pajero 2.8 tdi spurningar


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 16.jan 2013, 23:37

jæja pæjero menn í dag ákvað ég að ganga í ykkar lið

fann einn af fáum 2.8 beinskiftum til sölu, smá fyrirhöfn að finna einn svoleiðis

keyfti 1 stk í dag 99 modelið sem lítur bara mjög vél út ekinn 261.000 km og gengur
einsog klukka

er mjög svo ánægður með bílinn í allastaði, sérstaklega togið eftir að bróðir minn átti svona pæju 2.8 varð ég smá hrifinn.

þessar spurningar:

-fjórhjoladrifið blikkar á frammhásingu þegar hann er bara i afturhjóla (auto lokur)
er það eðlilegt? er ekki takki til að taka lokurnar af ?

- er mikið mál að setja manual lokur?

- sleðar fyrir frammrúðurnar er það eitthver veiki í þeim?

- hann rásar svoldið, ætla að láta hjólastilla hann áðuren ég fer í drifbúnað að framann
er eitthvað sem venjubundið að skifta um eittthver gúmí og annað við þennan akstur?

mbk hrannar


Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá HaffiTopp » 16.jan 2013, 23:59

Til lukku með gripinn, hef ekki enn fundið þetta tog í þessum beinskiptu 2.8 bílum sem þú nefnir. Kannski er það bara spurning hverju menn eru vanir úr öðrum bílum ;)

En það eru engar lokur að framan þannig séð, heldur fastir flangsar í framnövunum. Hann splittar inn hægri öxlinum við framdrifið þegar þú færir millikassastöngina úr afturdrifinu (velur einhverja af þremur fremstu valmöguleikunum)
Gæti verið að það sé vacumleki á þessum búnaði, fullt af grönnum slöngum sem koma hingað og þangað og fínt að komast í lyftu eða gryfju hjá vönum manni og losa þær af og tékka hvort þær leki með að blása í gegnum þær. Einnig getur verið að skynjarinn sem nemur færsluna sé að klikka, eða þá búnaðurinn sem sér um að stjórna vacuminu fyrir þennann splittbúnað. Þetta eru tveir segullokar sem er hægra megin, undir loftsíuboxinu.
Svo getur verið að þessi splittöxull standi einfaldlega á sér. Hafðu dautt á bílnum og hafðu millikassastöngina í afturdrifinu (alveg aftur), leggstu undir bílinn og taktu á framdrifsskaptinu og reyndu að snúa því. Það á að vera fast eins og bíllinn sé í framhjóladrifinu (sem hann er ekki)
Settu hann svo í gang og hafðu hann enn í afturdrifinu. Leggstu svo aftur undir hann og reyndu aftur að snúa framdrifsskaptinu. Nú ætti að vera komið vacum frá vélinni og þar af leiðandi ætti splittöxullinn að losa um öxulinn við drifið. Sé skaptið fast er færslan á splittöxlinum engin þar sem það vantar sog/vacum einhverra hluta vegna.

Hjólastilling er eitthvað sem vert er að byrja á. En svo þarf að skipta um efri klafana útaf gúmmífóðringunum sem þar eru. Það hefur ekki verið í boði að skipta um gúmmífóðringarnar einar og sér þannig að það hefur þurft að skipta um klafann líka. Yfirleitt fylgir efri spyndilkúlan með þannig að það er ekki alslæmt að þurfa að standa í þessu. Þessir klafar kosta skildinginn í dag hjá Heklu en þetta fæst örugglega hjá Stillingu eða AB-Varahlutum á fínu verði. Svo gæti verið kominn tími á stýrisupphengju og herða uppá hjólalegum og athuga með stýrisenda. Mér hefur fundist Pajeroinn halda hjólastillingu mjög vel þrátt fyrir stærri dekk og mikinn hamagang og læti.

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá muggur » 17.jan 2013, 08:52

Sæll og til hamingju með gripinn.
Á svona svipaðan bíl og þú (nema bensín).

Svona til að segja reynslusögu og bæta við punktana hjá Haffa þá er minn hjólastilltur (tvisvar) og á góðum dekkjum, búið að skipta um báðar neðri spindilkúlur og aðra efri spyrnuna. Samt sem áður er hann svoldið leiðinlegur á malbiki. Það sem mig grunar er að minn bíll er skrúfaður upp talsvert að framan (er á 33 tommu en 35 kæmust undir) og því láti hann svona. Annað sem skiptir máli hjá mér allavega er þrýstingur í dekkjum. Var með hann stífpumpaðann (35 psi) er ég fór niður í 28 psi skánaði hann dáldið.

Hvað meinarðu með sleðunum í framrúðunum? Allavega er stundum einhver draugur í mínum að fín-stillingar á upp og niður virka ekki heldur bara on/off með rúðurnar þ.e. annaðhvort alveg niður eða lokað. Ábyggilega lítið mál að laga þetta en mér finnst þetta eiginlega vera orðið hluti af sál bílsins :-)

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 17.jan 2013, 12:40

takk fyrir þetta strákar, ég veit ekki með ykkur en ég var að koma af 22re hilux kannski það sem munar hjá mér :P

sleðarnir fyrir færsluna upp og niður semsagt hef þann grun að rúðan skekkist aðeins á leiðinni upp aftur og þar af leiðandi
slær automatið henni niður aftur og leiðinlegt er að loka þeim.


reikna með að fara með bílinn í vélaland og láta þá kikja á hjólabúnað að framann og skifta þá um meinið og skella bilnum siðan í hjólastillingu þegar þetta er yfirstaðið, ég setti 32 psi í dekkin i gær, munaði rosalega á hverju dekki þannig bílinn lagaðist helling.

reikna með að það þurfi að herða uppá maskinuni hann er svosem ekkert að hoppa eða neitt svoleiðis
aðalega leiðinlegur í stýri.

luxusinn er ótrulegur miðað við gamla hilux allavega eftir eina ökuferð þá er ekki einsog maður hafi lent í bilveltu
plássið mjög gott og fer mjög vél með mann í akstri.

kv hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá muggur » 17.jan 2013, 14:11

Hrannifox wrote:sleðarnir fyrir færsluna upp og niður semsagt hef þann grun að rúðan skekkist aðeins á leiðinni upp aftur og þar af leiðandi
slær automatið henni niður aftur og leiðinlegt er að loka þeim.
kv hrannar



Þetta lagaðist hjá mér með að þrífa falsið og spreyja með sílikoni. Ráð sem ég sá á síðunni hjá Leo M heitnum.

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá HaffiTopp » 17.jan 2013, 14:15

muggur wrote:
Svona til að segja reynslusögu og bæta við punktana hjá Haffa þá er minn hjólastilltur (tvisvar) og á góðum dekkjum, búið að skipta um báðar neðri spindilkúlur og aðra efri spyrnuna. Samt sem áður er hann svoldið leiðinlegur á malbiki. Það sem mig grunar er að minn bíll er skrúfaður upp talsvert að framan (er á 33 tommu en 35 kæmust undir) og því láti hann svona. Annað sem skiptir máli hjá mér allavega er þrýstingur í dekkjum. Var með hann stífpumpaðann (35 psi) er ég fór niður í 28 psi skánaði hann dáldið.
kv. Muggur


Mín reynsla er sú að þrátt fyrir hjólstillingu á verkstæði í fínustu græjum sé best að fínstilla þetta sjálfur, jafnvel úti á plani sé maður ekki með lyftu eða gryfju (enda ekkert gaman að hífa hann upp og niður á lyftu margoft í einhverju hasti).
Ég varð mér úti um tvö grönn koparrör og skeytti þeim saman, svo stilli ég bara lengdina og skríð undir bílinn og stilli þetta þangað til ég tel þetta vera orðið gott og fer svo út að keyra. Geri þetta eins oft og þurfa þykir. Ég er að keyra með rúm 40 PSI í dekkjunum (reyndar óbreyttur bíll) og hann er mjög stöðugur í stýri. Enn allt orginal í stýris og fjöðrunarbúnaði að framan að best ég veit.
Varðandi rúðurnar er bara málið að þrífa rúðufalsana og taka svo hurðarspjöldin af og smyrja vel í allar færslur og sleðana sem rúðan situr í. Frekar óþolandi þetta öryggi sem stoppar rúðurnar og sendir þær niður aftur.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Stebbi » 17.jan 2013, 18:30

Það fer örugglega að koma tími á spindla ef það hefur ekki verið skipt um þá enþá, þessir bílar fela bæði spindlaslit og fóðringaslit í efri klafa mjög vel. Það var orðin skuggaleg færsla í efri klafa öðru megin hjá mér áður en ég fann það í stýri.

Sætin í Pajero eru efni í heilan þráð, ég er búin að reyna það á eigin skinni að ónýtt pajero sæti fer betur með mann en ónotað LC90 sæti.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá MattiH » 17.jan 2013, 19:19

Bestu bílarnir ;)
Toyota LC90 41" Irok


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 17.jan 2013, 23:11

já þessi blessuðu sæti gera þessa bíla alveg 200%

átti nú apparat sem var smiðað úr eitthverju járnadrasli sem við notuðum til að stilla frammhjól á MF ætli það dugi nokkuð á svona
luxus dót en maður veit aldrei.

Reikna nú með sliti í klafadótinu og spindlum, væri allavega spark í rassinn ef það væri í góðu standi
ætli maður skelli sér ekki í smá undirvagnsskoðun um helgina og athugi þetta dót.


með tölvuna sem styrir fjórhjóladrifinu hvar er hún staðsett? og er önnur tölva fyrir ssk en bsk ?

og vá hvað það er mikið vacum dót í þessu bílum.... sennilega ekkert verra en hvað annað en jæja
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Stebbi » 17.jan 2013, 23:15

Hrannifox wrote:já þessi blessuðu sæti gera þessa bíla alveg 200%

átti nú apparat sem var smiðað úr eitthverju járnadrasli sem við notuðum til að stilla frammhjól á MF ætli það dugi nokkuð á svona
luxus dót en maður veit aldrei.

Reikna nú með sliti í klafadótinu og spindlum, væri allavega spark í rassinn ef það væri í góðu standi
ætli maður skelli sér ekki í smá undirvagnsskoðun um helgina og athugi þetta dót.


með tölvuna sem styrir fjórhjóladrifinu hvar er hún staðsett? og er önnur tölva fyrir ssk en bsk ?

og vá hvað það er mikið vacum dót í þessu bílum.... sennilega ekkert verra en hvað annað en jæja


Þetta framljósablikk eru annað hvort stöðunemi á CAD dótinu eða bilaðir segullokar sem eru á vinstra innrabretti. Tölvuboxið sem stýrir þessu bilar nánast aldrei en það er staðsett undir útvarpinu og er blátt minnir mig.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá jeepson » 17.jan 2013, 23:19

svopni wrote:Hvar fékstu togið í þinn? Er með 2000 árg 2,8 33" sjsk en það hefur sjálfsagt einhver stolið úr honum toginu einhversstaðar á leiðinni ;)

Annars eru þetta góðir bílar. Ég er hrikalega ánægður með minn, gott að ferðast í honum, mikið af "lúxus" og endalaust pláss. En ég væri alveg til í aðeins öflugri mótor. Er líka með LC 90 1999 árg á 38" dekkjum, bsk og það er ekki saman að jafna aflinu. En Pajeroinn er skemmtilegri að innan með sín fjaðrandi sæti og góða sætishæð.


Hrannar hefur stolið því úr þínum bíl :p En til lukku með gripinn Hrannar. Ég hef tvisvar keryt svona ssk bíl og líkaði ekki nógu vel við þá. En ég þó sammála svopna með að það er gott að ferðast í pæjuni..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 19.jan 2013, 09:58

takk fyrir það gísli, ég veit ekki með þetta tog, ætli það sé ekki bara gamli hiluxinn sem er að villa fyrir manni
fyrir minn smekk verður þetta að vera bsk.

rosagott að ferðast í þessum bílum var pínu hrifinn af pajerónum hjá honum brósa, en þar sem hann var búinn á grind
þá datt honum í hug að skella 2.8 í starex eða finna pajero 2.8 með fina grind og setja starex boddy á hana smá pælingar
en þessi bilar eru yndislegir veit að bróðir minn öfundar mig rosalega núna.

hefur 3'' púst og stærri intercooler eitthvað að segja í þessum bílum?
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá HaffiTopp » 19.jan 2013, 10:10

2.5" púst væri nóg. Túrbínan hefur örugglega ekki undan að "fæða" stærri intercooler, en þú getur alltaf fikktað í wastegatestillingum og blindað EGR. Svo í restina gætirðu líka skrúfað upp í olíuverkinu.


denni354
Innlegg: 19
Skráður: 26.júl 2011, 00:04
Fullt nafn: Sveinn Sigfusson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá denni354 » 22.jan 2013, 22:31

Hrannar ég öfunda þig bara smá :) djöfull sé ég eftir minum við áttum að fara út í þessa breytingar sem við vorum búnir að spá í

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá snöfli » 22.jan 2013, 22:46

Til lukku með pæjuna. Skemmtileg vél. Ekki endilega sparneytin, allavega ekki í sjálfskipta bílnum. Ég mundi gera við lokubúnaðin í framdrifinu. Hann er alger snilld sem framlenging að skemmtilegasta millikassa sem ég hef haft í jeppa. Verður seint aflmikill þessi bíll. Það er hinsvegar hægt að kreysta slatta úr honum með 2,5" pústi, kvarthing á olíuverki og skinnum undir ventil. Átti einn á 38" sem maður leið ekki fyrir kraftleysi á en keyrði einhverntíman 33" líka sjálfskiptan sem var samanborið við hinn DAUÐUR. l.


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 26.jan 2013, 01:14

pæjan venst rosalega vél verð alltaf hrifnari og hrifnari af þessum bílum

millikassinn er hrein sniiillllllddd og drifbúnaðurinn reyndar i heilu bara orginal frá framleiðanda. Maður er svona enþá að læra á kvikindið og venjast bílnum.

2.5 púst með suðubeygjum er á listanum, ásamt var að lesa eitthverstaðar um að skella bínu af 3.2 tdi vélinni á 2.8 hvað segja menn um það?

Denni já alltaf er maður vitureftirá, væri geðveikt að vera með starex á 33'' með 2.8 tdi í huddinu.

to do listinn:
allt nýtt í bremsur
nýtt púst 2.5
ný dekk+felgur
fara yfir fóðringar í hjólabúnaði
láta kikja á grind
djúphreinsa teppin og sætin
græja mæla í hattin í borðinu, afgashita, hleðslu og oliuþrysting
og svona smotteris interior vinna
filmur
og fleira vesen örugglega
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Stebbi » 26.jan 2013, 01:36

Maður hálfpartinn öfundar ykkur sem eruð að fatta þessa bíla núna, ég keypti minn 2003 og þá var bara handfylli af þeim á 38" og menn fyrst að byrja að breyta þessu af einhverju viti. Sé ekki eftir krónu sem fór í hann og ekki einni mínútu af viðhaldi eða breytingum. Klárlega traustasti jeppi sem ég hef átt enþá og er ég búin að eiga nóg af jeppum í samanburð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 02.feb 2013, 22:17

lúkka ekkert smá vél þegar búið er að breyta þeim.

en ég var að spá með vacum í framdrifi og annað, var að tala við góðan vin minn
og hann sagði mér að sleppa þessu vacum kjaftæði og skella lokum undir þetta dót
ég ætla svosem að vera sammála honum í þessari hugmynd, hef alltaf viljað vera með manual lokur á minum jeppum.


er þetta mikið mál þessi breyting ? þarf ekki að aftengja vacum og annað dæmi ?
hvaða driflokur gæti ég notað, t.d af l200?

er þetta mikið vesen eða er þetta bara að bolta driflokurnar á ?

spyr sá sem er ekki viss, var skotinn niður einu sinni þvi eg vildi setja driflokur á cherokee sem ég átti, svo flamesuit on!
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá HaffiTopp » 02.feb 2013, 23:32

Hvað græðirðu á að setja driflokur í Pajero? Er þetta bilað hjá þér?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Stebbi » 02.feb 2013, 23:39

Þú græðir ekkert á því að setja driflokur á pajero nema veikan hlekk í framdrifsbúnaði. Ef þú hefur áhyggjur af því að vacuum dótið fari að bila og svíkja þig þá geturðu sofið rólegur, ef að vacuumið fer af þá fer framdrifið á. Verður semsagt ekki framdrifslaus á fjöllum þó það fari í sundur slanga sem gerist aldrei, þetta er solid búnaður sem bilar sáralítið og það sem bilar er mjög auðvelt að laga.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá HaffiTopp » 03.feb 2013, 00:27

Maður getur nú alltaf sett manual lokur á svona Pajero, og ef það brotnar þá á maður alltaf orginal flangsana til að smella á í staðinn og það tekur max 30 mín. Er að spá að setja svona á Sportinn minn. Bara spurning hvar maður fær svoleiðis.
Magnað hvað þessi tengibúnaður er solid miðað við í mörgum öðrum svona malbiksdósum. Ekkert rafmagn að ráði sem stýrir þessu, enginn rafmótor eða svoleiðis drasl sem blotnar rygðar og festir sig af notkunarleysi.


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 03.feb 2013, 10:31

hafði nefnilega smá svona fordóma fyrir þessu þar sem svipaður búnaður hefur svikið mig í öðrum bílum.

þetta var meira svona hugmynd sem vert var að skoða og kannski ekki stroka útaf borðinu strax, hann fer uppí vélaland á þriðjudaginn og verður skoðað þar hvað sé að.

þar sem ég var að skoða þetta í gær, þá bæði útaf mjög litlum vibring og hljóði kemur á 80km/h datt mér þrent í hug.

1: athuguð olia á drifi, vantaði ekkert , en þarf að skifta um hana
2: að hann færi ekki alveg úr fjórhjóladrifinu og þá myndast þvingun og veldi þessu hjóði
3: 1 kross orðinn stífur í drifskafti að framann

því ljósið í mælaborðinu ef ég set í 4x4 þá verður það stöðugt svo þegar ég tek úr því
þá blikkar það á framhjólunum.

kannski á það að vera svoleiðis ég veit það ekki þarf að hringja uppi heklu á mánudaginn
og fá það á hreint.

bilinn fer uppi vélaland á þriðjudag og verður kíkt á þessi 3 atriði hér að ofann til að byrja með.

eru ekki tvær segulspólur sem eru tengdar framdrifinu líka?

mbk hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá HaffiTopp » 03.feb 2013, 11:14

Stebbi wrote:
Hrannifox wrote:með tölvuna sem styrir fjórhjóladrifinu hvar er hún staðsett? og er önnur tölva fyrir ssk en bsk ?

og vá hvað það er mikið vacum dót í þessu bílum.... sennilega ekkert verra en hvað annað en jæja


Þetta framljósablikk eru annað hvort stöðunemi á CAD dótinu eða bilaðir segullokar sem eru á vinstra innrabretti. Tölvuboxið sem stýrir þessu bilar nánast aldrei en það er staðsett undir útvarpinu og er blátt minnir mig.

Hvað er það sem þú kallar vinstra megin Stebbi?

Bíllinn er væntanlega með splittpinnann fastann í framdrifinu þannig að þú ert að snúa því og það veldur þessum þvingunum.
Þess vegna blikka framhjólin í mælaborðinu þar sem stöðuneminn fyrir þennann splittpinna les að búið sé að splitta framdrifinu en ekki búið að tengja millikassann.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Stebbi » 03.feb 2013, 12:03

Þetta átti auðvitað að vera HÆGRA (farþegamegin) innrabretti ekki vinstra. Gott að menn eru með glöggt auga hérna.

En þetta er rétt hjá Haffa, ljósið blikkar í mælaborðinu afþví að þú ert komin í 2h en tengidótið á framdrifinu er ekki búið að slíta öxulinn í sundur. Það getur verið að það sé biluð spóla, of lítið vacuum eða framdrifsdótið eitthvað stíft.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 05.feb 2013, 17:30

jæja stöðuneminn var mældur í dag og ekkert kom útur því svo hann er ónýtur, verður keyftur nýr a morgun og honum skellt í
allt annað er einsog það á að vera :)

vill þakka ykkur fyrir svörin og sérlega haffa fyrir góða lýsingu og annað í message.

svo kom upp að maður væri latur að henda inn myndum, ætli maður neyðist ekki til að redda því fljótlega

mbk hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 07.feb 2013, 18:49

jæja vandamálið er að núna kemur einginn straumur að spólu sem er næstur mótor, sem stýrir vacumi inná drifið og þar með fer hann ekki í það vilja þeir í vélalandi meina og er því bara í þriggjahjóladrifi.

endilega ef þið vitið hvaða annar nemi kemur þessari spólu við, þyrfti að fara niðri heklu og fá teikningar yfir þetta dót :)

mbk hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Stebbi » 07.feb 2013, 20:49

Þú þarft að finna þér service manual á netinu og fá pinout af tenginu fyrir millikassann. Þá geturðu mælt hvern einasta rofa í kassanum og fundið hver það er sem er til leiðinda. Það eru minnir mig 7 rofar á millikassanum allt í allt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 08.feb 2013, 00:28

já mér sár vantar þetta, ég veit að brósi á service manual á cd sem ég þarf að fá hjá honum.'' hann þarf að finna''

held þetta hafi verið eitthverjir 12 skynjarar allt í allt. Ef ekki fleiri

endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, það er bara það sem ég hef heyrt útundan mér.

kv Hrannar, btw takk fyrir svörin :)
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Stebbi » 08.feb 2013, 01:34

Þetta eru í raun ekki skynjarar heldur rofar, kúla sem situr í endanum á þeim sem ýtist inn þegar að skiptigaflarnir ganga til. Ég er nokkuð viss um að þeir eru ekki nema 7 stykki en þeir kosta sitt í Heklu, ég hringdi út af þessu síðasta sumar og þá gat hann ekki svarað mér hvort að það væri hægt að fá þetta á gamla verðinu því þeir voru að taka til í hillunum hjá sér. Ef maður ber sig eins og aumingja þá er örugglega hægt að fá þetta á sanngjaranan pening þar sem hafa aldrei selt þetta þó þetta sé til.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 08.feb 2013, 12:52

ef það vildi svo til að þetta kostaði hvítuna úr augunum og eina kúlu með.

er þetta eins í öllum pajunum? þar með talið 2.5 uppi v6 3500 ? og fer þetta eitthvað eftir árgerðum?
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá HaffiTopp » 08.feb 2013, 13:04

Stöðuneminn á hásingunni kostar um 13000 og einhverjar krónur. Búið að athuga hvort segulrofararnir undir loftsíuboxinu séu brotnir eða slöngur í kringum þá stíflaðar?


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 08.feb 2013, 14:07

búið er að skifta um stöðunemann en hann virkaði ekki.

en ekki hvarf vandamálið, spólan sem er næst mótor og stýrir vacuminu inná drifið virkar, en má alveg skifta henni út.

en það semsagt kemur einginn straumur að þeirri spólu. en hun virkar samt, reyndist í lagi með vacum að þeirra sögn uppi vélalandi.

þeir vilja meina að bilinn fari aldrei í fjórhjóladrifið, heldur virki bara a 3 hjól?
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá HaffiTopp » 08.feb 2013, 14:23

Ef hann fær ekki vacuum að þessu kerfi með vélina í gangi þá er hann "fastur" í "lokunum" að framan þar sem ekkert sog er til að toga splittpinnann úr/frá drifinu. Eins og Stebbi var búinn að benda á hér ofar, að ef hann missir vacuum frá vél þá er hann endanlega splittaður að framan. [þangað til þetta kemst í lag á annað borð].

Hann getur sem sagt ekki verið þríhjóladrifinn heldur bara aftur, eða fjórhóla. Ef þú tengir millikassann þá eru framhjólin tengd sama hvort vacuumið sé bilað eða ekki. Var búið að losa gúmmíhosuna utan um splittpinnann og hreifa hann til og frá og athuga hvort litla vacuumdósin á enda splittpinnans læki?


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 08.feb 2013, 15:32

hreinsuðu það upp og það virkar, ég veit eiginlega ekki hvernig hann á að vera í þessu þrihjóladrifi náði aldrei að fatta það samhengi.
því kom ég þvi að hérna.

ef bilinn er í afturhjóla þá blikka ljósin fyrir framdrifið
ef bilinn er settur í fjórhjóla blikka enþá ljósið fyrir framdrif
ef hann er svo settur í 3 færslu næst lágadrifinu þar sem er hægt að læsa á milli þá logar ljósið fyrir framdrif og kassa.

það sem angrar mig mest er þetta hljóð og ljósablikk í mælaborði, miðað við mína lýsingu skal ég alveg kaupa að það sé eitthver rofi sem tengist ljósinu í mælaborði og færslu á stöng sem er ekki að senda boð.

vona að þú skiljir mig haffi, reyndi að skrifa þetta eins skiljanlega og ég gat ( er fárveikur heima og því er hausinn ekki alveg rétt skrúfaður á )

mbk hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Stebbi » 10.feb 2013, 00:04

Hrannifox wrote:hreinsuðu það upp og það virkar, ég veit eiginlega ekki hvernig hann á að vera í þessu þrihjóladrifi náði aldrei að fatta það samhengi.
því kom ég þvi að hérna.

ef bilinn er í afturhjóla þá blikka ljósin fyrir framdrifið
ef bilinn er settur í fjórhjóla blikka enþá ljósið fyrir framdrif
ef hann er svo settur í 3 færslu næst lágadrifinu þar sem er hægt að læsa á milli þá logar ljósið fyrir framdrif og kassa.

það sem angrar mig mest er þetta hljóð og ljósablikk í mælaborði, miðað við mína lýsingu skal ég alveg kaupa að það sé eitthver rofi sem tengist ljósinu í mælaborði og færslu á stöng sem er ekki að senda boð.

vona að þú skiljir mig haffi, reyndi að skrifa þetta eins skiljanlega og ég gat ( er fárveikur heima og því er hausinn ekki alveg rétt skrúfaður á )

mbk hrannar


Ef að ég væri í þínum sporum þá myndi ég taka frá dag og rífa aftengibúnaðinn frá drifinu og sjá til þess að hann sé laus og liðugur, ef það er í lagi þá er næsta mál að mæla rofana á millikassanum og ef þeir eru allir í lagi þá er það segulspólan á brettinu og vacuum lagnir og sjá til þess að vacuumdælan sé að virka. Þetta gæti alveg eins verið að dælan sé ekki að halda uppi nægu vacuumi til að aftengja öxulinn.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: pajero 2.8 tdi spurningar

Postfrá Hrannifox » 10.feb 2013, 19:58

aftengibúnaðurinn var tekinn af og hreinsaður og testaður það virkar allt samann einsog það á að vera, þannig allt á drifinu sjálfu er útilokað.

ég veit að segulspólann sem stýrir vacuminu inná drifið virkar en er eitthvað löskuð, spurning hvort hún sýnist virka á mæli en gerir ekki alveg það sem hún á að gera.

ég ætla að taka spólurnar fyrir næst semsagt skifta um þær, ef ekkert breytist fer ég í rofana á kassa :)

takk fyrir svarið :) gott innskot með dæluna
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir