Síða 1 af 1
Demparar í Pajero 98
Posted: 18.mar 2014, 16:51
frá muggur
Sælir þið sem all vitið.
Nú er annar afturdemparinn á Pajeronum mínum farinn að leka. Skilst að orginal með rafmagns-stillingunum séu mjög dýrir og vart réttlætanlegt að kaupa nýja svoleiðis. Hvað hafa menn verið að taka í þessa bíla? Rétt að taka fram að bíllinn er á 33 tommu dekkjum og er hættur að stækka nema þá í mesta lagi í 35 tommu.
Þetta er v6 3L 24v langur árgerð 1998.
Kv Muggur
Re: Demparar í Pajero 98
Posted: 18.mar 2014, 17:04
frá Jóhann
Á til einn svona dempara á að vera í lagi færð hann á 8000
Re: Demparar í Pajero 98
Posted: 19.mar 2014, 12:03
frá muggur
Enginn med hugmynd um hvar er best ad kaupa dempara? Er half illa vid ad setja notada i hann tho svo ad thad gaeti verid skit-redding.
kv. Muggur
Re: Demparar í Pajero 98
Posted: 19.mar 2014, 12:47
frá khs
Ég er með eins bíl og keypti mína í Stillingu og eru frá KYB. Kostuðu um 10þ krónur stykkið.
Re: Demparar í Pajero 98
Posted: 19.mar 2014, 12:51
frá Jóhann
Þetta er stillanlegur dempari færð þá ekki í stillingu
Re: Demparar í Pajero 98
Posted: 19.mar 2014, 14:09
frá muggur
Takk fyrir þetta Kristinn.
Já Jóhann ég geri mér grein fyrir því að stillingar-demparinn er ekki stillanlegur. Þessi stillanleiki er mjög skemmtilegur fítus sem ég mun þá sakna.
En valið stendur þá milli þess að kaupa nýtt dempara par á milli 20 og 30 þús eða nýja orginal á um 160 þús (ekki búinn að hringja í Heklu en hef heyrt þessa tölu) þá get ég lifað án þessara stillinga. Hinn möguleikinn er að kaupa notað, en þeir demparar eru allir orðnir a.m.k. 14 ára gamlir og flestir úr bílum sem keyrðir eru um og yfir 200 þús. km. Svo ég myndi álíta að slíkt væri bara til að redda sér í gegnum skoðun og kannski út næsta sumar.
kv. Muggur
Re: Demparar í Pajero 98
Posted: 24.mar 2014, 14:12
frá muggur
Endaði með að kaupa KYB dempara frá Stillingu, kostuðu 20 þús kall parið. Ekkert mál að skipta þessu út nema að neðri boltarna þurfti ég að saga í sundur með járnsög. Held ég fái mér slípirokk næst þegar ég fer í svona æfingar.
Finnst bíllinn allt annar í akstri og betri í stýrinu. Getur það verið eða er þetta bara sálrænt, svona líkt og áhrif HiClone?
kv. Muggur
Re: Demparar í Pajero 98
Posted: 24.mar 2014, 14:48
frá jongud
muggur wrote:Endaði með að kaupa KYB dempara frá Stillingu, kostuðu 20 þús kall parið. Ekkert mál að skipta þessu út nema að neðri boltarna þurfti ég að saga í sundur með járnsög. Held ég fái mér slípirokk næst þegar ég fer í svona æfingar.
Finnst bíllinn allt annar í akstri og betri í stýrinu. Getur það verið eða er þetta bara sálrænt, svona líkt og áhrif HiClone?
kv. Muggur
Alls ekki, demparar hafa nefnilega alveg gríðarleg áhrif á aksturseiginleika, mun meiri en margir halda. Þeir hafa líka töluverð áhrif á stöðvunarvegalengd.
Re: Demparar í Pajero 98
Posted: 24.mar 2014, 17:58
frá Stebbi
muggur wrote:Endaði með að kaupa KYB dempara frá Stillingu, kostuðu 20 þús kall parið.
KYB eru flottir demparar og komu orginal í Gen2 Pajero á meðan þeir voru framleiddir.