Síða 1 af 1

Fjarstýring samlæsinga Pajero 2005

Posted: 11.nóv 2015, 13:35
frá oskarg
Sælir.
Vantar upplýsingar hjá þeim sem þekkja til fjarstýringa fyrir samlæsinga á Pajero 2005. Samlæsingarnar vikra en samt er eins og fjarstýringarnar séu hálf sambandslausar. Ég er búinn að skifta um rafhlöður án teljandi árangurs. Bilunin lýsir sér ekki ósvipað og fjarstýringarnar séu með lélegar rafhlöður, rofar í fjarstýringum lélegir eða móttakari merkis frá fjarstýringum slappur. Báðar fjarstýringar haga sér eins.
Er einhver þekktur veikleiki í þessum búnaði til að einfalda bilanaleit?

Re: Fjarstýring samlæsinga Pajero 2005

Posted: 11.nóv 2015, 16:44
frá ihþ
Ég á Montero 2006. Þar hefur það gerst stundum að hálfgert sambandsleysi kemur upp. Ég hef þá tekið stýringarnar í sundur og beygt aðeins fjaðrirnar sem þrýsta á rafhlöðuna. Þá er eins og það nái betra samband.