Síða 1 af 1

Drifloka læsist ekki. (Enn ein byrjendaspurning)

Posted: 08.des 2014, 11:59
frá jonr
Ég var að nota framdrifið í fyrsta sinn í snjónum í vetur og fannst eitthvað skrýtið, fann bara engan mun á 2WD og 4WD, þegar ég fór að skoða þetta betur, þá virðist sem driflokan öðrum megin læsist ekki. Ég er búinn að reyna þetta venjulega, læsa/aflæsa, keyra aftur á bak og áfram en hún virðist bara ekki grípa í.

Þetta er 1990 Pajero með manual lokum. Ef ég fer að rífa þetta í sundur, hvað er það sem ég á að horfa eftir? Getur verið að það sé of lítil eða of mikil feiti þarna? Þetta var rifið í sundur í sumar til að skipta um öxulhosu. Og þetta verður að virka, annars gæti ég alveg eins fengið mér Yaris :P

Re: Drifloka læsist ekki. (Enn ein byrjendaspurning)

Posted: 08.des 2014, 13:06
frá snöfli
Trúlega vatn eða vatn í feiti sem frýs. Opna og þrífa upp og setja saman aftur með nýrri feiti.

Sumir vilja blanda gírolíu og feiti.

Gott að eiga vara loku líka og sexkantana sem þarf til að skipta.

l.

Re: Drifloka læsist ekki. (Enn ein byrjendaspurning)

Posted: 08.des 2014, 18:22
frá jeepcj7
Það er alveg hægt að setja svona loku vitlaust saman þannig að hún fari ekki á og eiginlega öruggt að það hefur verið gert því þetta eins og annað í pajero bara bilar ekki. ;O)

Re: Drifloka læsist ekki. (Enn ein byrjendaspurning)

Posted: 09.des 2014, 00:00
frá Stebbi
Mundu áður en þú setur saman að þrífa allt eins og punginn á þér fyrir sveitaball og smyrja bara örþunnu lagi á alla snertifleti. Algengasta vesen á svona lokum er að einhver gúbbi hefur smekk fyllt hana af koppafeiti og öðru ógeði, ef það er gert þá getur ekkert hreyfst inní lokuni eða á mjög erfitt með það.

Re: Drifloka læsist ekki. (Enn ein byrjendaspurning)

Posted: 09.des 2014, 00:10
frá villi58
Of mikil feiti og af vitlausri þykkt getur valdið svona.