Ljós í mælaborði


Höfundur þráðar
dabbibraga
Innlegg: 8
Skráður: 11.feb 2020, 19:48
Fullt nafn: Davíð Bragason

Ljós í mælaborði

Postfrá dabbibraga » 02.júl 2020, 01:23

Góðan dag, er með Mitsubishi Pajero 2007. Ljós í mælaborði virka bara stundum og stundum ekki þegar kveikt er á þeim í stefnuljósastönginni, einhver sem hefur hugmynd um hvernig mætti laga þetta vandamál? Í raun er þetta samt bara ljósið í útvarpi og allt þar fyrir neðan í mælaboðinu eins og miðstöðvarstýringunni. Hraðamælir og tilheyrandi ásamt ljósi í eyðsluskjá og tökkum tengt honum lýsa alltaf sem skildi. Gaman væri ef einhver sem hefði hugmynd eða vitneskju hvernig á þessu stæði myndi stíga fram og fræða kallinn.

Fyrirfram þakkir.




spazmo
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 23:13
Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
Bíltegund: Patrol 44"

Re: Ljós í mælaborði

Postfrá spazmo » 08.júl 2020, 22:48

Er stakur rofi fyrir dimmerinn fyrir ljósin í mælaborðinu?
Patrol 44"


Höfundur þráðar
dabbibraga
Innlegg: 8
Skráður: 11.feb 2020, 19:48
Fullt nafn: Davíð Bragason

Re: Ljós í mælaborði

Postfrá dabbibraga » 20.júl 2020, 22:34

Maður þarf að snúa endanum á stefnuljósastönginni. Engin önnur leið til þess að dimmera ljósin og fá ljós í takkana.


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir