Spíssar í 2.5 tdi L200
Posted: 11.mar 2010, 21:17
Er með 2.5 TDI mótor sem ég keypti í haust og var að mixa ofan í breska jeppategund og var að byrja prufukeyra, vélin er 1998 árgerð og er ekin um 190.000km. Mér finnst hún soldið grófari í ganginum en ég hef kynnst af þessum vélum, soldið erfið í gang (gætu verið kertin) og svo reykir hún hvítu eins og gamall Volvo vörubíll eftir gangsetningu, og svo er eins og hún missi slag og slag. Það er ný hráolíusía en ég hef ekki athugað grófsíuna á verkinu enda tel ég ekki að hún gæti valdið þessu. Þessi vél hefur ekki verið notuð í rúmt ár sem ætti svosem engu að skifta en mér var sagt að hún væri í góðu standi en veit svosem ekkert um það.
Hvernig annars lýsa bilaðir eða lélegir spíssar sér? og veit einhver hvað kostar að taka þá í gegn.
Og passa spíssar úr pajero 2.5 TD 1987 í þessa vél sem ég er með. Og eru sömu spíssar í Galloper sem eru með 4d56TD og TDI vélunum?
Hvernig annars lýsa bilaðir eða lélegir spíssar sér? og veit einhver hvað kostar að taka þá í gegn.
Og passa spíssar úr pajero 2.5 TD 1987 í þessa vél sem ég er með. Og eru sömu spíssar í Galloper sem eru með 4d56TD og TDI vélunum?