Pajero 3500 bensíneyðsla 33" vs. 35"


Höfundur þráðar
maxi
Innlegg: 88
Skráður: 23.mar 2010, 12:03
Fullt nafn: Magnús Pálmarsson
Bíltegund: 2007 Navigator

Pajero 3500 bensíneyðsla 33" vs. 35"

Postfrá maxi » 27.feb 2013, 09:01

Sælir.

Ég er með Pajero 2001 sem ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að setja á 33" eða 35" dekk. Það er tvennt sem ég er að hugsa sem ég vona að þið getið hjálpað mér með innsýn á. Annarsvegar hversu mikill munur yrði á bensíneyðslu á 35" á móti 33" og svo hinsveger hvort það þjóni nokkrum tilgang yfir höfuð að fara á 35" þar sem sú dekkjastærð geri afskaplega lítið fyrir bílinn...hann getur hvort eð ekkert meira í snjó (of þungur..þyrfti 38") og í snjóleysi sé ávinningurinn í raun enginn...fer allt sem hann þarf að fara á hvorri stærðinni sem er...er það ekki?

Maxi



User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Pajero 3500 bensíneyðsla 33" vs. 35"

Postfrá muggur » 27.feb 2013, 13:23

Án nokkurar skynsemi:
Lookar betur
Mýkri á möl
Örlítið hærri í ánum,
Pajero eyðir miklu svo að 1-2 lítrar í viðbót skipta litlu

Með slatta af skynsemi:
Bara þú og jeppakallar sjá muninn á 33 vs 35
Munar ekki nema 1-2 cm í ánum og slíkt skiptir sjaldan nokkru máli.
Kraftminni og eyðslumeiri bíll

Ef þú þjáist af skynsemi þá má skrifa þessi pajero kaup þín á stundarbrjálæði :-)

Kv. Muggur

Ps ég myndi ekki hika
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir