Síða 1 af 1
Pajero 1996 snúningshraðamælir?
Posted: 07.sep 2014, 13:03
frá sjonniv
Er með Pajero 1996, snúningshraðamælir virkar ekki, einhverjar hugmyndir hvernig maður gerir við svoleiðis?
Re: Pajero 1996 snúningshraðamælir?
Posted: 07.sep 2014, 21:19
frá Aparass
Bensín/Diesel ?
Re: Pajero 1996 snúningshraðamælir?
Posted: 09.sep 2014, 09:46
frá muggur
Geri ráð fyrir að þetta sé MkII dísel. Virðist sem að Englendingar eigi í þessu veseni líka sbr:
http://www.pocuk.com/forums/viewtopic.php?t=156335&highlight=rev+counter+fix
Re: Pajero 1996 snúningshraðamælir?
Posted: 09.sep 2014, 15:00
frá Stebbi
Hjá mér var þetta sambandsleysi í vírnum sem liggur frá pickupinu í mælaborðið, hann fór í sundur í lúminu ca. 20-30cm frá olíuverki ofaná vélini.
Re: Pajero 1996 snúningshraðamælir?
Posted: 09.sep 2014, 20:12
frá JeepKing
Þetta var mælaborðið í mínum 2.8 bíl.. fékk úr öðrum bíl og þá var ég góður...
en ég var búinn að leita fyrst í húddinu.. pikkupinn er á milli olíuverks og vélar vont að sjá en sést...
það eru frá honum 2 vírar í hvítt tengi aftaná olíuverkinu...(sumir hafa þurft að djöflast í því)
úr þessu tengi eru 2 vírar svartur og hvítur þessi svarti fer beint í jörð undir skrúfu.. en þessi hvíti fer í 5-6 víra tengi (svart) neðarlega við oíuverkið..
þar ættiru að geta óm mælt þennan hvíta og við jörð hann á að um 1.5 óm eða eitthvað..
úr svarta tenginu er hann hvítur með bláa rönd og er þannig bak við mælaborðið líka. í hvítu tengi hægramegin að ofan.. ættir að geta séð hvar hann liggur í prentplötunni og undir þessa skrúfu.. ættir að geta mælt hann þar hvort hann sé í sundur eða leiðir út...
Ef þetta er allt í lagi þá er þetta örugglega eitthvað í mælaborðinu, sá ekkert að mínu þannig að ég skipti bara um.. en ættli það sé þá ekki þetta sem muggur var að deila...
vona að þetta hjálpi..
Re: Pajero 1996 snúningshraðamælir?
Posted: 10.sep 2014, 00:35
frá Hr.Cummins
Þekki einn... hraðamælir og snúningsmælir dauðir.... er það ekki þá bara mælaborð :?:
Re: Pajero 1996 snúningshraðamælir?
Posted: 10.sep 2014, 10:35
frá JeepKing
Hefði haldið að þetta væri sitthvort vandamálið.. en jú það væri auðveldast að prófa annað mælaborð..
Re: Pajero 1996 snúningshraðamælir?
Posted: 10.sep 2014, 13:36
frá sjonniv
Takk fyrir þetta.