Síða 1 af 1

1996 pajero, smá ves

Posted: 01.sep 2013, 17:25
frá smk
Sælir

Er með einn 96 model 2.5 diesel bíl
Þannig er mál með vexti að það kemur alltaf eitthvað blístur við inngjöf, þegar ég er kominn yfir svona á að giska sirka 2000snúninga (ekki alveg með það á hreinu) þá byrjar það og er viðvarandi, en bara þegar ég er á gjöf, ef ég slæ af alveg sama á hvaða hraða, þá hættir það, en byrjar strax aftur og ég gef í.
Hefur einhver lent í þessu eða getur einfaldlega vitað hvað þetta er ?

Re: 1996 pajero, smá ves

Posted: 01.sep 2013, 17:26
frá magnusv
Ertu buinn ad skoða wastegate ið og allar hosur kringum turbinu?

Re: 1996 pajero, smá ves

Posted: 01.sep 2013, 19:41
frá villi58
Athugaðu hvort þú sjáir sót út með pakkningum, greinapakkningu, túrbínupakkningum, pústpakkningum, og svo skoða hosur.

Re: 1996 pajero, smá ves

Posted: 01.sep 2013, 21:53
frá Ágúst83
gæti verið slit í túrbínu getur fundið það á öxlinum í henni

Re: 1996 pajero, smá ves

Posted: 01.sep 2013, 21:59
frá Stebbi
Ég lennti í þessu með eins bíl, hann fór að blása meðfram hosuklemmu. Þú ættir að geta prufað að gefa honum inn í húddinu og fylgjast með því hvar blæs undan hosu, hjá mér var það hosan frá túrbínu á intercooler.

Re: 1996 pajero, smá ves

Posted: 01.sep 2013, 23:45
frá JLS
Það hefur líka alveg gerst að afgashúsið á túrbínunum hafi sprungið og þá koma einmitt svona hvimleið blísturshljóð, eru samt mishá eftir gjöf og snúning, en einungis á gjöf. Ég hef líka lent í að það slitni boltar í pústgrein uppvið hedd og þá fer pakkningin að víbra en hún er úr járni oftast nær.