Síða 1 af 1

Púst í Pajero 2,8 TDI 1998

Posted: 13.sep 2011, 13:07
frá halldorm
Sælir snillingar. Var að sameinast þessu flotta svæði og langar að byrja á að óska ykkur öllum til hamingju með flottan vetvang til þess að skiptast á upplýsingum og öðru sem tengist þessu sporti okkar.

Til þess að snúa sér að efninu. Ég var að eignast 1998 módel af Pajero 2,8 bílnum á 32". Aftasti hluti á pústi er farinn og ég er að velta fyrir mér hvað sé skynsamlegast að gera. Á maður að heimsækja BJB og fá aftasta hlutan eins og hann var, eða á maður að fara í opið 2,5" púst? Hvað segið þið?

Ef ég vel opna pústið, hvar er best að bera sig eftir því og hvað halda menn að svoleiðis geti kostað?

Með fyrirfram þakklæti

Halldór

Re: Púst í Pajero 2,8 TDI 1998

Posted: 13.sep 2011, 14:00
frá MattiH
Sæll.
Farðu í 2,5" opið kerfi og fáðu Smára í BetraPúst smíða það fyrir þig,
Ég er með eins bíl og þú sem hann smíðaði í. Mæli hiklaust með honum.

www.betrapust.is

Re: Púst í Pajero 2,8 TDI 1998

Posted: 13.sep 2011, 14:03
frá helgiaxel
2,5" rör með einni túpu er alveg málið fyrir svona vél, græðir ekkert meira á sverara nema hávaðann



Kv
Helgi Axel

Re: Púst í Pajero 2,8 TDI 1998

Posted: 13.sep 2011, 14:49
frá halldorm
Takk fyrir svarið strákar. Heyrði í Smára og hann skaut á 50 - 60 þús undir komið.

Er það ekki bara sanngjarnt verð?

kk

Halldór

Re: Púst í Pajero 2,8 TDI 1998

Posted: 13.sep 2011, 21:11
frá MattiH
Heyrði í Smára og hann skaut á 50 - 60 þús undir komið.


Miðað við hversu vönduð vinnan er þá finnst mér það ekkert of mikið,
þú getur líka skoðað þetta hjá mér ef þú vilt ;) minnsta málið ...