Síða 1 af 1
Pajero vesen - svarið er hér:
Posted: 18.nóv 2013, 10:04
frá Bjarni Ben
Í Bretlandi er klúbbur til sem heitir The Mitsubishi Pajero Owners Club. Þeir eru með mjög virkt spjallsvæði þar sem mér sýnist vera hægt að finna svar við flestum algengum pajero vandamálum.
Datt í hug að deila þessu með ykkur, þetta er strax búið að hjálpa mér helling, og bara á nokkrum mínútum.
http://www.pocuk.com/forums/index.phpkv.Bjarni
Re: Pajero vesen - svarið er hér:
Posted: 18.nóv 2013, 10:06
frá aggibeip
Ég hélt alltaf að svarið væri bara að fá sér toyotu...
Re: Pajero vesen - svarið er hér:
Posted: 18.nóv 2013, 10:20
frá jeepcj7
Og hvað sagði tjallinn svo að væri að overdrive inu hjá þér?
Re: Pajero vesen - svarið er hér:
Posted: 18.nóv 2013, 11:34
frá muggur
Já þetta spjall er snilld. Sérstaklega þessir 'step-by-step' guidar með myndum og fínerí hvernig á að gera við hluti. Allt frá að skipta um peru í mælaborði upp í mun stærri verkefni.
Re: Pajero vesen - svarið er hér:
Posted: 18.nóv 2013, 13:30
frá Bjarni Ben
Hrólfur, það er hitanemi í heddinu sem segir skiptingunni þegar hún er orðin heit, eða það var svoleiðis í gamla mótornum en ekki þeim nýja. En semsagt, þessi hitanemi gefur jörð þegar mótorinn er orðinn heitur, og hann fer ekki í overdrævið fyrr en mótorinn er farinn að hitna. Svarið hjá mér var einfaldlega að tengja snúruna við jörð og þá datt overdrævið inn :)