Síða 1 af 1

4d56 pælingar

Posted: 08.júl 2018, 21:30
frá sigfushar
Daginn

Ég er með vél úr 2003 L200 sem er ónýt (úrbræddur, sprungin blokk, annað í lagi). Ég keypti mér ónýtan Starex 2000 módel en vélin í lagi. Ég ætlaði að taka vélina úr Starex og nota bara kjallarann úr henni og setja allt úr L200 á hana. Ég hélt að þetta væri nákvæmlega sama vélin en það er ekki alveg svo. Það eru öðruvísi stimplar og stimpilstangir í 2003 árgerðinni. Einnig er heddið öðruvísi í eldri bílnum.

Ef einhver þekkir þetta, get ég notað þennan kjallara úr 2000 módel 4d56 og sett 2003 heddið á án þess að hafa áhyggjur? Spá í hvort þjappan sé eitthvað öðruvísi í gömlu blokkinni?

Re: 4d56 pælingar

Posted: 08.júl 2018, 22:18
frá ellisnorra
Afhverju notaru ekki alla vélina úr starexnum?

Re: 4d56 pælingar

Posted: 08.júl 2018, 22:34
frá sigfushar
Það munar töluvert á akstri. Svo er líka ýmislegt annað öðruvísi á L200 vélinni, rafstýrt olíuverk, mótorpúðar og fleira.

Re: 4d56 pælingar

Posted: 08.júl 2018, 23:50
frá svarti sambo
Hef grun um að munurinn liggi aðalega í þjöppunni. L200 vélin er örugglega aðeins háþrýstari þar sem að það er verið að taka meira út úr henni, heldur en starex vélinni. þess vegna eru stimplar og stangir og fl. öðruvísi. Það er örugglega sami sveifarás í vélunum, en þú ættir að geta mælt hann upp og borið þá saman. Ef þú ert með rétt partanúmer af því sem þig vantar, þá ætti að vera hægt að sjá þetta líka eftir partanúmerum.

Re: 4d56 pælingar

Posted: 09.júl 2018, 09:47
frá sigfushar
Ætli ég sé að bjóða hættunni heim ef ég nota kjallarann úr starexnum með l200 vélardótinu? Tapa kannski nokkrum hö ?

Re: 4d56 pælingar

Posted: 09.júl 2018, 10:17
frá svarti sambo
Átt ekki að tapa neinum Hö, ef þú ert bara að færa sveifarásinn á milli.
Ef að L200 vélin er heil að öllu leiti, fyrir utan skemmdann sveifarás. þá myndi ég bara nota sveifarásinn úr starex vélinni, ef að hann er eins, eins og ég reikna með. Og setja svo nýjar höfuðlegur og stangalegur. Passa bara að mæla olíurýmdina líka. Það er örugglega ekki sama svinghjól á vélunum heldur.
En þegar að menn fara í svona æfingar, þá verða menn að vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera.

Re: 4d56 pælingar

Posted: 09.júl 2018, 10:45
frá sigfushar
L200 vélin fór á bæði höfuð og stangarlegum ásamt því að sprengja blokkina. Stangirnar eru ónýtar. Þannig að það þýðir ekki fyrir mig að nota kjallarann úr L200.