MMC Pajero 88 árgerð


Höfundur þráðar
Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

MMC Pajero 88 árgerð

Postfrá Ingójp » 09.des 2010, 04:23

Sælir piltar verslaði mér pajero 88 árgerð jólin 2008 hef ekkert notað hann svosem en hef verið að gæla mér við að setja í gang og það eru nokkrir hlutir að angra þann gamla

1. Stýrismaskínan lekur búinn að rífa hana úr vitið þið um einhvern sem selur pakkningasett í þetta eða einhvern sem gerir þetta fyrir mig

2. Setti hann í gang í sumar með nýjum vatnskassa lofttæmdi og allt svo allt í einu gufustrókur vatnskassinn sprunginn að ofan? Ég er að skjóta á vatnslás hefur staðið á sér þar sem bíllinn hafði ekki fengið að fara í gang lengi lengi. Ég er ekki með þennan mótor á hreinu veit ekki einu sinni hvar vatnslásinn er ætla mér að skipta um hann áður en ég hendi öðrum kassa í hann meira peningavítið þessu gömlu

Svo í húddinu eru 2 rafgeymar jörðin á geyminum farþegamegin er laus og sé ekkert hvar hún ætti að vera er einhver hérna sem á svona forngrip og gæti sagt mér til um það




Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: MMC Pajero 88 árgerð

Postfrá Jens Líndal » 09.des 2010, 09:07

Það væri voða fínt að gefa okkur upplýsingar um til dæmis hvaða vél er í honum, 4 cyl bensín, V6 bensín eða 2.5 díesel.


Höfundur þráðar
Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: MMC Pajero 88 árgerð

Postfrá Ingójp » 10.des 2010, 05:57

Aulinn ég 4D56 2.5 diesel steingleymdi því

User avatar

joisnaer
Innlegg: 483
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: MMC Pajero 88 árgerð

Postfrá joisnaer » 10.des 2010, 12:00

einhvernveginn rámar mig í það að jörðin sé bara boltuð einhverstaðar í vélarúmið.
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: MMC Pajero 88 árgerð

Postfrá Izan » 10.des 2010, 12:14

Sæll

Ef þú ert 100% viss um að það sé - sem er laus skaltu botla hana í bodýið einhversstaðar og tengja jafnvel annan vír frá þeim bolta yfir í vél, sverann skratta, nema það sé 24V start eða eitthvað 24V kerfi sem ég efast stórlega að sé um að ræða í 12 ára gamalli Pæju.

Í sambandi við vatnskerfið hjá þér þá myndi ég athuga haumgæfilega tappann á vatnskassann. Hann á að opna yfir í yfirfallstankinn eitthvað áður en vatnskassinn springur. En ég skil ekki af hverju svona mikill þrýstingur eða hiti myndast, var kassinn alveg tómur þegar þú helltir vatninu á hann og mótorinn búinn að ganga lengi? Ég geri þetta oft svona að fylla vatnskerfið upp í stút og kreista slöngurnar af og til, set svo í gang og bæti við því sem uppá vantar.

Þá dettur mér í hug hvort heddið eða heddpakkning sé að fara því að þannig færðu verulega aukinn þrýsting inn á vatnskerfið, en í öllu falli ætti yfirfallskúturinn að taka við býsna miklu.

Kv Jón Garðar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: MMC Pajero 88 árgerð

Postfrá Stebbi » 11.des 2010, 16:52

Izan wrote:Sæll

Ef þú ert 100% viss um að það sé - sem er laus skaltu botla hana í bodýið einhversstaðar og tengja jafnvel annan vír frá þeim bolta yfir í vél, sverann skratta, nema það sé 24V start eða eitthvað 24V kerfi sem ég efast stórlega að sé um að ræða í 12 ára gamalli Pæju.


Mínus póllinn fer á vélarblokkina neðarlega minnir mig, og ef að '88 pæja er bara 12 ára þá mæli ég með að menn taki allt sparifé og komi því fyrir aflandsreikningum og taki alls ekki gjaldeyrislán í framtíðini því að 2008 þá fer allt í skít. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: MMC Pajero 88 árgerð

Postfrá Ingójp » 12.des 2010, 10:57

Izan wrote:Sæll

Ef þú ert 100% viss um að það sé - sem er laus skaltu botla hana í bodýið einhversstaðar og tengja jafnvel annan vír frá þeim bolta yfir í vél, sverann skratta, nema það sé 24V start eða eitthvað 24V kerfi sem ég efast stórlega að sé um að ræða í 12 ára gamalli Pæju.

Í sambandi við vatnskerfið hjá þér þá myndi ég athuga haumgæfilega tappann á vatnskassann. Hann á að opna yfir í yfirfallstankinn eitthvað áður en vatnskassinn springur. En ég skil ekki af hverju svona mikill þrýstingur eða hiti myndast, var kassinn alveg tómur þegar þú helltir vatninu á hann og mótorinn búinn að ganga lengi? Ég geri þetta oft svona að fylla vatnskerfið upp í stút og kreista slöngurnar af og til, set svo í gang og bæti við því sem uppá vantar.

Þá dettur mér í hug hvort heddið eða heddpakkning sé að fara því að þannig færðu verulega aukinn þrýsting inn á vatnskerfið, en í öllu falli ætti yfirfallskúturinn að taka við býsna miklu.

Kv Jón Garðar



Sæll þetta þetta er eflaust kappallinn sem á að fara í blokkina. Hafði ekki skoðað bílinn lengi áður en ég setti þennan póst inn það kemur jörð úr geymi yfir í boddý. Varðandi kassann þá var hann galtómur enda splunkunýr ásamt splunku nýjum tappa. Ég fyllti á kreysti slöngur leyfði bílnum að hitna notaði drainið neðan á kassanum var með miðstöðinu á fullu inní bíl bætti á aftur bílinn keyrði ég úr hafnarfirði-grafarvog-skeifan-grafarvogur bara nokkrum metrum frá húsinu gufa og ég rann í hlað bíllinn hitnaði aldrei neitt. En ég man að hitamælarinn fór aldrei ofar en 1/4 hvort það sé eðlilegt í þessum pæjum veit ég ekki er með einn terracan líka sama saga þar.

Um að gera að vera pínu góður við þetta gamla flak þar sem mótorinn er einungis keyrður 40.000-50.000 og kassinn undir 90.000


Höfundur þráðar
Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: MMC Pajero 88 árgerð

Postfrá Ingójp » 12.des 2010, 14:14

Ég þakka aðstoðina drengir kannski pirringur en þessi stefnir hratt í hringrás hehe

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: MMC Pajero 88 árgerð

Postfrá HaffiTopp » 12.des 2010, 18:27

..


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir