Spindilkúlur

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Spindilkúlur

Postfrá muggur » 13.jún 2014, 10:56

Sælir,
Jæja nú er spindilkúlan að neðan hægra megin farin í Pajeronum hjá mér. Gerði smá verðkönnun:

Hekla 16000 (orginal, en ekki til á lager)
Hekla 8300
AB-varahlutir 5800
Bílanaust 6442
Stilling 8923/7998

Spurning til ykkar. Nú skipti ég um þessa kúlu í Ágúst 2011 og er búinn að keyra tæplega 20 þús km, sú kúla var keypt í Stillingu. Er þetta eðlilegt slit fyrir bíl á 33 tommum? Það er svosem aðeins búið að keyra hann á möl en ekki mikið.

kv. Muggur


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Spindilkúlur

Postfrá Tómas Þröstur » 13.jún 2014, 13:25

Hvað dugði orginal kúlan lengi ? Ég er með evrópu Ford Ranger 33" Einstaka sinnum 38" Hann er nú ekin 253.000 nýkominn úr skoðun og ennþá sömu spindilkúlur og stýrisendar og þegar bíllinn kom nýr.

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Spindilkúlur

Postfrá muggur » 13.jún 2014, 16:47

Góður punktur. Maður ætti kannski bara að splæsa í orginal og 'gleyma' þessu í c.a. 10 ár.
Kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Spindilkúlur

Postfrá Óskar - Einfari » 13.jún 2014, 17:00

Hilux 2007 árgerð hefur mest verið keyrður á 38" og síðan 35" sumardekkjum. Keyrður 165þ og mikið í torfærum, erfiðum slóðum og vetrarferðum......... aldrei skipt um spindilkúlur.

Finnst 20þ km á spindilkúlu á 33" 2-2,5t bíl sem er ekki keyrðu mikið á möl aaaaaalltof stutt, jafnvel fyrir helmingsverðmun!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir