Parkljós loga eftir að slökt er á bílnum

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Parkljós loga eftir að slökt er á bílnum

Postfrá muggur » 28.feb 2017, 14:21

Smá reynslusaga sem gæti gagnast einhverjum:

Pajero 1998 (MK2, facelift, lwb, bensín).

Þegar ég kom út í morgun loguðu parkljósin á bílnum, hlítur að hafa kviknað á þeim skömmu áður því það var nægur straumur til að starta bílnum. Þegar hurðin var opnuð þá íldi í einhverri flautu sem varar við að ljósin séu kveikt en í henni hef ég aldrei heyrt áður þar sem það er dagljósabúnaður í bílnum. Eina leiðin til að slökkva parkljósin var að rjúfa geymasambandið.

Þar sem ég veit ekkert um bílarafmagn taldi ég að þetta væri dagljósabúnaðurinn sem hefði einhvernveginn náð að fokkast upp í frostinu. Fór með pæjuna í Nesradío en þeir vildu ekkert kannast við að hafa sett í hann slíkan búnað, hann hefði komið orginal frá Japan. Þeir kíktu samt á bílinn hjá mér, aftengdu dagljósabúnaðin en parkljósin loguðu áfram. Eftir smá leit fannst bilunin. Þetta reyndist vera brunnið reley sem tengt var kerrutenglinum og er víst hleðslujafnari ef maður er að vesenast með hjólhýsi og hlaða inn á rafgeyma í því. Í leiðinni hafði svo kerrutengilinn farið (eða kannski fór kerrutengilinn fyrst og svo releyið). Allavega þessu hleðslujafnaradóti var hent, settur nýr kerrutengill og málið dautt. Snillingar hjá Nesradío-i.

kv. Muggur

ps. Þetta hleðsludót kom ekki frá Hr. Mitsubishi orginal heldur hefur verið bætt við hér heima. Því skal ekki túlka þessa "bilun" sem löst á Pajero sem slíkum :-)


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Parkljós loga eftir að slökt er á bílnum

Postfrá Járni » 28.feb 2017, 17:06

Góður, það er alltaf eitthvað!
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir