L200: Bilanakóðar 52 og 41


Höfundur þráðar
sigurdurak
Innlegg: 30
Skráður: 07.des 2013, 21:32
Fullt nafn: Sigurður Árni Kristjánsson

L200: Bilanakóðar 52 og 41

Postfrá sigurdurak » 21.feb 2019, 16:30

Sælir félagar, ég var að láta lesa af 2004 L200 mínum, þar sem vélarljós logar og mér finnst hann helv latur, sérstaklega í ártúnsbrekku og svoleiðis stöðum þar sem er aðeins bratti. Hann vill helst ekkert yfir 3000 snúningana ef ég stend drusluna, frekar flatur bara ef hann kemst yfir þá. Ég fékk félaga til að lesa af honum, og komu upp tveir kóðar, 41 og 52.

52 stendur fyrir: Variable geometry control pressure system, VGT, sem tengist túrbínu.
41 stendur fyrir: Main throttle solenoid valve system. Þessi solenoid tengist inn á vacuum kerfi bílsins, og hef ég verið að skoða hvort slöngur sé lausar eða skemmdar, og hef enn ekki fundið neitt þar, þó það gæti vel verið málið.

Þessi vandamál gætu bæði tengst vacuum kerfinu, þar sem vacum stýrir þessu VGT systemi á túrbínuni, en ég er þó ekki viss, ekki fundið leka enn allavega.

Hefur einhver lent í þessu og getur miðlað reynslu sinni ?



Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir