Síða 1 af 1

er í veseni með viftureim l200

Posted: 28.okt 2010, 00:20
frá elvarö
sælir ég er í veseni með viftureim í l200 þannig er það að hún vælir alltaf eða bara sníst við þetta er vökvastýris reimin hafa menn einhvað verið að lenda í þessu á þessum bílum keipti meiri segja orginal mmc reym á rúma 5000 kall en hvað haldiði hún snérist bara við og vað ónýt á 10 mín er einhvað hægt að færa dæluna framm og aftur mér finnst eins og afstaðan sé ekki rétt ????????????? kveðja Elvar Ö

Re: er í veseni með viftureim l200

Posted: 28.okt 2010, 14:19
frá Ingólfur
Ég var í basli með þetta hjá mér. Endaði með að fara með hann til snorra í SS,Gíslason. Og hann reddaði þessu. Veit ekki hvað hann gerði.
Kv Ingólfur

Re: er í veseni með viftureim l200

Posted: 28.okt 2010, 14:29
frá hobo
Þú getur kannað afstöðuna með hallamáli eða einhverri réttskeið, leggur skeiðina á trissuhjólið á vélinni, þá á það að leggjast eins á stýrisdælu hjólið.
Annars hljómar þetta eins og stýrisdælan sé eitthvað stíf, þær eiga að snúast auðveldlega.
Svo er bara að reimin sé ekki of laus á. Reglan er sú að ef þrýst er á reimina á hún að gefa eftir um puttabreidd.
Vandamálið hlýtur bara að vera eitthvað af þessu, þá aðallega seinni tvö atriðin

Re: er í veseni með viftureim l200

Posted: 29.okt 2010, 09:14
frá Járni
Er í lagi með trissuhjólið á sveifarásnum? Í því er dempari, þ.e.a.s. innri trissan situr á gúmmífóðringu og vill hún rifna. Athugaðu það.