Cruiser