Síða 1 af 1
Farin tímareim í gömlum L 200
Posted: 08.jan 2011, 16:07
frá Grétar
Það fór tímareim í mótor úr gömlum L 200 ´93 árgerð (túrbínulaus). Er einhver hér sem veit hvort mótorinn skemmist við það, eða er bara nóg að setja nýja tímareim. Bíllinn gekk hægagang þegar reimin fór, og startarinn snýr mótornum létt og án óeðlilegra hljóða.
Re: Farin tímareim í gömlum L 200
Posted: 08.jan 2011, 16:28
frá Stebbi
Settu á hann nýja reim og prufaðu að snúa honum, þú skemmir allavegna ekki meira með því en komið er. Það er ekkert gefið hvort hann hafi beygt ventla, allt spurning um hvar í hringnum hann var þegar reimin slitnaði.
Re: Farin tímareim í gömlum L 200
Posted: 09.jan 2011, 02:22
frá naffok
Kippa ventlalokinu af, það er lítið mál, þetta skeði einu sinni hjá mér á pafero ( væntanlega sama vél ef þetta er dísel ) og þá braut hann tvo rokkerarma. Skipti um þá og setti nýja tímareim og allt var í lagi á eftir. Það hlýtur hinsvegar að þýða að hann slái saman.
Kv Beggi
Re: Farin tímareim í gömlum L 200
Posted: 23.jan 2011, 16:15
frá Grétar
Jæja, ég kippti ventlalokinu af, og það var einn rokkerarmur brotinn. Ég átti í rusli ónýtan mótor sem ég gat notað úr, og skipti um alla armana. Og gat sannfært eiganda bílsins um að kaupa tímareimar, mótorinn væri sennilega í lagi. Svo skrúfaði ég saman og setti í gang og allt er í fína lagi. :)