Síða 1 af 1

Spindilkúlur

Posted: 13.jún 2014, 10:56
frá muggur
Sælir,
Jæja nú er spindilkúlan að neðan hægra megin farin í Pajeronum hjá mér. Gerði smá verðkönnun:

Hekla 16000 (orginal, en ekki til á lager)
Hekla 8300
AB-varahlutir 5800
Bílanaust 6442
Stilling 8923/7998

Spurning til ykkar. Nú skipti ég um þessa kúlu í Ágúst 2011 og er búinn að keyra tæplega 20 þús km, sú kúla var keypt í Stillingu. Er þetta eðlilegt slit fyrir bíl á 33 tommum? Það er svosem aðeins búið að keyra hann á möl en ekki mikið.

kv. Muggur

Re: Spindilkúlur

Posted: 13.jún 2014, 13:25
frá Tómas Þröstur
Hvað dugði orginal kúlan lengi ? Ég er með evrópu Ford Ranger 33" Einstaka sinnum 38" Hann er nú ekin 253.000 nýkominn úr skoðun og ennþá sömu spindilkúlur og stýrisendar og þegar bíllinn kom nýr.

Re: Spindilkúlur

Posted: 13.jún 2014, 16:47
frá muggur
Góður punktur. Maður ætti kannski bara að splæsa í orginal og 'gleyma' þessu í c.a. 10 ár.
Kv. Muggur

Re: Spindilkúlur

Posted: 13.jún 2014, 17:00
frá Óskar - Einfari
Hilux 2007 árgerð hefur mest verið keyrður á 38" og síðan 35" sumardekkjum. Keyrður 165þ og mikið í torfærum, erfiðum slóðum og vetrarferðum......... aldrei skipt um spindilkúlur.

Finnst 20þ km á spindilkúlu á 33" 2-2,5t bíl sem er ekki keyrðu mikið á möl aaaaaalltof stutt, jafnvel fyrir helmingsverðmun!