Sælinú.
Það er í sambandi við loftnetið á útvarpinu hjá mér. Þetta er þannig loftnet að þegar svissað eða startað er á bílnum þá kemur það upp, og síðan er takki til að hækka það ennþá meira.
En vandamálið að nú kemur það bara alls ekki upp. Heyrist ekkert í því, mótornum eða neinu, nema ég heyri tikkið undir stýrinu hjá mér, sem er sennilega relayinn eða hvað sem það heitir sem stýrir þessu.
Hvurnin stendur á þessu? Er loftnetið ónýtt?? Það hlýtur þá að kosta einhver ósköp ef svo er...
Tek það fram að það heyrist í útvarpinu en væntanlega ef maður færi eitthvað út fyrir bæjarmörkin myndi það duga skammt að ég held. Og já, þetta er Mitsubishi Pajero Sport 2003.
Kv.
VV
Útvarp - loftnet
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur