Drifloka læsist ekki. (Enn ein byrjendaspurning)
Posted: 08.des 2014, 11:59
Ég var að nota framdrifið í fyrsta sinn í snjónum í vetur og fannst eitthvað skrýtið, fann bara engan mun á 2WD og 4WD, þegar ég fór að skoða þetta betur, þá virðist sem driflokan öðrum megin læsist ekki. Ég er búinn að reyna þetta venjulega, læsa/aflæsa, keyra aftur á bak og áfram en hún virðist bara ekki grípa í.
Þetta er 1990 Pajero með manual lokum. Ef ég fer að rífa þetta í sundur, hvað er það sem ég á að horfa eftir? Getur verið að það sé of lítil eða of mikil feiti þarna? Þetta var rifið í sundur í sumar til að skipta um öxulhosu. Og þetta verður að virka, annars gæti ég alveg eins fengið mér Yaris :P
Þetta er 1990 Pajero með manual lokum. Ef ég fer að rífa þetta í sundur, hvað er það sem ég á að horfa eftir? Getur verið að það sé of lítil eða of mikil feiti þarna? Þetta var rifið í sundur í sumar til að skipta um öxulhosu. Og þetta verður að virka, annars gæti ég alveg eins fengið mér Yaris :P