Pajero vesen.


Höfundur þráðar
Pajero
Innlegg: 24
Skráður: 25.feb 2010, 19:13
Fullt nafn: Jón Ólafur Sigurjónsson

Pajero vesen.

Postfrá Pajero » 21.mar 2010, 19:29

Sælir..
Ég er alltaf í smá veseni með 2,5tdi Pajero inn minn.
Þannig er mál með vexti að alveg síðan ég kaupi hann fyrir að verða 3 árum hefur hann alltaf verið hálf tregur í gang.
Þó er hann verstur þegar hann hefur staðið í einhvern tíma, td. yfir nótt.
Þá lætur hann þannig að ég þarf alltaf að starta í 3-4 sek og svo hrekkur hann í gang með allvænum reykjarbólstra.
Hann er árgerð 1999, ekinn 230.000km

Það er ekkert að glóðarkertum, og það virðist litlu skipta þó maður pumpi inná olíuverkið með handdælunni.

En ég er helst farinn að hallast að því að spíssarnir séu hættir að halda þrýstingi, þá dropar úr spíssunum niður á stimpilkollana, og þá tekur alltaf auka tíma fyrir þá að nú upp þrýstingi á ný, og svo þegar vélin hrekkur í gang er komin auka olía í brunahólfið sem gerir það að verkum að blandan er orðin vitlaus og bíllinn sendir frá sér mikinn reyk og hikstar fyrst eftir að hann fer í gang.

Hvað finnst ykkur um þessa tilgátu mína?


Mitsubishi Pajero DID 3,2


Jóhann
Innlegg: 141
Skráður: 01.feb 2010, 05:01
Fullt nafn: Jóhann Þröstur Þórisson
Staðsetning: Grindavík

Re: Pajero vesen.

Postfrá Jóhann » 21.mar 2010, 20:07

Ef langt er síðan skipt hefur verið um disur í spíssum þá er það mjög líkleg skíring.
Kv Jóhann Þ

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero vesen.

Postfrá Stebbi » 21.mar 2010, 21:17

Ef hann reykir ekkert óeðlilega í keyrslu þá eru það ekki dýsur. Ég myndi fara gaumgæfilega yfir glóðarhitunina áður en þú ferð að rífa spíssana úr, athuga tíma á eftirglóð og spennu og þess háttar. Passaðu bara að hafa rétta tegund af kertum þar sem það eru 2 sem koma til greina.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Pajero
Innlegg: 24
Skráður: 25.feb 2010, 19:13
Fullt nafn: Jón Ólafur Sigurjónsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Pajero » 21.mar 2010, 23:32

Jóhann wrote:Ef langt er síðan skipt hefur verið um disur í spíssum þá er það mjög líkleg skíring.

Það er reyndar mál sem ég þekki ekki.
Mitsubishi Pajero DID 3,2


spazmo
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 23:13
Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
Bíltegund: Patrol 44"

Re: Pajero vesen.

Postfrá spazmo » 22.mar 2010, 12:54

ertu viss um að hann sé að forhita kertin þegar þú startar honum köldum?
Patrol 44"


Höfundur þráðar
Pajero
Innlegg: 24
Skráður: 25.feb 2010, 19:13
Fullt nafn: Jón Ólafur Sigurjónsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Pajero » 22.mar 2010, 15:16

spazmo wrote:ertu viss um að hann sé að forhita kertin þegar þú startar honum köldum?

Já, ég mæli spennu frá því að það er svissað á hann og alveg í hálfa mínútu eftir að hann er kominn í gang.
Það er reyndar eitt sem mér fynnst undarlegt með forhitunina, hann slekkur forhitunarljósið löngu áður en smellurinn kemur.
Mitsubishi Pajero DID 3,2

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero vesen.

Postfrá Stebbi » 22.mar 2010, 15:49

Pajero wrote:Það er reyndar eitt sem mér fynnst undarlegt með forhitunina, hann slekkur forhitunarljósið löngu áður en smellurinn kemur.


Prufaðu að bíða eftir smellinum, svissa snöggt af og á og bíða eftir annari hitun og setja svo í gang. Ef hann er betri í gang svoleiðis þá er þetta vandamál með hitunina. Svo getur verið bilaður flýtibúnaðurinn á olíuverkinu ef hann er til staðar. Ef að hann gengur ekki aðeins hraðar kaldur þá er sá búnaður bilaður eða ekki í.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá HaffiTopp » 22.mar 2010, 15:53

Það er gott ráð að forhita þessa vél tveim til þrem sekúndum lengur en ljósið logar. Sérstaklega gott að vera með rétt kerti en þau eiga að vera 11 volt, og best ef þau eru frá umboðinu og eru þau frá Denso. Verst að þau kosta annan handlegginn og engann sjúkrakostnað frá seljanda við að sauma fyrir sárið á öxlinni. Minnir að ég hafi borgar um 24þús fyrir 4 stk árið 2007. En það á líka að vera einhver innspítingararmur við olíuverkið. Eitthvað apparat sem gefur auka olíu við kaldræsingu. Minn gamli með svona vél var alltaf soldið styrður í gang kaldur og þurfti ég að gefa honum vel inn uppfyrir 3000 sn til að hann gengi lausaganginn almenninlega kaldur stuttu eftir ræsingu. En aldrei fattaði ég hvar þessi inngjafararmur var enda lét ég nægja að skifta um kertin og skánaði hann helling í gang við það að frátöldum fyrrnefndum trunntugangi. Kannski fróðari menn eins og Stefán Stefánsson hérna á spjallinu geti gefið betri lýsingu hvar þessi inngjafararmur er. En það getur margborgað sig að fara með hann á viðurkennt verkstæði og láta skifta um dísur í spíssum. Ég fór með minn í svoleiðis er hann var kominn í 160 þús klm og fékk að sjá ástandið á dísunum. Þær voru orðnar "beyglaðar" og smávegis brunnar. En við það að skekkjast þá hætta þær að ýra rétt þannig að gangurinn, vinnslan og eyðslan getur orðið verri. Reyndar fann ég engann markverðann mun á mínum, örugglega þar sem ég fór með hann það snemma. Gætir líka athugað hvort að það sé vatn í olíunni með því að tappa undan á síunni. Einnig er fínt að hreinsa einhverja fínsíu sem á að vera í olíuverkinu. finnur þarna banjóbolta sem er framan á verkinu og veiðir síuna undan einhverjum gormi sem er þarna undir boltanum. Hef aldrei gert þetta sjálfur en bara heyrt af þessu. En nóg blaður í bili þetta er orðið nógu langt hjá mann ;)
Kv. Haffi

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero vesen.

Postfrá Stebbi » 22.mar 2010, 16:03

Flýtirinn er á hliðini á framanverðu olíuverkinu og fara 2 grannar kælivatnsslöngur í hann, önnur fer upp í heddið við hvalbak og hin fer í T einhvertaðar við miðstöðina. Það er eitthvað gormasystem og hjól á þessu þannig að það fer ekkert á milli mála ef þetta er í bílnum eða ekki. Það sem bilar er vax-element sem tengist við kælivatnið og þenst það út þegar vaxið kólnar og ýtir pinna út sem snýr flýtinum í olíuverkinu, mjög einfaldur búnaður en hefur takmarkaðan líftíma og ekki hægt að gera við hann. Þetta kostaði 22þús í Framtak í Hafnarfirði fyrir hrun.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Jens Líndal » 22.mar 2010, 17:20

Afsakið að ég stelist aðeins í þennan þráð en ég er einmitt að velta fyrir mér þessu dóti þarna á olíuverkinu. Hvernig er það með þennan flýti á olíuverkinu ef maður aftengir gælivatnið inná stimpilinn sem hreyfir flýtinn, ætti vélin þá að breytast eitthvað í ganginum?? til dæmis reykja meira eða vinnsla að breytast?? Það er svona flýtidót á minni vél og ég þurfti að aftengja það og hann reykir mikið og sérstaklega undir álagi, svörtum reyk, og ég bara veit ekki hvort flýtirinn hafi áhrif eða hvort búið sé að skrúfa of mikið upp í olíunni. En það eru nýjar dísur og síur og alles.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero vesen.

Postfrá Stebbi » 22.mar 2010, 19:10

Ég man ekki hvort að inngjöfin tengist þessu eitthvað en á meðan þetta Vax element er ekki til staðar þá hefur það bara áhrif á kaldstart, að aftengja vatnið tekur bara þann fídus úr sambandi en ég myndi ekki fjarlægja neitt úr þessu þar sem þetta gengur inní hliðina á olíuverkinu og ekki viljum við opna þar inn.
Mikill reykur undir álagi er of mikil olía og lausnin við því er að skrúfa aðeins niður í verkinu ef eitthvað hefur verið átt við það áður.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Jens Líndal » 22.mar 2010, 20:13

Sæll stebbi. Hvernig skrúfar maður niður í verkinu? Er það stóra skrúfan aftan á verkinu?? eða er það fyrir innan litlu skrúfuna?

Image


olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: Pajero vesen.

Postfrá olihelga » 22.mar 2010, 21:02

Sæl öll

Það að mæla spennu á glóðarkertum er ekki trygging fyrir því að þau virki, þar með ertu aðeins búin að vita að stýringin fyrir glóðarkertin virkar. Auðveldasta aðferðin er að vera með DC-ampertöng (ef menn hafa svoleiðis verkfæri) og mæla straumskinnuna á milli kertana og sjá breytingu á mælingu í hvert skipti sem þú færir mælinn yfir kerti (ætti að lækka) ef engin breyting verður þegar þú ferð fram hjá kerti er það kerti líklega ónýtt. Hin auðvelda aðferðin er að losa straumskinnuna sem er á milli kertanna frá (aftengja geymi fyrst til að koma í veg fyrir óhapp) og ohm-mæla hvert kerti fyrir sig, mælir ætti að sýna lága ohm-tölu trúlega innan við 5 ohm. Einhverntíma mældi ég straumtöku á glóðarkertum í 2,5 pajero og mig minnir að þegar kertin voru öll í lagi hafi straumtakan verið um 80Amp man samt ekki alveg hvort sú tala var fyrir eða eftir viðgerð, það ver eitt kerti ónýtt hjá mér í því tilfelli. ATH ef eitt kerti er ónýtt vantar 25% hitun í 4cyl vél þannig að það er ekkert óeðlilegt að kaldræsing geti verið erfið ef svo er komið.

Kv, Óli Helga
Sent úr Siemens brauðrist


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Jens Líndal » 22.mar 2010, 21:11

Á meðan ég man þá lenti ég eitt sinn í vesen með forhitun og það fékkst ekki í lag fyrr en skift var um kapalinn sem lá úr relayinu og yfir í glóðarkertin .


Höfundur þráðar
Pajero
Innlegg: 24
Skráður: 25.feb 2010, 19:13
Fullt nafn: Jón Ólafur Sigurjónsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Pajero » 22.mar 2010, 22:57

olihelga wrote:Sæl öll

Það að mæla spennu á glóðarkertum er ekki trygging fyrir því að þau virki, þar með ertu aðeins búin að vita að stýringin fyrir glóðarkertin virkar. Auðveldasta aðferðin er að vera með DC-ampertöng (ef menn hafa svoleiðis verkfæri) og mæla straumskinnuna á milli kertana og sjá breytingu á mælingu í hvert skipti sem þú færir mælinn yfir kerti (ætti að lækka) ef engin breyting verður þegar þú ferð fram hjá kerti er það kerti líklega ónýtt. Hin auðvelda aðferðin er að losa straumskinnuna sem er á milli kertanna frá (aftengja geymi fyrst til að koma í veg fyrir óhapp) og ohm-mæla hvert kerti fyrir sig, mælir ætti að sýna lága ohm-tölu trúlega innan við 5 ohm. Einhverntíma mældi ég straumtöku á glóðarkertum í 2,5 pajero og mig minnir að þegar kertin voru öll í lagi hafi straumtakan verið um 80Amp man samt ekki alveg hvort sú tala var fyrir eða eftir viðgerð, það ver eitt kerti ónýtt hjá mér í því tilfelli. ATH ef eitt kerti er ónýtt vantar 25% hitun í 4cyl vél þannig að það er ekkert óeðlilegt að kaldræsing geti verið erfið ef svo er komið.

Kv, Óli Helga

Ég fór þá leið að taka hvert kerti úr, setja 12v inná það, og basicly horfa á það hitna. En svo má vera að þegar þau eru öll á sínum stað verði einhver misbrestur í forhituninni.
Mitsubishi Pajero DID 3,2


Höfundur þráðar
Pajero
Innlegg: 24
Skráður: 25.feb 2010, 19:13
Fullt nafn: Jón Ólafur Sigurjónsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Pajero » 22.mar 2010, 23:00

Stebbi wrote:Flýtirinn er á hliðini á framanverðu olíuverkinu og fara 2 grannar kælivatnsslöngur í hann, önnur fer upp í heddið við hvalbak og hin fer í T einhvertaðar við miðstöðina. Það er eitthvað gormasystem og hjól á þessu þannig að það fer ekkert á milli mála ef þetta er í bílnum eða ekki. Það sem bilar er vax-element sem tengist við kælivatnið og þenst það út þegar vaxið kólnar og ýtir pinna út sem snýr flýtinum í olíuverkinu, mjög einfaldur búnaður en hefur takmarkaðan líftíma og ekki hægt að gera við hann. Þetta kostaði 22þús í Framtak í Hafnarfirði fyrir hrun.


Segjum sem svo að þessi búnaður sé í bílnum hjá mér og sé ekki að virka sem skildi, er þá hægt toga þennan pinna út handvirkt til þess að ath hvort það sé hluti af vandamálinu?
Mitsubishi Pajero DID 3,2


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Jens Líndal » 23.mar 2010, 07:28

Þetta er ekki beinlínis pinni sem skíst inn og út úr verkinu heldur lítill öxull. Utan um hann eru gormar og dóterí og til hliðar þessi stimpill sem hreyfir hann.

Image
Þessi mynd er af olíverki á hlið og fyrir miðju ca sérðu arma og dót en hægra megin við miðju sérðu tvær slöngur tengjast þessu öllu. Þú ættir að sjá hvort það sé hreyfing á þessu en svo geturðu líka prufð að hreyfa þetta til.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero vesen.

Postfrá Stebbi » 23.mar 2010, 10:53

Pajero wrote:
Stebbi wrote:Flýtirinn er á hliðini á framanverðu olíuverkinu og fara 2 grannar kælivatnsslöngur í hann, önnur fer upp í heddið við hvalbak og hin fer í T einhvertaðar við miðstöðina. Það er eitthvað gormasystem og hjól á þessu þannig að það fer ekkert á milli mála ef þetta er í bílnum eða ekki. Það sem bilar er vax-element sem tengist við kælivatnið og þenst það út þegar vaxið kólnar og ýtir pinna út sem snýr flýtinum í olíuverkinu, mjög einfaldur búnaður en hefur takmarkaðan líftíma og ekki hægt að gera við hann. Þetta kostaði 22þús í Framtak í Hafnarfirði fyrir hrun.


Segjum sem svo að þessi búnaður sé í bílnum hjá mér og sé ekki að virka sem skildi, er þá hægt toga þennan pinna út handvirkt til þess að ath hvort það sé hluti af vandamálinu?


Ef að pinninn er fastur úti þá fer oíuverkið ekki af kaldstarti og Þá ætti bíllinn að reykja hressilega þegar hann hitnar, ef að pinninn er fastur inni þá er ekkert kaldstart og bíllinn er erfiðari í gang en venjulega. Þessi hjól og gormar bæta við olíugjöfina í kaldstarti til að halda hægagangi aðeins hærri en þegar hann er orðin heitur. Byrjaðu á því að mæla fjarlægðina frá pinnanum í arminn þegar bíllinn er kaldur, láttu hann svo ganga og ná vinnuhita og mældu svo aftur. Þá sérðu hvort þetta sé í lagi, mig minnir að það eigi að vera svolítið bil á milli þegar hann er orðin heitur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Pajero
Innlegg: 24
Skráður: 25.feb 2010, 19:13
Fullt nafn: Jón Ólafur Sigurjónsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Pajero » 23.mar 2010, 14:56

Stebbi wrote:
Pajero wrote:
Stebbi wrote:Flýtirinn er á hliðini á framanverðu olíuverkinu og fara 2 grannar kælivatnsslöngur í hann, önnur fer upp í heddið við hvalbak og hin fer í T einhvertaðar við miðstöðina. Það er eitthvað gormasystem og hjól á þessu þannig að það fer ekkert á milli mála ef þetta er í bílnum eða ekki. Það sem bilar er vax-element sem tengist við kælivatnið og þenst það út þegar vaxið kólnar og ýtir pinna út sem snýr flýtinum í olíuverkinu, mjög einfaldur búnaður en hefur takmarkaðan líftíma og ekki hægt að gera við hann. Þetta kostaði 22þús í Framtak í Hafnarfirði fyrir hrun.


Segjum sem svo að þessi búnaður sé í bílnum hjá mér og sé ekki að virka sem skildi, er þá hægt toga þennan pinna út handvirkt til þess að ath hvort það sé hluti af vandamálinu?


Ef að pinninn er fastur úti þá fer oíuverkið ekki af kaldstarti og Þá ætti bíllinn að reykja hressilega þegar hann hitnar, ef að pinninn er fastur inni þá er ekkert kaldstart og bíllinn er erfiðari í gang en venjulega. Þessi hjól og gormar bæta við olíugjöfina í kaldstarti til að halda hægagangi aðeins hærri en þegar hann er orðin heitur. Byrjaðu á því að mæla fjarlægðina frá pinnanum í arminn þegar bíllinn er kaldur, láttu hann svo ganga og ná vinnuhita og mældu svo aftur. Þá sérðu hvort þetta sé í lagi, mig minnir að það eigi að vera svolítið bil á milli þegar hann er orðin heitur.


Ég ætla að prufa þetta.
En ég þakka öllum fyrir góð og gagnleg innlegg.
Mitsubishi Pajero DID 3,2


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Jens Líndal » 23.mar 2010, 17:00

Stebbi, ertu ekki að ruglast aðeins með þennan pinna að vaxið inní honum þenjist út er það kólnar. Ég held að þessu sé öfugt farið því ef maður horfir á flýtinn á myndinni sem ég setti hér inn að ofan að þá sér maður arm á flytisdótinu liggja við arm sem kemur niður úr inngjafardótinu og mér fnnst það bara einhvernveginn rökrétt að þessi armur á flýtinum ýti á gjöfina til að til að auka hana í ræsingu og þá gerist það bara ef pinninn er inni en ef hann er úti þá er kaldstartið af held ég :)


olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: Pajero vesen.

Postfrá olihelga » 23.mar 2010, 17:21

Jú þá ættu kertin að vera í lagi ólíklegt að þau séu einangruð í skrúfgangnum :)

Kv, Óli
Sent úr Siemens brauðrist

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero vesen.

Postfrá Stebbi » 23.mar 2010, 17:35

Jens Líndal wrote:Stebbi, ertu ekki að ruglast aðeins með þennan pinna að vaxið inní honum þenjist út er það kólnar. Ég held að þessu sé öfugt farið því ef maður horfir á flýtinn á myndinni sem ég setti hér inn að ofan að þá sér maður arm á flytisdótinu liggja við arm sem kemur niður úr inngjafardótinu og mér fnnst það bara einhvernveginn rökrétt að þessi armur á flýtinum ýti á gjöfina til að til að auka hana í ræsingu og þá gerist það bara ef pinninn er inni en ef hann er úti þá er kaldstartið af held ég :)


Stebbi wrote:Ef að pinninn er fastur úti þá fer oíuverkið ekki af kaldstarti og Þá ætti bíllinn að reykja hressilega þegar hann hitnar, ef að pinninn er fastur inni þá er ekkert kaldstart og bíllinn er erfiðari í gang en venjulega. Þessi hjól og gormar bæta við olíugjöfina í kaldstarti til að halda hægagangi aðeins hærri en þegar hann er orðin heitur.


Erum við ekki að tala um sama hlutin?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Jens Líndal » 23.mar 2010, 17:40

Jú ég er nokkuð viss um að við rum að tala um sama hlutinn en ég held að ég eða þú séum að ruglast á hvernig hann virkar :) Því á heitum bíl er pinninn úti en inni á köldum,,, held ég :)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero vesen.

Postfrá Stebbi » 23.mar 2010, 17:47

Þegar að kælivatnið er kalt og vaxið er stíft þá er pinnin úti og ýtir á arminn á móti sér. Með því þá snýr það öxlinum sem gengur inní hliðina á olíuverkinu og flýtir því, sami armur er tengdur við annað hjól með stilliskrúfu sem bætir við ganginn. Þegar að kælivatnið hitnar þá mýkist vaxið og pinnin missir fyrirstöðu og spennan sem er í þessu hjólamixi sem er fast á öxlinum fyrir flýtinn ýtir pinnanum inn, slær af gjöfini og flýtingin gengur til baka.

CIMG7304.jpg
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Jens Líndal » 23.mar 2010, 19:32

Image

Hér er heitur mótor í gangi og pinninn er úti. Sennilega er pinninn þá fastur.


olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: Pajero vesen.

Postfrá olihelga » 23.mar 2010, 20:48

Án þess að hafa á því þekkingu fynnst mér líklegra að öxullinn ýtist út þegar kælivatnið hitnar vegna þess að þegar vaxið hitnar ætti rúmmál þess að aukast og dragast saman þegar það kólnar og þá ætti öxullinn að dragast inn í vaxið. Reikna með að vaxið sé notað sem einhverskonar drifkraftur fyrir tjakk eða membru.

Kv, Óli
Sent úr Siemens brauðrist

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá HaffiTopp » 23.mar 2010, 21:56

Af hverju ætti vax að auka rúmmál sitt við að hitna og dragast saman við að kólna. Helsta skýringinn er eins og Stebbi lýsir, að snúningsgormurinn sé sífelt í átaki að ýta inngjafarpinnanum aftur (inn í hólkinn þar sem meint vax á að vera) þegar vaxið er heitt/mjúkt. En við kólnun kælivatnsins kólnar vaxið og stífnar og við það ýtist pinninn út og eykur við verkið. Er samt ekki að skilja það þannig að vaxið þenjist út heldur frekar að því sé þannig fyrirkomið að auka fyrirstöðuna gagnvart gorminum og vinna þannig gegn honum. En sitthvor myndin virðst ekki vera af sama verkinu. Þessi sem Stebbi er búinn að teikna inná er með öðruvísi ádreparaspólu en þetta á neðstu myndinni. Giska fastlega á að þessi á vélinni sé í bílnum þínum. Svo varðandi reykinguna má alltaf athuga hvort lofthreinsarinn sé gamall og skítugur.
Kv. Haffi


olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: Pajero vesen.

Postfrá olihelga » 23.mar 2010, 22:29

Ég spyr til baka af hverju ætti eitthvað sem þrýstist inn í vax þegar það mýkist að ýtast út þegar það stífnar aftur í stað þess að vaxið stífni bara utan um það sem ýtist inn í það? Vax er að einhverju leiti vatn og því reikna ég með aukningu á rúmmáli þess þegar það hitnar, hef séð tjakka á gluggum í gróðurhúsi sem innihélt vax og opnaði glugga þegar það hitnaði og lokaði honum svo aftur þegar það kólnaði. Er nokkuð viss um að þetta er einhverskonar tjakkur og vaxið notað til að hreyfa tjakkinn upp og niður á sama hátt og tjakkurinn sem ég sá í gróðurhúsinu.

Kv, Óli
Sent úr Siemens brauðrist


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Jens Líndal » 23.mar 2010, 23:27

Ég er aðeins búinn að rannsaka málið og ég komst að þeirri niður stöðu að þegar púngurinn hitnar þá ýtist pinninn út. Enda veit ég ekki í fljótu bragði um neitt annað en vökva sem þenst út við kulda og þá þegar hann frís en hvað um það :)

Á myndinni á neðan er ég búinn að merkja þetta eins og það kemur mér fyrir sjónir. Eins og flestir vita þá togar inngjafarbarkinn gjöfina aftur er maður gefur inn og rauða örin sem snýr upp bendir á stykki sem fast er við inngjöfina. Og þegar stigið er á gjöfina þá færist þetta aftur. Og í sem stystu máli þá ýtir stykkið sem bláa örin bendir á inngjafarstykkinu aftur til að bæta örlítið við gjöf þegar bíllinn er kaldur og þar af leiðandi þá gengur pinninn inn. Og þegar dótið hitnar þá gengur pinninn út og armurinn færist frá gjöfinni og þar af leiðandi ætti vélin að ganga eðlilegann hægagang.

Image


Hér er ég með heitt kranavatn sem fer í gegn og lengra fór hann ekki út með því enda ekki nema kannski 40 gráðu heitt.

Image

Og hér er kalt kranavatn að leka í gegn og allt gekk saman.

Image

Hér tók ég dótið frá og þar var svosem ekkert merkilegt að sjá.

Image

Ég mældi gróflega með kranavatninu að pinninn gengi ca 6 mm inn og út og á myndinni að neðan þá sést olíverkið á vélinni sem er í bílnum hjá mér, að ég setti 7 mm ró á milli pinnans og armsins. Það sem ég græddi á því að vélin var hunderfið í gang og þurfti að halda henni á gjöf í soldinn tíma til að hún gengi þegar hún loks tók við sér. En áður en ég setti róna á milli þá hrökk hann í gang og malaði eins og köttur eftir örfáar sekúndur. Þannig að þetta dót skiftir máli og ég mig tilneiddan til að tengja þetta eða hreinlega skifta um verk og setja annað sem er ekki með þessum búnaði. En ég þarf að kynna mér hverju ég tapa á því.
Image

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero vesen.

Postfrá Stebbi » 25.mar 2010, 20:22

Ég skal éta hattinn minn núna og með glöðu geði. Ég hef sjálfsagt verið fastur á virknini útfrá öllum Danfoss Waxmótorum sem ég hef tengt en þeir virka akkúrat öfugt við þennan. Flott líka að sjá myndir af þessu og vel útskýrðar.
Það sem þú missir við að þetta stykki fari er að í miklum kulda þá færðu ekki þessa flýtingu á olíuverkið sem hjálpar bílnum í gang. Þessi kaldræsifídus fer af um leið og það kemur einhver velgja í vatnið og þá fer bíllinn að ganga eðlilegan hægagang. Ég hef séð þetta virka og það munar talsvert um að þurfa ekki að halda bílnum á gjöf í startinu og fyrstu mínútuna. Ég er að vísu með handolíugjöf í mínum þannig að þetta pirrar mig minna en ég hefði betur lagað þetta í góðærinu í staðin fyrir að þrjóskast á einhverjum þúsundköllum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Pajero vesen.

Postfrá Izan » 29.mar 2010, 11:24

Sælir

Ég er svosum enginn kunnáttumaður í olíuverkjum en samt er ég að gaufa í inu slíku þessa dagana. Það er reyndar amerískt en ég held að uppbyggingin hljóti að vera keimlík.

Fyrir framan mitt olíuverk er olíudæla sem ég seti sjálfur. Hún hlýtur að vera sambyggð þessu verki því að hún á að halda ákveðnum þrýstingi í verkinu, ca 10 psi. Yfirþrýstingur fer um yfirfall sem er bara einfaldur þrýstijafnari og hleypir olíunni um sleflögnina aftur í tank. Það ætti að vera svona slefloki hjá þér og ég veit að ef hann er eitthvað stíflaður gengur bíllinn ekki. Kaldræsispólan, sem er svosum bara segulspóla hjá mér, opnar fyrir þennan loka og fellir þrýstinginn í verkinu. Mín fræði taka enda þar. Annar kaldræsi búnaður á þessari vél er önnur segulspóla sem ýtir með stillanlegum pinna á olíugjöfina. Sáraeinfalt, gefur pínulítið í.

Þá er komið að því sem ég þekki ekki vel. Málið er að í kaldræsingu á olíuverkið ekki að flýta sér. Flýtir í olíuverki gerir það að verkum að olíugusan kemur inn á strokkinn fyrr en ella og er hugsaður sem mótvægi þess að olían er ákveðinn tíma að brenna og verður að vera fullbrunnin þegar stimpillinn er kominn niður. Það að þrýstingurinn falli gerist það að flýtirinn verður óvirkur og spýtir olíunni á síðasta séns í sttrokkinn.

Vaxlokar virka allir eins, alveg sama hvaðan þeir koma. Ég kannast við þessa loka sem stjórna gólfhitakerfum og þegar þeir hitna þenst vaxið út og veldur breytingu á lokanum. Hvort einhver pinni gangi inn eða út er bara spurning um uppbyggingu lokans, hvort vaxið ýti uppundir membru eða ýti ofan á hana. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að menn væru að leitast við að nota vaxið því að það ynni tiltölulega hægt og er þ.a.l. heppilegt í gólfhita sem vinnur allur mjög hægt. Ef menn eiga erfitt með að trúa vaxi ættu þeir að kveikja á kerti og ná ákveðnu floti, slökkva svo á því og fylgjast með hvort yfirborðið hækki eða lækki.

Tillaga mín að viðgerð hjá þér er að slurka 1l af sjálfskiptiolíu í hálfann tank og fara svo á rúntinn. Skiptu um hráolíusíu og skoðaðu hvort sleflagnirnar séu í lagi. Vél með stíflað slef gengur ekki. Það er lítið mál fyrir gott verkstæði að yfirfara spíssana. Þeir eru settir í bekk og prófaðir og svo er hægt að gera allskyns breytingar á þeim með skinnum til að fá ýringuna sem besta við réttan þrýsting.

Vonandir er eitthvað gang af þessu. Kv Jón Garðar

User avatar

khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá khs » 31.mar 2010, 20:43

Ég er með smá vesen á mínum 98 á 38". Þegar ég tek vinstri beygju og/eða fer yfir hraðahindrun að þá heyrist bank úr honum að framan. Yfirleitt bara hægra megin en stundum einnig vinstra megin. Geta þetta verið stýrisupphengjurnar?


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Jens Líndal » 01.apr 2010, 21:13

KHS. Þetta getur verið ballansstöng, stýrisendar eða upphengja, demparagúmmi, spindilkúlur en ef þetta gerist í beijum þá getur oft komið stórundarleg hljóð þegar náið lendir á stopparanum á klafanum, það er þegar náið er komið á damp í beyju. Vona að þú skiljir mig. en þarna er stillibolti sem hægt er að færa til og á honum á að vera plast slitflötur og ef hann er farinn þá borgar sig að setja feiti á þetta reglulega til að þetta þegi svona nokkurn veginn.


olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: Pajero vesen.

Postfrá olihelga » 02.apr 2010, 12:49

Ekki gott að segja hvað er að þarna en ég hef lent í því að gúmmíin í dempurum að framan í Pajero ´98 voru nánast horfin og þá koma alltaf svona skrítin hljóð úr framstellinu þegar ég fór yfir hraðahindrun allavegna. En annars gæti þetta líka verið það sem komið er fram þ.e. endaslagspúði fyrir beygjur.

Kv Óli
Sent úr Siemens brauðrist


Francini
Innlegg: 31
Skráður: 19.jún 2010, 12:56
Fullt nafn: Hjalti Reynir Ragnarsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Francini » 22.sep 2010, 20:08

Á einhver mynd af þessari síu sem er á olíverkinu,
eða getur bent mér á hana á þessum myndum hér fyrir ofan ??
Kveðja Hjalti R.
Kveðja.
Hjalti R.R.
hjaltir@simnet.is
7704267


Francini
Innlegg: 31
Skráður: 19.jún 2010, 12:56
Fullt nafn: Hjalti Reynir Ragnarsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Francini » 22.sep 2010, 20:09

Ruglaðist aðeins á þráðum..Þetta átti að vera fyrir L 200 en kemur út á eitt.
Kv Hjalti R.
Kveðja.
Hjalti R.R.
hjaltir@simnet.is
7704267

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero vesen.

Postfrá Stebbi » 22.sep 2010, 20:42

Ef þú eltir olíulögnina frá olíusíu og upp að olíuverki þá liggur hún milli vélar og olíuverks fremst á verkið, þar tekur hún 90° beygju og endar í banjo bolta þar. Losa boltann og taka hann uppúr, færa lögnina aðeins frá og þar ofaní gatinu á þessi grófsía að vera. Það þarf að veiða hana upp með einhverskonar krók eða bognum rafmagnsvír. Ef þú ert með orginal intercooler ofaná vélini þá minnir mig að hann þurfi að fara frá á meðan.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá HaffiTopp » 23.sep 2010, 19:11

Hjalti ég skal hjálpa þér að ná þessari síu. Bjallaðu bara í mig og ég reyni að kíkja á þig við tækifæri. sími: 848-4807
Kv. Haffi


Höfundur þráðar
Pajero
Innlegg: 24
Skráður: 25.feb 2010, 19:13
Fullt nafn: Jón Ólafur Sigurjónsson

Re: Pajero vesen.

Postfrá Pajero » 15.nóv 2010, 18:08

Jens Líndal wrote:Þetta er ekki beinlínis pinni sem skíst inn og út úr verkinu heldur lítill öxull. Utan um hann eru gormar og dóterí og til hliðar þessi stimpill sem hreyfir hann.

Image
Þessi mynd er af olíverki á hlið og fyrir miðju ca sérðu arma og dót en hægra megin við miðju sérðu tvær slöngur tengjast þessu öllu. Þú ættir að sjá hvort það sé hreyfing á þessu en svo geturðu líka prufð að hreyfa þetta til.


Vitið þið um einhvern sem á þetta unit í lagi og væri til í að selja það, þ.e.a.s kaldstartspunginn.
Mitsubishi Pajero DID 3,2


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Pajero vesen.

Postfrá gaz69m » 08.mar 2012, 16:29

er hægt að virkja þennan fjandans vax hólks drasl aftur eða hvar fæst þetta nýtt ( Bún að tala við heklu og ég hefði eins getað spurt hundin )
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir