Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?


Höfundur þráðar
Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá Lada » 24.júl 2011, 21:46

Sælir
Þar sem komið er að endurnýjun á heimilisjeppanum langar mig að forvitnast aðeins um MMC Pajero.
Hvaða álit hafa menn á MMC Pajero 2.8 dísel með sjálfskiptingu (árg. ca 1998-2001) ?
Fyrir utan ryð í grind við afturhjól, hverju þarf maður sérstaklega að huga að þegar maður skoðar svona bíl?

Kv.
Ásgeir



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá jeepcj7 » 24.júl 2011, 23:20

Alveg eðalvagnar ef grindin er góð,erfitt að finna betri fjölskyldu jeppling nema þá helst trooper ekki margt sem er til vandræða hedd endast svipað og í öðrum diesel með álhedd jafnvel betur og allt kram er nánast skothelt afturlás sem virkar nánast alltaf annað en í vögnunum af nýbýlaveginum.
Finnst pæjan reyndar eyða frekar miklu miðað við trooperinn og ekki vinna eins vel,en millikassinn er bara snilld í pajero það er eitthvað sem vantaði alltaf í trooperinn þessi quadratrac fídus.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá MattiH » 24.júl 2011, 23:38

Sæll.

Ég er búin að eiga einn 98árg 2.8 35" núna í soldin tíma og er í skýjunum með hann.

Það er alveg rétt að það þarf að skoða grindina vel, Mín var aðeins farin að láta á sjá svo ég lét fagmann sjóða og bæta hana.
Sem fjölskyldu og ferðabíll er Pajeroinn frábær í alla staði, Þú situr vel í honum og verður ekki þreyttur í langakstri. Mjög rúmgóður og þægilegur.

Ég myndi kynna mér vel hvort kælivatni hafi verið skipt út reglulega því ef ekki er hætta á að heddið sé farið að tærast.
Einnig að skoða hvort túrbínan sé í góðu lagi, Ný er ansi dýr ;)

Í sambandi við eyðslu finnst mér hann bara mjög sanngjarn.

Það er í þeim orginal 100% driflæsing að aftan (loft) sem er ekki að fara að svíkja þig.
Svo er millikassin í þeim (superselect) stór plús.

Ég myndi allavega mæla hiklaust með svona bíl ef þú finnur gott eintak.
Ég hef allavega ekki enn rekist á neinn sem hefur vonda reynslu af umræddum bíl.

Kv. MattiH
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá arnijr » 21.aug 2011, 18:21

Ég er mjög ánægður með minn. Ætlaði að kaupa mér LC90 á sínum tíma en komst svo að því að verðið á þeim var geðsjúkt, Pajeroinn var á mun sanngjarnara verði og hefur reynst mér mjög vel. Auðvelt að koma þeim á 35 tommur og þægilegir ferðabílar.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI

User avatar

MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá MattiH » 21.aug 2011, 19:51

Ætlaði að kaupa mér LC90 á sínum tíma en komst svo að því að verðið á þeim var geðsjúkt,


Það munar sirka milljón hvað Lc90 er dýrari, sé ekki alveg það mikinn mun á þessum bílum?
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá Stebbi » 22.aug 2011, 00:08

MattiH wrote:Það munar sirka milljón hvað Lc90 er dýrari, sé ekki alveg það mikinn mun á þessum bílum?


Ertu blindur ?????

Pajeroinn er nánast undantekningalaust 7 manna, hann er með margfallt betri sæti, hann hefur í flestum bílum framsæti á fjöðrun og armpúðum á báðum sætum, aftursætin eru betri og með armpúðum með glasahaldara. Pajero kemur með miklu skemmtilegri millikassa og með möguleikan á að keyra bara í afturdrifinu, 2800 bílarnir koma með ódrepandi loftlæsingu og betra aftur og framdrifi en Lc90. Gírkassinn í þeim er stærri og sterkari. Pajero er með 3gja hraða miðstöð og hitastilli afturí. Það er hægt að opna öftustu hliðargluggana fyrir veiðihundinn. Það er meira pláss í þeim og það er betra að keyra þá.

Hvernig er ekki hægt að sjá muninn á þessum bílum. :) :) :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá arnijr » 22.aug 2011, 00:33

:-)

Frábær samantekt. Toyotu dýrkunin hérlendis er ótrúleg.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá Kiddi » 22.aug 2011, 00:43

Svona til að koma Toyotunni til varnar þá hefur hún sitthvað umfram Pajero.

Til dæmis þá er mikið algengara að grindur í Pajero ryðgi í gegn.
Pajeroinn verður almennt fyrr sjúskaðri á boddy. Þetta er svo sem ekki hægt að staðhæfa en fljótt á litið virðist það vera þannig.

Síðan er það alveg góð spurning af hverju sætin fjaðra, á ekki fjöðrunin í undirvagni að sjá um allt slíkt :-)


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá helgiaxel » 22.aug 2011, 08:49

hehe,
já þetta með fjaðrandi framstólana, þeir eru snild, þegar ég smíða mér jeppa þá vil ég hafa fjöðrunina heldur stífari en mjúka til að þetta sé ekki að rassakastast í ójöfnum og berja sér niður á samsláttarpúðana, þá er snild að hafa fjaðrasætið, það eiðir látunum út og fer vel með bakið á manni, svo stillir maður það eins maður vill

Ég held að malið með þetta toyota vs. aðrar tegundir sé að það er innprentað í stóran hluta þjóðarinnar að toyota sé eini jeppin sem hægt er að nota í snjó, og yfir höfuð að eiga, og þessir menn eru til í að borga hvað sem er til að koma höndunum yfir þessa "einu jeppa" og það er það sem heldur verðinu uppi.

Annars finnst mér LC 90 mjög góðir bílar, hef ferðast mikið í þannig og líkar mjög vel við, en varðandi rið í grind á Pajero (sem er vandamál) allir bílar riðga, ég man til dæmis ekki eftir mörgum 4runner eða hilux með óriðgaða orginal sílsa eða afturhlera,

Menn geta rifist um þessar bíltegundir þangað til þeir verða bláir í framan, niðurstaðan er sú maður kaupir það sem er best fyrir peninginn, og ég segji mína skoðun að það er ekki LC 90 eins verðið á þeim hefur verið.

Og til að standa við þessa skoðun mína er ég t.d á Galloper á 44" og þetta virkar drulluvel, að vísu er lítið orðið eftir að Gallopernum hjá mér, ég valdi þá hluti í hann sem ég treysti, og eina sem er frá Toyotu í þeim bíl er stírismaskínan, hún er úr 60 cruser,

En varðandi það hvort 2,8 pæja sé góður kostur, þá myndi ég segja já.
fínar vélar í þessum bílum. sterkir kassar, 9,5" aftur drif með loftlæsingu, Vs. (8" í LC 90) og (9,25" í Patrol Y60) Mjög auðvelt að breyta þeim fyrir stærri dekk:) fallegir og nokkuð rúmgóðir bílar.

Kv
Helgi Axel

User avatar

svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá svavaroe » 22.aug 2011, 11:52

Stebbi wrote:
MattiH wrote:Það munar sirka milljón hvað Lc90 er dýrari, sé ekki alveg það mikinn mun á þessum bílum?


Ertu blindur ?????

Pajeroinn er nánast undantekningalaust 7 manna, hann er með margfallt betri sæti, hann hefur í flestum bílum framsæti á fjöðrun og armpúðum á báðum sætum, aftursætin eru betri og með armpúðum með glasahaldara. Pajero kemur með miklu skemmtilegri millikassa og með möguleikan á að keyra bara í afturdrifinu, 2800 bílarnir koma með ódrepandi loftlæsingu og betra aftur og framdrifi en Lc90. Gírkassinn í þeim er stærri og sterkari. Pajero er með 3gja hraða miðstöð og hitastilli afturí. Það er hægt að opna öftustu hliðargluggana fyrir veiðihundinn. Það er meira pláss í þeim og það er betra að keyra þá.

Hvernig er ekki hægt að sjá muninn á þessum bílum. :) :) :)


!!! HEYR HEYR !!!
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------

User avatar

MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá MattiH » 22.aug 2011, 11:58

Ertu blindur ?????

Pajeroinn er nánast undantekningalaust 7 manna, hann er með margfallt betri sæti, hann hefur í flestum bílum framsæti á fjöðrun og armpúðum á báðum sætum, aftursætin eru betri og með armpúðum með glasahaldara. Pajero kemur með miklu skemmtilegri millikassa og með möguleikan á að keyra bara í afturdrifinu, 2800 bílarnir koma með ódrepandi loftlæsingu og betra aftur og framdrifi en Lc90. Gírkassinn í þeim er stærri og sterkari. Pajero er með 3gja hraða miðstöð og hitastilli afturí. Það er hægt að opna öftustu hliðargluggana fyrir veiðihundinn. Það er meira pláss í þeim og það er betra að keyra þá.

Hvernig er ekki hægt að sjá muninn á þessum bílum. :) :) :)


Góður ;)
Töluvert betri kaup í Pæjunni...
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá Kiddi » 22.aug 2011, 12:49

Hvaða árgerð af Pajero ryðgar í grind vs. hvaða árgerð af 4Runner og Hilux (vel á minnst, ekki LC 90 eins og umræðan var um!)

Það þýðir ekki að benda á Hilux eða 4Runner þegar verið er að bera saman LC90 og Pajero. Það er svona eins og að ætla að bera saman epli og appelsínu en taka síðan banana inn í dæmið líka!

Þessi Mitsubishi ást hérna er að verða allt að því verri en Toyota ástin.............................. :-)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá Stebbi » 22.aug 2011, 17:01

Kiddi wrote:Hvaða árgerð af Pajero ryðgar í grind vs. hvaða árgerð af 4Runner og Hilux (vel á minnst, ekki LC 90 eins og umræðan var um!)

Það þýðir ekki að benda á Hilux eða 4Runner þegar verið er að bera saman LC90 og Pajero. Það er svona eins og að ætla að bera saman epli og appelsínu en taka síðan banana inn í dæmið líka!

Þessi Mitsubishi ást hérna er að verða allt að því verri en Toyota ástin.............................. :-)


Hef ekki orðið var við það sjálfur að Pajero grindur ryðgi eitthvað meira en á öðrum jeppum. Þetta er eini staðurinn sem ég hef heyrt þeirri fullyrðingu fleygt fram.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá arnijr » 22.aug 2011, 19:26

Kiddi wrote:Hvaða árgerð af Pajero ryðgar í grind vs. hvaða árgerð af 4Runner og Hilux (vel á minnst, ekki LC 90 eins og umræðan var um!)

Það þýðir ekki að benda á Hilux eða 4Runner þegar verið er að bera saman LC90 og Pajero. Það er svona eins og að ætla að bera saman epli og appelsínu en taka síðan banana inn í dæmið líka!

Þessi Mitsubishi ást hérna er að verða allt að því verri en Toyota ástin.............................. :-)


Góður Kiddi :)

Fyrir mitt leyti hef ég ekkert á móti LC90, það er bara verðið á þeim sem er snargeðveikt, miðað við aðra sambærilega jeppa. Hef ekki orðið var við að LC90 ryðgi óhóflega, öfugt við t.d. Fjórhlaupara og Hiluxa, þar sem boddí og stuðarar virðast bara hverfa. Ég hef tekið svolítð eftir þessu vandamáli með grindina á Pajero, það þarf bara að passa þetta vel. Sá svolítið af þessu þegar pabbi var að leita að nýjum gömlum Pajero, vegna þess að hans grind ryðgaði i sundur. Það er hins vegar ágætt að almenningur haldi að Land Cruiser sé eini jeppinn, það er þá hægt að fá Pajero (og fleiri jeppa) á skynsamlegra verði á meðan.

Ef ég ætti að tala um galla á Pajero þá myndi ég nefna skort á lágum hlutföllum, tiltölulega háan lágan gír og ekkert framboð hér heima á framlásum, þó ARB framleiði reyndar svoleiðis. Svo Hekla náttúrulega, en það er svosem ekkert öðruvísi en Patrol menn lenda í með Ingvar Helgason. Hlutfallavandamálið hefur samt ekki komið í veg fyrir að menn setji þessa bíla á 38 eða 44 tommur.

Sætin eru hinsvegar snilld, ekkert að því að hafa mýkra undir rassinum, án þess að þurfa að éta súkkulaðitertur með rjóma í hvert mál. :)
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá Kiddi » 22.aug 2011, 19:53

Jæja.... þið megið ekki taka því þannig að mér sé eitthvað sérstaklega illa við Pajero. Mig langaði bara aðeins að reyna að vega upp á móti þessu "Toyota er drasl" tali sem virðist oft vera sprottið upp úr þeirri einu ástæðu að Toyotan selst dýrar og menn eru mishressir við það. Þetta hefur allt sína kosti og galla og ef ég ætti að velja á milli Pajero og LC90 þá myndi ég velja....................................Chevy Tahoe. :-)

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá Einar » 22.aug 2011, 20:50

Kiddi wrote:Jæja.... þið megið ekki taka því þannig að mér sé eitthvað sérstaklega illa við Pajero. Mig langaði bara aðeins að reyna að vega upp á móti þessu "Toyota er drasl" tali sem virðist oft vera sprottið upp úr þeirri einu ástæðu að Toyotan selst dýrar og menn eru mishressir við það. Þetta hefur allt sína kosti og galla og ef ég ætti að velja á milli Pajero og LC90 þá myndi ég velja....................................Chevy Tahoe. :-)

Ég fyrir mitt leiti er nokkuð samfærður um að Toyota er alls ekkert drasl og í flestum mínum bílakaupahugleiðingum hef ég á einhverju stigi vappað í kringum einhverskonar Toyotu. Ég hef yfirleitt snúið mér að einhverju öðru vegna þess að ég nenni ekki að láta ræna mig um hábjartan dag (nema þegar ég skoðaði Hælux, þá var ástæðan að ég nennti ekki bæði að láta ræna mig og keyra svo eftir það með hnén upp í nösunum).
Ég hef ekki átt Pajero sjálfur en ég hef nokkrum sinnum haft svoleiðis farartæki til umráða og verið sæmilega sáttur. Þetta er nokkuð góður fjölskyldujeppi með nóg pláss og gott að sitja í honum. Flest annað gerir hann þokkalega skammlaust.
...ef ég ætti að velja á milli Pajero og LC90 þá myndi ég velja....................................Jeep Grand Cherokee. :-)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá Stebbi » 22.aug 2011, 23:24

Kiddi wrote:Jæja.... þið megið ekki taka því þannig að mér sé eitthvað sérstaklega illa við Pajero. Mig langaði bara aðeins að reyna að vega upp á móti þessu "Toyota er drasl" tali sem virðist oft vera sprottið upp úr þeirri einu ástæðu að Toyotan selst dýrar og menn eru mishressir við það. Þetta hefur allt sína kosti og galla og ef ég ætti að velja á milli Pajero og LC90 þá myndi ég velja....................................Chevy Tahoe. :-)



Hvergi í þessum þræði hefur verið haldið því fram að LC90 sé drasl, þvert á móti eru það mjög góðir bílar. En eins og flestir hafa bent á þá er verðmiðinn á þeim alveg gjörsamlega út úr öllu samhengi við raunveruleikan og þeir hafa ekkert umfram aðra til að bakka upp þessa verðlagningu.

Einar wrote:Ég hef ekki átt Pajero sjálfur en ég hef nokkrum sinnum haft svoleiðis farartæki til umráða og verið sæmilega sáttur. Þetta er nokkuð góður fjölskyldujeppi með nóg pláss og gott að sitja í honum. Flest annað gerir hann þokkalega skammlaust.
...ef ég ætti að velja á milli Pajero og LC90 þá myndi ég velja....................................Jeep Grand Cherokee. :-)


Ég hefði ekki getað orða þetta betur, það er bara einn kóngur og það stendur JEEP á húddinu á honum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá AgnarBen » 23.aug 2011, 00:07

Hef átt svona 33" Pajero 2.8 sjsk 1997 módel og líkaði ágætlega, allt satt og rétt varðandi kostina sem hefur verið talið upp hér að ofan. Mágur minn og félagi minn eiga einnig svona bíla og hafa átt lengi og ég held að það megi alveg segja að bilanatíðnin hafi verið ásættanleg (eitt hedd reyndar og eitthvað svona smotterís dót sem engu máli skiptir).

Kannski tvennt sem vantar að minnast á, það eru stillanlegir demparar að aftan (hleðslustilling) sem hafa verið að fara og það er dýrt að skipta um þá. Væntanlega þó hægt að skipta þeim út fyrir venjulega dempara en þá missirðu möguleikann á hleðslustýringunni sem er góður fídus.

Annað er að mér fannst Pajeroinn hræðilega máttlaus og sjálfskiptingin var alls ekki nógu skemmtileg fyrir mína parta. Ég hef líka átt sjsk LC90 ´98 módel með cooler og vélin í þeim bíl var svooooooo miklu skemmtilegri en í Pæjunni að það hálfa var nóg. En þar endar líka samanburðurinn LC90 í vil. Vélin í Pæjunni virkar þó fínt fyrir langkeyrslur og krúsið var snilld.

Ég hef líka átt Trooper en persónulega myndi ég samt velja mér Patrol í þessum stærðarflokki en ég held þú verðir ekkert svikinn af Pæjunni.

kveðja
Agnar - Jeep eigandi
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá -Hjalti- » 23.aug 2011, 00:31

AgnarBen wrote:Ég hef líka átt Trooper en persónulega myndi ég samt velja mér Patrol í þessum stærðarflokki en ég held þú verðir ekkert svikinn af Pæjunni.




Varla er hægt að setja Patrol í sama stærðarflokk og Trooper , LC90 og Pajero sem allir eru mikið nettari jeppar?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá AgnarBen » 23.aug 2011, 09:48

Hjalti_gto wrote:
AgnarBen wrote:Ég hef líka átt Trooper en persónulega myndi ég samt velja mér Patrol í þessum stærðarflokki en ég held þú verðir ekkert svikinn af Pæjunni.




Varla er hægt að setja Patrol í sama stærðarflokk og Trooper , LC90 og Pajero sem allir eru mikið nettari jeppar?


Það er nú overkill að segja að þeir séu mikið nettari en þetta fer náttúrulega alveg eftir hvaða árgerðir verið er að bera saman. Ef við tölum um 1998 árgerð þá set ég Pajero hiklaust í flokk með Patrol og LC90, Trooperinn má svo sem alveg falla í einhvern milliflokk þarna fyrir neðan með nýja Grand en sá gamli var nú talsvert minni. Þetta eru allt sjö manna jeppar með 3 lítra vélar, ágætt farangurspláss og eru yfir 2200 kg.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Er MMC Pæja 2.8 ssk. góður kostur?

Postfrá -Hjalti- » 23.aug 2011, 11:55

Grand , Pajero LC90/LC120, Trooper Eru allir minni en Patrol.. sama hvaða árgerð.
Y60/Y61 Patrol og LC60/LC80/LC100 eru í sama stærðarflokk.

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir