Síða 1 af 1
2.5 dísel 4D56
Posted: 22.mar 2010, 18:17
frá Jens Líndal
Hvernig væri að hafa þráð um þessar vélar eingöngu. Hvernig best sé að tjúnna þær, hver er munur milli árgerða og munur milli Galloper véllanna og MMC. Sjálfur er ég með 4D56TDI í range rover sem er á 38" dekkjum og er vélin úr 1998 árgerð af L-200. Hún á að vera 287 nm og 99 hestöfl samkvæmt því sem ég hef fundið á netinu original. Ég setti 2.5 tommu púst og millikæli í grillið sem er heldur stærri en original millikælirinn. Þetta ætti að gefa eitthverja aflaukningu. Er núna bara að vandræðast með að vélin er að reykja soldið mikið og þar sem ég veit ekkert hvort búið er að eiga við vélina þá er ég í smá klemmu. Ég lét taka spíssana í gegn hjá Framtak í síðustu viku fyrir 40.000 þús og mældi boostið í dag og er það milli 11.5 og 12psi fyrir cooler. Allavega væri gaman að hafa bara þráð um þessa vél því það er ótrúlega tímafrekt að vera þræða alla þræði þar sem allt er í hrærigraut og oft veit maður ekki hvort verið sé að tala um 2.5 eða 2.8 eða hreinlega bensínvél :) Og ekki síst vegna þess að nóg er af þessum vélum í umferð.
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 22.mar 2010, 19:14
frá Einar
Er þetta ekki svolítið latur mótor í Range Rover? Eg er með 2L diesel mótor í fólksbíl sem skilar talsvert meiru heldur en þetta (131hö og 330 Nm) og það skilar sér sæmilega í fólksbíl en ég hefði ekki viljað viljað hann í Reinsann sem ég átti.
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 22.mar 2010, 19:18
frá Jens Líndal

Tímareimar

Hér er svona vél spíssalaus ofan í Range Rover.

Þetta er úrbrædd blokk úr Galloper sem ég notaði í mátun,, þarna er soldið pláss :)
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 22.mar 2010, 19:28
frá Jens Líndal
Sæll Einar. Jú það má svosem vera, ég var með 4.6 V8 áður og þar skorti ekkert afl en ég hef átt nokkra MMC með þessari vél og hefur þessi vél bara dugað mér vel. Það má svosem vera að þetta sé ekki öflugasta græjan á markanum en þessi vél er mjög traust og gangörugg og er sjaldan með vesen og mér fynnst það skifta mestu í jeppa. Og svo einhverra hluta vegna er ég bara hrifinn af þessari vél. Ég tók þessa til dæmis framyfir 300TDI :) Svo er hellingur af þeim í umferð og auðvelt að fá í þær varahluti og það er líka frekar auðvelt að fynna um þær upplýsingar þó þær mættu vera meira á sama stað :)
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 22.mar 2010, 19:45
frá Stebbi
Svo stendur hún alveg undir 99 hestöflunum og þessu hógværa togi og miðað við þá defendera sem ég hef kynst þá er ekki hægt að segja það sama um þá. Annars eru þetta bara tölur og reynsla manna sjaldnast í takt við þær, td er 2.8 Patrol bara 114 hestöfl og maður heyrði nú í ófáum Patrol eigendanum segja það að lægri hlutföll en orginal væru bara fyrir 44" og uppúr.
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 23.mar 2010, 00:58
frá GudniPall
Sælir,
Bróðir minn er með 1997 L-200 2,5TD. Bíllinn fór að reykja töluvert um daginn, grunurinn lá að spíssum eða heddpakkningu. Þegar hann tók heddið af vélinni kom í ljós að það voru komnar sprungur á milli ventla sætanna á öllum cylindrum og sprunga út í forbrunahólfið á einum cylinder. Ef menn vita um hedd á lausu mættu þeir gjarnan auglýsa það hér eða hafa samband við Brynjólf í síma 8496474.
Kv. Guðni
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 23.mar 2010, 07:16
frá gislisveri
Hvað er bíll bróður þíns mikið ekinn?
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 23.mar 2010, 14:15
frá GudniPall
325.000 km, hann byrjaði fyrst að reykja þegar vélin var farin að hitna.
Kv. Guðni
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 24.mar 2010, 00:25
frá Jens Líndal
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 03.júl 2010, 23:48
frá maxi
Hvað getur maður reiknað með að 2.5 disel 4D56 endist? Er 300 þ.km. nálægt efri mörkunum? Er að spá í að kaupa einn MMC með þessari vél ekinn rétt um 300 þ.
Hvað með drifin og millikassann? Endast þau meira en 300 þ.km.
M
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 04.júl 2010, 22:49
frá Billi
ég er á L200 sem er keyrður 326 þús. km ... drifin og það eru bara mjög fín, held að það sé ekkert búið að gera í þeim áður en ég fékk hann en ég er nýlega búinn að taka vélina upp þar sem heddið var orðið ónýtt (bíllinn sem Guðni bróðir er að tala um hérna fyrir ofan).
En eftir þetta er bíllinn búinn að vera með smá vesen sem mig langar að spyrja ykkur hvort að þið þekkið og hafið svar við.
Þannig er málið að þegar ég er búinn að keyra bílinn og drep svo á honum þá blæs hann alltaf í kælivatnsforðabúrinu. og slöngurnar inn og út úr vatnskassanum eru grjótharðar. Samt er hitamælirinn eðlilegur og hann blæs heitu í miðstöðinni. Svo gerðist það að hann fór að hita sig og þá var forðabúrið orðið smekk fullt. ég blés í það þannig að það fór til baka yfir í vatnskassann og þá hætti hann að hita sig. Ég er búinn að prófa að skipta um tappa á vatnskassanum og vatnslás en ennþá er hann að blása í forðabúrið. Svo þegar hann er í mikilli áreinslu eins og að keyra upp kambana þá byrjar hann að hitna en ef ég er með hann bara í 3 þús. snúningum þá er hann eðlilegur. Já og líka strax og ég starta honum köldum þá verða slöngurnar inn og útúr vatnskassanum grjótharðar.
Hvað dettur ykkur í hug ... vatnsdælan ónýt eða eitthvað stíflað ?
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 04.júl 2010, 23:16
frá maxi
Tókst vélina alveg upp eða bara heddið?
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 04.júl 2010, 23:38
frá Billi
skipti um höfuð og stangarlegur, pakkningar og pakkdósir. Já eiginlega allt nema sjálfa stimplana
skipti ekki um vatnsdæluna
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 05.júl 2010, 17:09
frá maxi
Hljómar eins og vatnsdælan sé ekki að dæla vatninu eðlilega eða einhverskonar stífla sé sem veldur því að hrefingin á vatninu er mjög lítil. Gætir prófað einhverskonar kælivatnsflush og sjá hvort það komi mikill drulla úr kerfinu. Annars er alltaf gott að skipta um kælivökva á nokkura ára fresti, lengir líf vélarinnar.
M
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 05.júl 2010, 18:37
frá Billi
vatnskassinn er eins til tveggja ára gamall. Þannig að mér finnst hæpið að hann sé eitthvað að stíflast.
Ég fór og talaði við frænda minn sem er bifvélavirki og hann setti þrýstimæli í stað tapans á vatnskassanum og lét bílinn ganga í lausagangi ... mælirinn rauk upp og segir hann að miðað við þetta þá sé hann að blása útí vatnsganginn, ónýt slíf eða eitthvað, vonandi pakkningin sé eitthvað skrítin.
Re: 2.5 dísel 4D56
Posted: 05.júl 2010, 22:40
frá haukur p
veit einhver við hvað mikinn þristing spissar eru að opna í þessum motor