Síða 1 af 1

Pajero vesen

Posted: 17.des 2012, 22:10
frá jk2
Sælir
Tók smá rúnt á Pajero í dag. 2000 árgerð 3500 bensín bíll.

Svo keyrði ég smá stund í fjórhjóladrifinu og þegar að ég tók hann úr því og ætlaði að rúlla af stað þá datt bíllinn ekki í gír, bara eins og hann væri í neutral, og ég komst ekkert. Ljósið fyrir fjórhjóladrifið í mælaborðinu blikkaði alveg á fullu á báðum hásingum. Svo setti ég bílinn í parkið í 2-3 mínútur og þá hrökk hann í gírinn og keyrði eins og ekkert hafði gerst.

Einhver lent í þessu áður ? Eða einhverjar hugmyndir hvað þetta gæti verið ?

Re: Pajero vesen

Posted: 17.des 2012, 23:19
frá johnnyt
Þegar ég tek hann úr framdrifinu þá var ég með hann í N. Set í D og ekkert gerist. Var eins og hann næði ekki að hrökkva í gír. Ekki fyrr en hann var búin að vera í P í 2-3 mín.

Varðandi ljósin þá er ekkert vesen með þau venjulega en á meðan þessu stóð var þvílíka ljósashowið í gangi. En svo eftir að hann hrökk í gír var það bara eðlilegt. Veit ekki hvað veldur að það blikki svona, bíllinn hjá pabba gerir það sama, blikkar stanslaust.