Síða 1 af 1

Er nauðsylegt að breyta hraðamæli fyrir 35 tommur?

Posted: 13.apr 2016, 11:02
frá muggur
Sæl(ir) þið sem allt vitið.
Pajeroinn minn er á 33 tommum eins og stendur og kominn tími á ný dekk. Mér sýnist sem að hraðamælirinn sýni örlítið meira en blikk skiltið á Kjalarnesi. Spurningin er þá sú að ef ég kaupi 35 tommur undir hann þarf ég þá að láta breyta hraðamælinum fyrir sérskoðun? Hefur einhver sett 35 tommur undir svona bíl hjá sér (eða þekkir einhvern sem hefur gert þetta). Þetta er 1998 model (MK2).

kv. Muggur

Re: Er nauðsylegt að breyta hraðamæli fyrir 35 tommur?

Posted: 13.apr 2016, 11:07
frá Kiddi
Úr reglugerð um gerð og búnað ökutækja (http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/822-2004)

12.01 Hraðamælir.

(1) Hraðamælir skal sýna hraða ökutækis í km/klst.

(2) Leyfilegt frávik hraðamælis er allt að 10% yfir raunhraða að viðbættum 4 km/klst. Hraðamælir má aldrei sýna meira en 4% minni hraða en raunhraða.


Þetta eru einu reglurnar um þetta... kannski sleppur þetta til á 35"?

Re: Er nauðsylegt að breyta hraðamæli fyrir 35 tommur?

Posted: 13.apr 2016, 11:12
frá muggur
Kiddi wrote:Úr reglugerð um gerð og búnað ökutækja (http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/822-2004)

12.01 Hraðamælir.

(1) Hraðamælir skal sýna hraða ökutækis í km/klst.

(2) Leyfilegt frávik hraðamælis er allt að 10% yfir raunhraða að viðbættum 4 km/klst. Hraðamælir má aldrei sýna meira en 4% minni hraða en raunhraða.


Þetta eru einu reglurnar um þetta... kannski sleppur þetta til á 35"?


Takk fyrir þetta Kiddi, hafði einhverntíma séð þetta.

Vill síður lenda í því að fara með bílinn í skoðun og vera felldur á þessu atriði í skoðun og þurfa þá annaðhvort að selja nýjan gang af 35 tommu dekkjum eða leggja pening í að láta breyta hraðamælinum.

Er ekki einhver sem þekkir þetta í Pajero?

Re: Er nauðsylegt að breyta hraðamæli fyrir 35 tommur?

Posted: 13.apr 2016, 13:22
frá Reynir77
Sæll

Ég er enginn bifvélavirki og þekki innviði bíla lítið en í þessu tilfelli er þetta pjúra stærðfræðidæmi.
Þegar bíllinn þinn er kominn á 35" í stað 33" þá mun hann keyra um 6% hraðar en áður m.v. sama snúning á drifinu. Það er því jafnvel bara æskilegt að hraðamælirinn skuli nú þegar sýna eitthvað örlítið meira en raunhraði bílsins er.
Samkvæmt reglugerðinni værir þú jafnvel ennþá löglegur þó þú færir á 36" dekk því þá væri frávikið orðið um 10%

Kv. Reynir

Re: Er nauðsylegt að breyta hraðamæli fyrir 35 tommur?

Posted: 13.apr 2016, 13:28
frá Reynir77
Reynir77 wrote:Sæll

Ég er enginn bifvélavirki og þekki innviði bíla lítið en í þessu tilfelli er þetta pjúra stærðfræðidæmi.
Þegar bíllinn þinn er kominn á 35" í stað 33" þá mun hann keyra um 6% hraðar en áður m.v. sama snúning á drifinu. Það er því jafnvel bara æskilegt að hraðamælirinn skuli nú þegar sýna eitthvað örlítið meira en raunhraði bílsins er.
Samkvæmt reglugerðinni værir þú jafnvel ennþá löglegur þó þú færir á 36" dekk því þá væri frávikið orðið um 10%

Kv. Reynir


Aahh!! Sá ekki þetta
Hraðamælir má aldrei sýna meira en 4% minni hraða en raunhraða.

Í þessu felst vesenið. Á 35" mun mælirinn sýna um 5.7% minni hraða en raunhraðinn er að því gefnu að mælirinn hafi verið hárréttur á 33". En þá aftur gæti það að hann skuli nú þegar vera að sýna aðeins meira, verið þér til tekna og verið nóg til þess að þetta gangi upp :)

Kv. Reynir

Re: Er nauðsylegt að breyta hraðamæli fyrir 35 tommur?

Posted: 13.apr 2016, 18:54
frá Sævar Örn
Sælir félagar, hraðamælirinn er ekki skoðaður í árlegri skylduskoðun, eingöngu við sérskoðun jeppa í eitt skipti


þá er þetta vottorð fyllt út, þið getið prufað sjálfir með GPS og séð hvort það er innan marka, við skoðunarmenn mælum þetta með GPS...

sjá viðhengi