Fjöðrun Pajero Sport útskýringar...
Posted: 10.apr 2011, 16:13
Góðan dag hér og þar og allsstaðar.
Vona að allir séu góðir eftir mikinn kosningardag í gær og hafi kosið rétt. (haha)
En ekki ætla ég að fara út í pólitík hér. Mig vantar útskýringar á fjöðrun á Mitsubishi Pajero Sport árg. 2003 hjá mér.
Ég get bara ekki skilið hvers vegna fjöðrunin í honum þarf að vera svona hörð/höst m.v. aðra jeppa eins og t.d. Land Cruiser eða eitthvað álíka. Veit að hann er byggður á L200 pallbíl en hvers vegna þarf hann að vera svona harður fyrir því?
Ef það er farið yfir smá holu eða ójöfnur hristist bíllinn allur og maður finnur fyrir holunni upp á topp. Að mér finnst allavega.
Taka skal fram að nýlega er búið að skipta um dempara, óbreyttur orginal, búið að keyra hann 110 þús, bensín, ssk.
Eru þetta þá gormar (að aftan), samsláttapúðar, ballansstangargúmmí, fóðringar í klafa sem geta orsakað þetta?
Ef bíllinn er svona bara standard, er engin leið að mýkja bílinn??
Eða of miklar væntingar/ímyndun í mér?
Jæja gott í bili.
Kv.
Viðar V
Vona að allir séu góðir eftir mikinn kosningardag í gær og hafi kosið rétt. (haha)
En ekki ætla ég að fara út í pólitík hér. Mig vantar útskýringar á fjöðrun á Mitsubishi Pajero Sport árg. 2003 hjá mér.
Ég get bara ekki skilið hvers vegna fjöðrunin í honum þarf að vera svona hörð/höst m.v. aðra jeppa eins og t.d. Land Cruiser eða eitthvað álíka. Veit að hann er byggður á L200 pallbíl en hvers vegna þarf hann að vera svona harður fyrir því?
Ef það er farið yfir smá holu eða ójöfnur hristist bíllinn allur og maður finnur fyrir holunni upp á topp. Að mér finnst allavega.
Taka skal fram að nýlega er búið að skipta um dempara, óbreyttur orginal, búið að keyra hann 110 þús, bensín, ssk.
Eru þetta þá gormar (að aftan), samsláttapúðar, ballansstangargúmmí, fóðringar í klafa sem geta orsakað þetta?
Ef bíllinn er svona bara standard, er engin leið að mýkja bílinn??
Eða of miklar væntingar/ímyndun í mér?
Jæja gott í bili.
Kv.
Viðar V