Síða 1 af 1
Skiptingar í pajero
Posted: 14.apr 2011, 00:31
frá jeepcj7
Veit einhver hvort skipting úr 3.0 gangi aftaná 3.5 báðar v6 bensín og að ég held jafngamlir (´96) ?
Er þetta ekki allt sama tóbakið?
Re: Skiptingar í pajero
Posted: 14.apr 2011, 07:29
frá ellisnorra
Ég get ekki svarað spurningunni, en ég get bætt við að ef það er vesen þá á ég skiptingu af 2.8 97 módel sem fæst fyrir hóflegt gjald
Re: Skiptingar í pajero
Posted: 14.apr 2011, 08:52
frá helgiaxel
Sæll Hrólfur, er þetta 3ja lítra 24V eða 12V, ég veit að 3L 12V er með sama gírbox og 2,5tdi, en 2,8 er með stærra, las e-h staðar að 2,8 og 3,5L notuðu það sama. Gæti vel verið að þetta passi aftan á vélarnar, en það er klárlega sterkari skifting við 3,5L, ekki nema 3l ve´lin sé 24ventla. sel þetta ekki dýrara en ég keypti það, en mér fynnst ég hafa lesið þetta ekki fyrir löngu
Kv
Helgi Axel
Re: Skiptingar í pajero
Posted: 14.apr 2011, 09:14
frá jeepcj7
Takk fyrir upplýsingarnar ég er nokkuð viss um að það er sverara afturúr skiptingu af 2.8 tdi og 3.5 v6 og aðeins öðruvísi millikassi en var að spá hvort hægt er að setja komplett skiptingu og millikassa aftan af 3.0 v6 12v á 3.5 v6 24v og sjá svo bara hvort það hangir ekki.
Elli takk alltaf gott að vita af varahlutum.
Ps.Helgi ertu farinn að keyra og þá hvernig reynist?
Re: Skiptingar í pajero
Posted: 14.apr 2011, 11:24
frá helgiaxel
Hehe, nei ekki enþá kominn útúr skúrnum, en ég stefni á páska, verður tekinn prufutúr þá
Kv
Helgi Axel
Re: Skiptingar í pajero
Posted: 14.apr 2011, 23:28
frá Stebbi
Ég er nokkuð viss um að 3.0 skiptingin er sú sama og Aisin AW-4 og A340 Toyota skiptingin. Kaninn hefur eitthvað verið að eiga við þetta og nota NP231 kassa aftan á þessa skiptingu með litlum tilkostnaði. Persónuskiptibúnaðurinn heitir V5MT1 og V5MT2, fyrra kombóið er í 2.5 og 3.0 en V5MT2 er í beinskiptu 2.8 og 3.5 bílunum, það passar ekki á milli.
Re: Skiptingar í pajero
Posted: 15.apr 2011, 12:49
frá jeepcj7
Fann einhverjar viðgerðarbækur/manuala á netinu og það virðast vera 2 skiptingar sem heita V4AW2 og er mekanísk og svo er V4AW3 sem er rafstýrð og virðist vera eitthvað stærri tekur td.1 líter meira.
Ætli það gangi að smella mekanískri skiptingu við í staðinn fyrir rafstýrða eða þarf þá að blekkja eitthvað rafmagns stöff til að draslið fari í gang og virki.
Re: Skiptingar í pajero
Posted: 15.apr 2011, 12:53
frá jeepcj7
Stebbi veistu rillu fjölda aftur úr svona pæju skiptinga dóti getur verið að það séu 21 eða 23 rillur eins og í jeep?
Re: Skiptingar í pajero
Posted: 17.apr 2011, 13:38
frá Stebbi
Ég veit að einhverjar skiptingar í Pajero eru með 23 rillu output sem passar í NewProcess kassana. Ef þú skráir þig á 4x4wire spjallið þá er það öflugasta mitusubishi spjallið þegar kemur að svona mixi og tilraunastarfsemi. Það var einn þar sem setti NP231 kassa aftan á Montero hjá sér og það þurfti ekki mikið að smíða til þess.
Re: Skiptingar í pajero
Posted: 08.maí 2011, 20:19
frá ellisnorra
Hrólfur hvað er að frétta af þessum tilraunum hjá þér?
Skiptingin sem ég á heitir V4AW3 og stendur enn til boða