Pajero 2,8 '99 - fjöðrun og loftþrýstingur
Posted: 02.aug 2010, 13:50
Sælir spjallarar.
Eins og stendur í fyrirsögninni þá er ég með Pajero '99, 2.8 og á 33" dekkjum. Ég fór núna á dögunum smá hring (Landmannalaugar og þar í kring) og eftir það þá styrktist ég í trúnni um að dempararnir væru að syngja sitt síðasta, HELD ég. (Virðist sem rafmagnsdæmið, S - M - H sé að virka, en hann "heggur" mjög ef ekið er í holum og svo ég tala nú ekki um á "þvottabrettum").
Ég er samt ekki sannfærður því ég held að ég hafi verið að keyra með grjótpumpuð dekkin (28-30 psi) en skilst á fróðari mönnum að 14-18 psi (möl) og 25-30 psi (malbik) sé meira viðeigandi. Ætla því að fara einn prufutúr með mýkra í dekkjunum og sjá hvort það hafi að segja.
Nú, ef ekki, þá velti ég fyrir mér hvar mælt sé með að kaupa dempara í gripinn (tími eiginlega ekki hönd og fót og fyrsta barni í nýja rafmagnsstillanlega dempara í Heklu - þó það væri klárlega fyrsti kostur ef peningar (peningaleysi) væru ekki vandamál).
Kveðjur.
Gulli
Eins og stendur í fyrirsögninni þá er ég með Pajero '99, 2.8 og á 33" dekkjum. Ég fór núna á dögunum smá hring (Landmannalaugar og þar í kring) og eftir það þá styrktist ég í trúnni um að dempararnir væru að syngja sitt síðasta, HELD ég. (Virðist sem rafmagnsdæmið, S - M - H sé að virka, en hann "heggur" mjög ef ekið er í holum og svo ég tala nú ekki um á "þvottabrettum").
Ég er samt ekki sannfærður því ég held að ég hafi verið að keyra með grjótpumpuð dekkin (28-30 psi) en skilst á fróðari mönnum að 14-18 psi (möl) og 25-30 psi (malbik) sé meira viðeigandi. Ætla því að fara einn prufutúr með mýkra í dekkjunum og sjá hvort það hafi að segja.
Nú, ef ekki, þá velti ég fyrir mér hvar mælt sé með að kaupa dempara í gripinn (tími eiginlega ekki hönd og fót og fyrsta barni í nýja rafmagnsstillanlega dempara í Heklu - þó það væri klárlega fyrsti kostur ef peningar (peningaleysi) væru ekki vandamál).
Kveðjur.
Gulli