Pajero 2001 - Flöktandi hitamælir


Höfundur þráðar
maxi
Innlegg: 88
Skráður: 23.mar 2010, 12:03
Fullt nafn: Magnús Pálmarsson
Bíltegund: 2007 Navigator

Pajero 2001 - Flöktandi hitamælir

Postfrá maxi » 02.mar 2013, 15:19

Til upplýsinga fyrir þá sem eru með flöktandi hitamæli í mælaborðinu

Í bílnum hjá mér var kælivatns hitamælirinn flöktandi, rauk upp í hættumerki og datt svo niður aftur. Þetta gerði hann eiginlega stöðugt. Mér var sagt að skipta um hitaskynjara ofan á vélinni sem ég gerði en engu breytti.

Leitaði síðan og las á netinu að þetta gæti stafað af frekar þekktri og algengri bilun í þessum bílum (200-2006) og er í lítilli tölvu sem er aftan á mælaborðinu, hana þyrfti að skipta um og hún kostaði helling, sama tölva og heldur útan um ekna km í hraðamælinum..kannaði það ekki í Heklu (reyndi að hringja, skildi eftir skilaboð en var aldrei hringt til baka...bara þetta venjulega) en mv. USA verð þá kostar hún milli 50 og 100 þ. hér heima. Leitaði áfram á netinu og á endanum fann ég póst eftir gaur í Suður Afríku sem sagði að honum hefði tekist að laga þetta með því að yfirfara lóðningarnar í tölvunni. Þannig að ég kippti málaborðinu úr í morgun sem er álíka erfitt og að skipta um ljósaperu, fór síðan niður í Íhluti í Skipholti, keypti ódýran nettan stillanlegan lóðbolta og tin (0,5mm) (samtals um 5.500 kall), setti stækkunargleraugun síðan á hausinn og fór yfir allar lóðningar í tölvunni nema á sjálfum heilanum en hann er með grilljón tengi. Tók kannski 30-40 mínútur að gera báðar hliðar, enda frekar lítið stykki. Og viti menn..það er ekki að sjá annað en að mælirinn sé kominn í lag. Tók stóran bíltúr áðan og ekki hikst í mælinum.

Auðvitað hefði mátt fara með þetta á rafeindaverkstæði og borga eittvhvað aðeins meira fyrir, en hey...það er laugardagur.

Tölvan er græna stykkið
Image

Síðan með póstinum
http://www.pocsa.co.za/forum/viewtopic.php?f=27&t=4382

Takk Suður Afríku gaur.

Maxi



Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir