Spíssar í 2.5 tdi L200


Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Spíssar í 2.5 tdi L200

Postfrá Jens Líndal » 11.mar 2010, 21:17

Er með 2.5 TDI mótor sem ég keypti í haust og var að mixa ofan í breska jeppategund og var að byrja prufukeyra, vélin er 1998 árgerð og er ekin um 190.000km. Mér finnst hún soldið grófari í ganginum en ég hef kynnst af þessum vélum, soldið erfið í gang (gætu verið kertin) og svo reykir hún hvítu eins og gamall Volvo vörubíll eftir gangsetningu, og svo er eins og hún missi slag og slag. Það er ný hráolíusía en ég hef ekki athugað grófsíuna á verkinu enda tel ég ekki að hún gæti valdið þessu. Þessi vél hefur ekki verið notuð í rúmt ár sem ætti svosem engu að skifta en mér var sagt að hún væri í góðu standi en veit svosem ekkert um það.
Hvernig annars lýsa bilaðir eða lélegir spíssar sér? og veit einhver hvað kostar að taka þá í gegn.
Og passa spíssar úr pajero 2.5 TD 1987 í þessa vél sem ég er með. Og eru sömu spíssar í Galloper sem eru með 4d56TD og TDI vélunum?



User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Spíssar í 2.5 tdi L200

Postfrá DABBI SIG » 12.mar 2010, 01:14

Er með L200 bíl sem er 2001 árgerð sem er með 2.5 tdi líka, hef alveg sömu lýsingu á því hvernig bíllinn er stundum í gang. Þetta er þó aðallega þegar bíllinn er búinn að standa lengi, þ.e. yfir nótt eða lengur og virðist versna eftir því sem það er kaldara úti, sérstaklega í frosti, og eftir því sem bíllinn stendur óhreyfður lengur. Virðist vera eins og hann fái ekki næga olíu þegar verið er að starta en þetta gerist aðallega bara þegar er frost úti, þegar er 5 °C + eins og er undanfarna daga virðist þetta vera minna mál nema hann hafi staðið vel lengi, þá gengur hann smá svona truntugang einmitt eins og hann missi út slag í örfáar fyrstu sekúndurnar og svo lagast það.
Prufaðu að pumpa upp hráolíusíuna áður en þú startar næst og athugaðu hvort hann gangi betur þá. Þá er möguleiki að hann sé að draga falskt loft einhversstaðar inná olíuleiðslu. Hvort það sé niðri við tank eða annarsstaðar er erfitt að segja. Sumir segja að þetta geti verið glóðakertin.
Þess má geta að það er ekkert að bílnum í venjulegum akstri eftir að hann er kominn í gang og búnað fá að ganga í smá stund, þ.e. ekkert aflleysi eða truntugangur í akstri eftir að hann er kominn í gang sama hvort bíllinn er heitur eða kaldur.
Endilega komið með góðar útskýringar á þessu.
-Defender 110 44"-


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir