Síða 1 af 1

montero 3.5l röðun á kveikjuþráðum.

Posted: 21.feb 2014, 21:02
frá íbbi
henti mér í kertaskipti og ventlalokspakningar úti á bílastæði í blíðuni undanfarna daga, sem er búið að vera æðislegt.


er að henda þessu aftur saman, og er að setja þræðina og keflin í.
ég náði mér í wiring diagram uppröðina, og þegar ég sá hana minnti mig nú að þeir hefðu ekki verið í þessari röð. og gúglaði því meira og fann tvær myndir í viðbót.

tvær þeirra koma eftir leitarvélum fyrir 2002 montero 3.5l, og eru ekki eins og hvor önnur
en ein þeirra er svo gefinn upp fyrir 03+ sem er með "öðrum" mótor. en hún er hinsvegar eins og mig minnti að þetta hafi verið í bílnum

man einhver eða veit hvernig þetta er, eða kemst í traustar tekningar, wis eða eitthvað slíkt, nenni eiginlega ekki að bíða með að setja þetta saman þangað til eftir helgi :)

Re: montero 3.5l röðun á kveikjuþráðum.

Posted: 22.feb 2014, 14:31
frá Stebbi
Er ekki vélin sem kemur 2003 bara 3.8L vélin.

Fullt af þessu á Google ef þú leitar að 'Mitsubishi 6G74 firing order".

Image

Re: montero 3.5l röðun á kveikjuþráðum.

Posted: 23.feb 2014, 23:04
frá íbbi
3.8l vélin heitir 6g75 og kemur jú einmitt 03, ég er með 6g74

já það er fullt af myndum af þessu á google. þessi sem þú kemur með, og allavega 3 aðrar sem ég fann, og það fyrir 3.5l með 3 háspennukeflum,
það sem var hinsvegar að angra mig var að allar þessar myndir (fyrir utan að vera ekki eins og hvor önnur) sögðu röðunina öðruvísi en mig minnti að þetta hafi verið fyrir, myndin sem þú póstar er ein þeirra.

ég fór í dag og kíkti í húddið á öðrum montero og það var akkurat eins og mig minnti að þetta hefði verið, og því allar myndirnar sem ég fékk rangar. bíllinn er kominn í gang

röðunin á myndini sem þú póstar er einmitt röng, rétt er 5.2-1.4-3.6