Síða 1 af 1
Pajero 2,8
Posted: 03.júl 2011, 16:35
frá gulligu
Langar soldið að vita hvað Pajero 2,8 er að eyða hjá ykkur sem eigið svona bíla.
Guðjón
Re: Pajero 2,8
Posted: 03.júl 2011, 21:56
frá jeepcj7
Er með sjálfskiptan 2.8 ´99 og eyðslan er dálítið rokkandi fór á akureyri í hífandi roki á móti norður með fullan bílinn af fólki og farangri ekið á ca.95-100 og eyðslan var 16.6 en til baka í meðvindi sama hleðsla ekið 90-95 var 11.1
Svona oftast er pæjan að eyða í blönduðum akstri 13-14 hjá okkur en virðist finna vel fyrir því að vera keyrð stíft.
Þessi bíll er á 33" dekkjum.
Re: Pajero 2,8
Posted: 19.júl 2011, 19:56
frá svpajero
Er á 32" sjálfskiptur er að eyða um 14l á hundraði í blönduðum akstri um 12.5 í langkeyrslu.
Re: Pajero 2,8
Posted: 19.júl 2011, 23:25
frá snöfli
Orkusetur segir hann eyða:
Eyðsla í ltr/100 km:
Innanbæjarakstur 15,4
Utanbæjarakstur 11,4
Blandaður akstur 12,9
Sem getur verið nokkuð nærri lagi.
Var með 38" sem eyddi almennt um 17-18ltr/100km þá mest í Reykjavíkurakstri. En þá líka ekið eins og VW Golf.
l.
Re: Pajero 2,8
Posted: 21.aug 2011, 18:16
frá arnijr
Minn 98 á 32 og 33 er að eyða svipað og aðrir hér eru að tala um.
Re: Pajero 2,8
Posted: 22.aug 2011, 11:56
frá svavaroe
Minn er '98-99 á 35" og er að eyða um 14-15L innanbæjar. Rokkar uppí 17L á köldum vetrardeigi.
11-12L í langkeyrslu í rólegheitum.