Hávaði í Pajero 2002


Höfundur þráðar
mobius
Innlegg: 32
Skráður: 05.des 2012, 09:12
Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee

Hávaði í Pajero 2002

Postfrá mobius » 07.jún 2015, 12:22

Sælir, var að lenda í því núna þegar ég fór heim úr vinninnu að þegar ég bakkaði þá heyrði ég bara brak og bresti, setti í D og fór af stað það var það sama, brak og brestir. Fór út á Vesturlandsveg mjög rólega en þegar ég fór upp fyrir 2000 snúninga þá hætti þetta og hann skipti sér eðlilega, svo gerðist þetta þegar ég var að fara út úr hringtorgunum.

Þegar ég kom heim í stæði þá prufaði ég að setja í bakk og hann bakkaði með braki, lét hann lulla rólega aftur á bak, erum að tala um hænufet þegar hann stoppar, gef honum aðeins inn, ekkert en svo tekur hann við sér og bakkar. Set hann í D og það er það sama.

Hef ekki orðið var við neitt í skiptingunni, ekkert snuð eða neitt þaðan, hefur skipt sér eðlilega og nóg á kassanum.

Hér er video

https://www.youtube.com/watch?v=WzUIpgeWvL0

Einhverjar hugmyndir hvað þetta gæti verið?



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hávaði í Pajero 2002

Postfrá Járni » 07.jún 2015, 13:14

Húrrandi blússandi ónýt hjólalega?
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
mobius
Innlegg: 32
Skráður: 05.des 2012, 09:12
Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee

Re: Hávaði í Pajero 2002

Postfrá mobius » 07.jún 2015, 13:50

Nei það held ég ekki, ég skipti um legur, stýrisenda, klossa og diska fyrir mánuði.


villtur
Innlegg: 24
Skráður: 06.jún 2010, 23:16
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: Hávaði í Pajero 2002

Postfrá villtur » 07.jún 2015, 14:18

Í öllum hjólum?

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hávaði í Pajero 2002

Postfrá Járni » 07.jún 2015, 17:01

Gæti jafnvel verið laus felga. "Tíðnin" á hljóðinu virðist amk benda á að snúningshraða á hjóli en ekki vél eða öðru sem snýst hraðar. Einfaldast og öruggast að tjakka upp og athuga hvert hjól sem fyrst.
Land Rover Defender 130 38"


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Hávaði í Pajero 2002

Postfrá Aparass » 07.jún 2015, 19:58

Það sem Járni sagði.
það er alveg eins og þú sért að missa dekk undan.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Hávaði í Pajero 2002

Postfrá Svenni30 » 07.jún 2015, 22:00

Minnir mig á óhljóð í patrol sem var með bilaðar drif lokur.
En þetta er samt sennilega eitthvað í hjólalegum eins og búið er að koma fram
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Hávaði í Pajero 2002

Postfrá svarti sambo » 07.jún 2015, 22:22

Það er líka spurning með legur í drifum.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
mobius
Innlegg: 32
Skráður: 05.des 2012, 09:12
Fullt nafn: Hilmir Kolbeins
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee

Re: Hávaði í Pajero 2002

Postfrá mobius » 12.jún 2015, 21:17

Komin dómur, millikassinn farinn.


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir