S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP


Höfundur þráðar
Benzi
Innlegg: 19
Skráður: 05.maí 2013, 13:51
Fullt nafn: Daníel Ásgeir Ólafsson
Bíltegund: MMC Pajero

S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá Benzi » 05.okt 2015, 23:35

Góða kvöldið.

Nú er ég með sorgarsögu sem mér langar að deila með ykkur í von um að það hringi einhverjum bjöllum.
Ég er með 2001 3,5 bensín Pajero.
Þannig er að það fór hjá mér bensíndæla, fékk hana hvergi á landinu þannig að hún var pöntuð að utan og tók mánuð að koma hingað og fór loksins í, ég hélt að ég væri loksins að fá bílinn aftur á götuna en það var eithvað annað sem hann hugsaði, hann startaði og gekk í smá stund trunntulega, ég ákvað að drepa á honum fyrst að allt væri í lagi meðan að ég myndi ganga almenilega frá götunum undir aftursætunum þar sem bensíndælan er.
Svo þegar að ég ætlaði aftur að setja í gang þá fór hann í gang, ég gat gefið honum inn smá og svo kokaði hann bara og drap á sér, þetta gerði ég svona 3 sinnum og nú tekur bíllinn ekki við sér, það er búið að fara yfir öll öryggi og relay sem ég sé, skipta um geymi, ath hvort að það komi bensín fram í húdd og það kom.
Þannig að í dag 5 okt fór hann í tölvu, ég man nú ekki hvað kóðinn heitir sem kom en það var allavegana eithvað sambandi við throttelbody, ég prufaði að taka plöggin við úr sambandi og ath hvort ég fengi straum þangað en ekkert kom, núna er ég að skipta um kerti, þaug voru orðin verulega ljót og eitt þeirra var alveg þurrt og 2 næstu voru bensínblaut plús olía á þeim, veit ekki alveg hvað það þýðir nákvæmlega er ekki komin lengra í að skipta, tók throttelboddyið frá áðan og það er kolbika svart á bakvið, ca ár síðan að ég þreif það, ætla að gera það aftur á morgun, klára skipta um kertin og vona, bara vona að einhvrjum detti eithvað í hug.
Það var búið að benda mér á að þetta gæti verið tölvan sem að' stjórnar throttlebodyinu sem væri ekki að senda réttar uppl en ég finn engan, ekki einusinni þá hjá Heklu til að segja mér nákvæmlega hvaða tölva það sé, eina sem mér datt í hug var þessi
https://www.google.is/search?q=MD366412 ... 45#imgrc=_

En endilega ef ykkur dettur bara eithvað í hug þá endilega komiði með það, ég hlusta á ALLT, ég er alveg að verða brjálaður....ALVEG

Kveðja einum illt í puttunum eftir að skrifa þetta.
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá biturk » 06.okt 2015, 00:24

Geturu reynt að muna kóðann eða lesa hann aftur
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Axel Jóhann
Innlegg: 179
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá Axel Jóhann » 06.okt 2015, 00:43

Sæll, ég lenti í einum svona um daginn með svipað vandamál, þú.talar um að hann fá bensín að.vél, en tókstu spíssana úr railinu? Mæli með því að þú.gerir það því það vill safnast drulla inní railinu og ofaní inntakið á spíssunum, endilega skoðaðu þetta, þykir ansi líklegt að þetta sé að orsaka vandamálið.


Kv Axel Jóhann
1997 Musso 2.9TDI á 38"
2005 Nissan Navara á 33"


Höfundur þráðar
Benzi
Innlegg: 19
Skráður: 05.maí 2013, 13:51
Fullt nafn: Daníel Ásgeir Ólafsson
Bíltegund: MMC Pajero

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá Benzi » 06.okt 2015, 00:46

Samkvænt reikningnum frá Heklu þá stendur á honum bilun á spjaldhúsi, ég verð að hringja á morgu og spyrja þá um að gefa mér upp kóðann.
Takk fyrir það Axel, geri það, þess virði að prufa allt.


Axel Jóhann
Innlegg: 179
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá Axel Jóhann » 06.okt 2015, 00:48

Ekki málið, ég er að vinna við að þjónusta þessa bíla og það eru ýmisleg vandamál sem geta komið upp, getur heyrt í mér ef það er eitthvað meira.
1997 Musso 2.9TDI á 38"
2005 Nissan Navara á 33"


Höfundur þráðar
Benzi
Innlegg: 19
Skráður: 05.maí 2013, 13:51
Fullt nafn: Daníel Ásgeir Ólafsson
Bíltegund: MMC Pajero

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá Benzi » 06.okt 2015, 01:14

Hvort ég mun, þakka þér kærlega fyrir það


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá sukkaturbo » 06.okt 2015, 07:22

sæll smá tillaga taktu trotelboddýið úr sambandi og prufaðu að setja í gang hafðu það ótengt


Höfundur þráðar
Benzi
Innlegg: 19
Skráður: 05.maí 2013, 13:51
Fullt nafn: Daníel Ásgeir Ólafsson
Bíltegund: MMC Pajero

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá Benzi » 06.okt 2015, 08:28

Prufa það, takk fyrir það


Höfundur þráðar
Benzi
Innlegg: 19
Skráður: 05.maí 2013, 13:51
Fullt nafn: Daníel Ásgeir Ólafsson
Bíltegund: MMC Pajero

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá Benzi » 06.okt 2015, 14:45

Prufaði að taka spjalhúsið/throttleboddy úr sambandi og virkaði ekki.
Næst verður tekið soggreinin af og spíssar og rail hreinsuð, nú er farið að hallast að því að það hafi komið skítur í síuna þar sem bensínið kemur inn á railið, að hann sé bara að fá of lítið bensín. En það verður að bíða í 3 vikur


olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá olei » 06.okt 2015, 16:04

Nú þekki ég ekki þessa bíla en ég mundi freistast til að mæla bensínþrýstinginn á græjunni. Oft er mælinippill á spíssa-railinu til þess. Ef hann er eðlilegur þar þá virkar nýja dælan allavega rétt og síur eru ekki til trafala; allavega til að ná bílnum í gang. Svo er ágæt hugmynd að skipta um kerti - þau geta geispað golunni við að blotna vel í bensíni.

Svo getur það gerst ef bílar standa mjög lengi (ár+) með nærri tóman tank að bensínið í þeim eyðileggst.

PS
Ef throotle body stýringin virkar ekki þá ætti bíllinn að ganga hægagang eftir sem áður. Opelinn minn fékk verk í TB dótið og maður gat bara ekkert gefið inn, en hann fór alltaf í gang og gekk ágætan hægagang m.v aldur og fyrri störf.


Höfundur þráðar
Benzi
Innlegg: 19
Skráður: 05.maí 2013, 13:51
Fullt nafn: Daníel Ásgeir Ólafsson
Bíltegund: MMC Pajero

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá Benzi » 26.nóv 2015, 08:28

Jæja, það fannst svosem ekkert sérstakt út úr þessu þannig að ég er að rífa bílinn niður í parta.


Axel Jóhann
Innlegg: 179
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá Axel Jóhann » 26.nóv 2015, 12:31

Tókstu spíssana ekku úr railinu?
1997 Musso 2.9TDI á 38"
2005 Nissan Navara á 33"


Höfundur þráðar
Benzi
Innlegg: 19
Skráður: 05.maí 2013, 13:51
Fullt nafn: Daníel Ásgeir Ólafsson
Bíltegund: MMC Pajero

Re: S.O.S-6G74 Throttlebody/bensín/rafmagn? PLÍs HJÁLP

Postfrá Benzi » 27.nóv 2015, 08:39

jú ég reif þetta allt í frumeindir, tók síur þarna í burtu áður en ég setti saman, fékk lánaða nýlega spíssa úr Montero en allt kom fyrir ekki og ekkert skeði frekar


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur