Síða 1 af 1

4m41 vél 3,2L án CRDI ?

Posted: 25.aug 2019, 14:36
frá jongud
Hvernig er það, komu allir 3.2 mótorarnir í Pajero með Common-rail kerfi (CRDI) ?
Ég veit að erlendis eru til mótorar sem eru ekki CRDI en mátti nokkuð flytja þá hingað til lands?

Re: 4m41 vél 3,2L án CRDI ?

Posted: 25.aug 2019, 17:19
frá Gilson
Þeir koma fyrst með common rail 2007. Fyrir það eru þeir með olíuverk.

Re: 4m41 vél 3,2L án CRDI ?

Posted: 26.aug 2019, 01:26
frá íbbi
Fyrir hvað stendur þá did á bílunum sem komu fyrir 2007?

Re: 4m41 vél 3,2L án CRDI ?

Posted: 26.aug 2019, 08:16
frá jongud
íbbi wrote:Fyrir hvað stendur þá did á bílunum sem komu fyrir 2007?

Direct injection Denso?

Re: 4m41 vél 3,2L án CRDI ?

Posted: 27.aug 2019, 18:13
frá Polarbear
íbbi wrote:Fyrir hvað stendur þá did á bílunum sem komu fyrir 2007?


DID stendur líklega fyrir directly injected Diesel, sem getur alveg átt við bíla með mekkanískt olíuverk. Þá er ekki notað forbrunahólf. Þetta er svona í 60 krúsernum og fleiri, þar kom 4.0 túrbólaus með forbrunahólfi, en 4.0 túrbó vélin var með spíssann beint inní strokk. (ef ég man rétt)

Re: 4m41 vél 3,2L án CRDI ?

Posted: 28.aug 2019, 08:18
frá jongud
Ég var aðallega að spá í þessu af forvitni. Þessi olíuverk eru mjög svipuð og olíuverkið við 6,5 dísel, þ.e. það eru tvær rafeindastýringar á þeim, önnur sem stýrir tímanum, (hvenær innspýtingin byrjar) og hin stýrir magninu (lengdini á innspýtingarferlinu).

Það er hins vegar ekki að mér vitandi neinn að búa til stjórntölvur fyrir þessi olíuverk, DSL1 tölvurnar frá Baldri ganga aðeins við Bosch M og VP37 olíuverk.

Re: 4m41 vél 3,2L án CRDI ?

Posted: 28.aug 2019, 12:12
frá jongud
jongud wrote:Ég var aðallega að spá í þessu af forvitni. Þessi olíuverk eru mjög svipuð og olíuverkið við 6,5 dísel, þ.e. það eru tvær rafeindastýringar á þeim, önnur sem stýrir tímanum, (hvenær innspýtingin byrjar) og hin stýrir magninu (lengdini á innspýtingarferlinu).

Það er hins vegar ekki að mér vitandi neinn að búa til stjórntölvur fyrir þessi olíuverk, DSL1 tölvurnar frá Baldri ganga aðeins við Bosch M og VP37 olíuverk.


Þarna hafði ég rangt fyrir mér!
Pajero 3.2 mótorarnir eru með VP37 innspýtingardælur og DSL tölvurnar frá Baldri geta stjórnað þeim.
Þannig að það eru til tölvur sem geta stjórnað þessum mótorum frá A-Ö