Síða 1 af 1

Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 25.sep 2014, 15:03
frá palljokull
Kannski er einhver hér sem getur bent mér á trúlega skýringu í þessu dæmi:

Skipt var um öll glóðarkerti í bílnum fyrir sirka þremur vikum, og það kom í ljós að þau voru öll ónýt við mælingu, enda var bíllinn búin að vera mjög erfiður í gang í köldu veðri. Bíllinn lagaðist við þetta og startaði kaldur á 1-2 sek eftir að ég hafði hitað hann í nokkrar sek. Nú brá svo við að fyrir nokkrum dögum byrjaði þetta vandamál aftur, ég þurfti að starta í 20-30 sek áður en bíllinn fór í gang (á morgnanna) og þessu fylgdi heilmikill grár reykur þegar hann fór í gang.
Ég tók eftir því að ljósið fyrir glóðarkertin kviknar bara stundum eftir að þetta byrjaði aftur.

Hvað getur þetta verið?

Kv.
Páll Jökull

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 26.sep 2014, 08:14
frá jongud
Nú þarf greinilega að mæla glóðarkertin aftur, og ef þau eru af réttri gerð (athuga það) og einhver farin þá er líklega eitthvað að glóðarkertaheilanum. Einhversstaðar hef ég lesið að ef þeir bila á ákveðin hátt þá geti þeir steikt glóðarkerti.

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 26.sep 2014, 10:30
frá muggur
Sæll
Las einhverstaðar að Pæjan vildi bara orginal kerti. Aftermarket dyggði vanalega fremur stutt, jafnvel eins og þú ert að lýsa. Mikið um svona krankleika inni á Breska pajero-spjallinu (http://www.pocuk.com/forums/).

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 26.sep 2014, 10:39
frá svarti sambo
Það er líka spurning með hitanemann, sem segir til um það hvort að vélin þurfi kertin eða ekki.

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 26.sep 2014, 11:15
frá palljokull
Ég fór í gærkvöld með bílinn og skildi hann eftir fyrir utan verkstæði bróður míns og hann tók þetta allt og mældi og tékkaði. Kertin voru í lagi og heilinn líka, þannig að þá var kafað dýpra. Kom svo loks í ljós að öryggið hafði verið fyrri eiganda til vandræða svo að hann tók sig til og lóðaði saman vírinn í því, en hann var brotin frá öðrum megin. Sem betur fer var til rétt 80amp öryggi sem þarf í þetta og nú virkar allt eins og það á að gera. Takk fyrir ábendingarnar, kannski getur þessi póstur orðið einhverjum til gagns :)

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt start

Posted: 29.nóv 2014, 17:44
frá palljokull
Jæja, best að halda þessari framhaldssögu gangandi.
Nú var bíllinn búinn að vera til friðs í nokkurn tíma, glóðarkertin að virka en svo einn daginn í október fór ný atburðarás af stað. Ég kom bílnum með erfiðleikum í gang einn daginn, ekkert frost eða neitt slíkt, glóðarkertin virkuðu eftir ljósinu að dæma. Þegar bíllinn var kominn í gang þá gekk hann skrykkjótt og þungt, náði ekki upp snúningi og aftur úr honum kom gráblár reykur. Eftir smá stund drap hann á sér og ég reyndi aftur að starta, þurfti að starta í 10-15 sek. þar til hann fór í gang aftur og allt við það sama, hökt og gráblár reykur. Ég ákvað að reyna ekki meira og lét flytja bílinn á verkstæði þar sem spíssarnir voru teknir út og sendir í hreinsun, Nokkrum dögum seinna voru þeir settir í aftur og auk þess nýjar þéttingar. Bíllinn í fínu lagi, dettur í gang um leið, hvort sem er í kulda eða ekki.

Nú líða 2-3 vikur og ég bara orðinn nokkuð ánægður, ekki eins stressaður og ég var með að verða einhvers staðar strandaglópur með bíl sem ekki færi í gang, en þá gerist þetta aftur. Ég hafði tekið eftir því í nokkra daga að ef ég skrapp út í búð til að kaupa í matinn eða eitthvað slíkt og stoppaði 10-15 mínútur, þá þurfti ég að starta lengur en eðlilegt gæti talist með heitan mótorinn, 5-10 snúningar á startaranum, áður en hann fór í gang. Einn daginn náði ég honum ekki í gang (glóðarkertin í lagi skv. ljósinu) og ég fékk verkstæðismenn til að koma á staðinn og sjá hvað þeir gætu gert. Þeir komu bílnum í gang með því að nota handdæluna ofan á olíusíunni. Það virtist sem bíllinn væri að draga loft einhvers staðar. Nú var skipt um tvær slöngur sem liggja að og frá olíusíunni (veit ekki hversu langt aftur) en það var metið að lögnin aftur í tank væri í lagi. Þetta var prófað í tvo daga af starfsmönnum verkstæðisins, bíllinn notaður í snatt hjá þeim og settur í gang reglulega þessa daga og ekki bar neitt á neinu, enda var bíllinn sagður í lagi eftir það.

Í morgun fór ég á bílnum á námskeið klukkan 09 og hann rauk í gang á fyrsta snúningi eftir nóttina, glóðarkerta ljósið logaði, slokknaði og ég beið 4-5 sek þar til ég startaði og allt í fína. Í hádeginu kl. 12 fer ég heim í hádegismat og ætla til baka kl. 13, en þá var sama sagan, bíllinn fór ekki auðveldlega í gang, þurfti að starta í 15-20 sek áður en hann tók við sér og gekk þá skrykkjótt og reykti ... sömu einkenni og áður.

Ég hef heyrt um draugagang í bílum en aldrei upplifað það sjálfur, því það er engu líkara en þetta sé svona random óútskýranlegar bilanir sem ég er að upplifa og er orðinn dj.... hvekktur á þessu. Er einhver sem getur gefið mér skýringu???

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 29.nóv 2014, 17:50
frá Stebbi
Hefurðu fylgst með því hvort að þetta gerist frekar þegar það er lítið á tanknum. Það væri ekki vitlaus hugmynd að taka pickupið úr tanknum og skoða hvort það geti verið gat á því, eins að skoða vel rörin sem slöngurnar fara uppá ofaná tanknum, þau eru gjörn á að ryðga í þetta gömlum bílum.

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 29.nóv 2014, 18:47
frá palljokull
Stebbi wrote:Hefurðu fylgst með því hvort að þetta gerist frekar þegar það er lítið á tanknum. Það væri ekki vitlaus hugmynd að taka pickupið úr tanknum og skoða hvort það geti verið gat á því, eins að skoða vel rörin sem slöngurnar fara uppá ofaná tanknum, þau eru gjörn á að ryðga í þetta gömlum bílum.

Tankurinn var hálfur núna síðast (í morgun), en þar áður var lítið á tanknum. Takk fyrir ábendinguna, skoða þetta.

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 29.nóv 2014, 21:33
frá grimur
Hefur eitthvað borið á kraftleysi á snúning undir miklu álagi?
Ef svo er gæti þetta verið vírsía á olíuverkinu.
Ég lenti líka í þvi að einhvert drasl stíflaði pikkuppið í tanknum á Galloper, blés úr lögninni og bar ekki meir á því.
Ný olíusía er líka atriði.
Svo gæti þetta verið lúmskt gat á lögn, eða slöngu, sem opnast bara í ákveðinni stöðu einhvern veginn.
Erfiðar bilanir svona sem koma og fara.

Kv
G

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 30.nóv 2014, 00:08
frá palljokull
grimur wrote:Hefur eitthvað borið á kraftleysi á snúning undir miklu álagi?
Ef svo er gæti þetta verið vírsía á olíuverkinu.
Ég lenti líka í þvi að einhvert drasl stíflaði pikkuppið í tanknum á Galloper, blés úr lögninni og bar ekki meir á því.
Ný olíusía er líka atriði.
Svo gæti þetta verið lúmskt gat á lögn, eða slöngu, sem opnast bara í ákveðinni stöðu einhvern veginn.
Erfiðar bilanir svona sem koma og fara.

Kv
G

Búið að skipta um olíusíu en veit ekki um vírsíuna sem þú nefnir Grímur. Ég kannast ekki við kraftleysi eins og þú lýsir, en það getur svosem verið að það hafi alltaf verið, er búinn að eiga bílinn í rúmt ár. Já, þetta er stressandi vesen, að vita ekki hvort maður kemst heim á bílnum ef maður skreppur eitthvert.

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 30.nóv 2014, 18:02
frá palljokull
Gangtruflanir - framhald:
Í dag fór ég út að aka og bíllinn fór í gang eftir 15-20 sek start, gekk skrykkjótt fyrstu 4-5 sek og náði sér þá upp á snúning. Af fyrri reynslu beið ég inni á bílastæðinu og lét vélina snúast á 2000 snúningum og eftir smá stund var komið eðlilegt hljóð í vélina, slakaði þá á eftir svo sem hálfa mínútu og ég beið með bílinn í hægagangi. Sirka hálfri mínútu eftir það byrjaði vélin að hökta aftur og drap á sér. Ég náði honum í gang aftur og endurtók ferlið og nú gekk hann ótruflaður og ég hélt mína leið. Hmmmmm.....?????

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 02.des 2014, 07:15
frá GBBs
Reyndu Cahmpion kerti fást hjá Kistufelli Tangarhöfða13. Var með þau 2800 disel
Þó ljósið kvikni er lítið að marka það
Bíddu eftir tikk hljóði það kemur þa er hann tilbúinn í start.
Kveðja GBBs

Re: Pajero 2.8 TDi 1998 - erfitt kaldstart

Posted: 09.des 2014, 00:47
frá palljokull
Nú er komin lausn á mínu vandamáli eftir ýmsar pælingar og tilraunir. Búið er að yfirfara alla lögnina aftur í tank og allt í góðu lagi þar. Málið er að dælan í olíuverkinu virðist eiga erfitt með að halda uppi þrýstingi og var þess vegna sett rafmagnsdæla (bensíndæla) á milli olíuverksins og hráolíusíunnar og hún tengd við svissinn. Nú svissa ég á og heyri kurrið í dælunni þar sem hún byrjar að byggja upp þrýsting á meðan nýju glóðarkertin vinna sína vinnu og nokkrum sek. eftir að glóðarkertaljósið sloknar þá starta ég og bíllinn dettur í gang á fyrsta snúningi án þess að ég standi á olíugjöfinni og gengur eðlilega frá upphafi. Vonandi getur þetta hjálpað einhverjum sem eru í svipuðum vandræðum.