Síða 1 af 2

pajero

Posted: 05.feb 2010, 23:56
frá vippi
Hvernig er það eru engir Pajero menn/konur komnir/ar hérna inn ?

Re: pajero

Posted: 06.feb 2010, 00:37
frá pardusinn
Minn jeppi heitir Pajero og er frá því herrans ári 1998

Re: pajero

Posted: 06.feb 2010, 11:48
frá baldvin
ég á pajero. 1996 eða 7 árgerð, man það ekki alveg

Re: pajero

Posted: 06.feb 2010, 12:29
frá Stebbi
Ég á einn '96 á 38". Dásamlegir bílar og batna bara með aldrinum.

Re: pajero

Posted: 06.feb 2010, 12:48
frá HaffiTopp
Átti einn 99' árg á 35" með 2,5 TDI. Sakna hans svakalega en ég losaði mig við hann til að fá mér Pajero Sport 2003 árg með v6 3000 sjálfskiftan. Svona aðallega fyrir konuna.

Re: pajero

Posted: 06.feb 2010, 15:48
frá vippi
Minn er árg 1996, langur disel 33'' breittur, fínir bílar

Re: pajero

Posted: 06.feb 2010, 18:12
frá Hansi
Hvernig er það, hvaða skoðun hafa menn á Pajero GLS 3,5L bensín á 35" sjsk. 2001 model?
Er að spá í að fá mér einn slíkann. Hvað skal varast , kostir /gallar. Endilega koma með skoðannir.
Kv.

Re: pajero

Posted: 06.feb 2010, 18:33
frá Arnþór
Sæll Hans

Ég átti pajero reyndar 97 módel með 3500 vél og sjálfskiptingu 35" breyttan var alltaf á 33" dekkjum veit ekki hvort þetta er svipuð gírhlutföll eða vél minn var 205 hestöfl.Hef átt 5 pajeroa í gegnum tiðina og rosalega sáttur við þá jeppa.
Seldi þennan fljótlega vegna eyðslu sem ég náði aldrei niður og hlutföllin voru alveg útúr kortinu hélt varla overdrivenu í langkeyrslu á 33" dekkjunum!

Kv Ak

Re: pajero

Posted: 06.feb 2010, 21:37
frá joisnaer
það er nú einn heima, 88 model, 36" breyttur og stuttur sem er að bíða eftir ást

veit ekki alveg hvort að ég geti sagt að ég eigi hann eða pabbi, en hann er allavega innann fjölskyldunar

Re: pajero

Posted: 06.feb 2010, 22:38
frá khs
Er á 1998 2.8TDI á 38" Hækkun á boddí, læstur á öllum.

Re: pajero

Posted: 07.feb 2010, 00:01
frá DABBI SIG
Er á einum "Pajero-bróður"
2001 MMC L200 38" á loftpúðum aftan og með þetta helsta.
Fínir vagnar.

Re: pajero

Posted: 07.feb 2010, 00:14
frá btg
Er á mínum þriðja Pajero sem er núna '05 á "33. Hörkubílar, verst hvað umboðið er lélegt.

Re: pajero

Posted: 07.feb 2010, 00:41
frá pardusinn
Ég átti einn 2001 Pajero á 44" með skriðgír og öllu tilheyrandi, það er einn skemmtilegasti jeppi sem ég hef átt og er nú reyndar búinn að vera á tveimur 46" USA trukkum síðan en alltaf fannst mér Pajeroinn skemmtilegastur.

Re: pajero

Posted: 07.feb 2010, 07:40
frá melman
Er með einn 2.8 TD árg 1999 33" breyttann... sammála nokkrum hérna fyrir ofan... Umboðið er HÖRMULEGT alveg :(

Re: pajero

Posted: 07.feb 2010, 09:45
frá hobo
melman wrote:Er með einn 2.8 TD árg 1999 33" breyttann... sammála nokkrum hérna fyrir ofan... Umboðið er HÖRMULEGT alveg :(


..eins og allt annað sem ríkið rekur.

Re: pajero

Posted: 07.feb 2010, 15:40
frá Grease Monkey
Ég er með Pajero 3.2 DID 35" árgerð 2001, mjög sáttur við hann

Image

Re: pajero

Posted: 07.feb 2010, 17:59
frá nobrks
Ég með þessa þriggja dyra rakettu, 3.2 sjálfsk. 2001
Image

Re: pajero

Posted: 07.feb 2010, 18:20
frá svavaroe
Gott kvöld.
Ég á einn svoleiðis EÐAL.
Hann mun vera '99 2.8 TDI. Á 33" breiðum Mud og hann gagnast mér allann ársins hring.
Stendur sig ávallt eins og hetja og hef án gríns aldrei lent í neinu veseni. Rock solid !
Þetta er þriðja pæjan sem ég á. Virkilega góðir ferðabílar fyrir litla/medium fjölskyldu.

Image

Re: pajero

Posted: 07.feb 2010, 18:29
frá gaz
Ég á einn langan 1997 2,8Tdi ekinn langleiðina til tunglsins, alveg snilldar bíll minn Pajero no 2

Re: pajero

Posted: 07.feb 2010, 21:21
frá Jóhann
Sælir minn er allveg eðal '96 model og breittur eins og hægt er á 44" með lolo lásum og röri að framan.

Re: pajero

Posted: 17.feb 2010, 18:01
frá thengillo
Ég var að versla mér einn óbreyttan 96 árg með 2,5ltr dísel. Eini ókosturinn sem ég sé við hann í augnablikinu er hvað hann er lágt gíraður. Það er ágætt í torfærum en ekki eins gott á keyrslu. Er í ca. 2700 snúningum á 90km hraða.
Og það vantar líka í hann fjöðrunarstólana frammí. En það er á dagskrá að breyta því. :)

Kveðja
Þengill

Re: pajero

Posted: 17.feb 2010, 20:08
frá haukur p
pajero sport 2,5 td árg 99 ekin 200+ með þessa eðal kreppubreitingu á 38" útúrskornum dc.4:88 hlutföll orginal.ranco demparar aftan/framan+stýrisdempari.
fer allt sem eigandin biður hann um:)

Re: pajero

Posted: 17.feb 2010, 21:19
frá Stebbi
thengillo wrote:Ég var að versla mér einn óbreyttan 96 árg með 2,5ltr dísel. Eini ókosturinn sem ég sé við hann í augnablikinu er hvað hann er lágt gíraður. Það er ágætt í torfærum en ekki eins gott á keyrslu. Er í ca. 2700 snúningum á 90km hraða.


Þetta kemur sér sérstaklega vel þegar farið er í það lífsnauðsinlega verkefni að fara á stærri dekk. Bestir eru þeir á 35" uppá akstur og notkun að gera þá samsvara hlutföll í kassa og drifum sér best, en hlutföllin duga vel fyrir 38" með 2.5 vélini.

Re: pajero

Posted: 17.feb 2010, 23:06
frá Jóhann
Ég er sammála Stebba þessi hlutföll eru alltof lág fyrir óbreyttan bíl, ég komst að þessu þegar ég breytti mínum gamla þá fór hann fyrst á 36" og fannst mér eins og það væri ný vél í bílnum hann var allur mikið skemmtilegri en hann var. Svo er ég á 44" núna og enn á orginal hlutföllum og líkar bara ágætlega.
kv Jóhann

Re: pajero

Posted: 18.feb 2010, 18:30
frá Stebbi
Ertu með 2.5 vélina og 44" ???????

Re: pajero

Posted: 18.feb 2010, 19:33
frá Rúnarinn
joisnaer wrote:það er nú einn heima, 88 model, 36" breyttur og stuttur sem er að bíða eftir ást

veit ekki alveg hvort að ég geti sagt að ég eigi hann eða pabbi, en hann er allavega innann fjölskyldunar


ekki er þessi með innréttingu úr camoflage ( hermannalitunum)???

Re: pajero

Posted: 19.feb 2010, 11:44
frá vidarv
Góðan daginn hér.

Ætla nú fyrst að taka það fram að ég hef ekki mjög mikið vit á bílum, eða allavega það sem viðkemur viðgerðum á bílum en maður hefur þó brennandi áhuga á þessu og alltaf að læra eitthvað nýtt. :)

Ég á einn Pajero Sport árg. 2003 bensín sjálfskiptur ek. 94 þús. km. sem ég hef verið mjög sáttur við og hefur staðið sig vel í þau rúm 3 ár sem ég hef átt hann og þá 60 þús. km. sem við höfum keyrt hann.
Þó eru það nokkrir hlutir þar sem ég hef frekar viljað vera á venjulegum Pajero (þó ég hafi nú enga reynslu af þeim), er þar sem bíllinn er byggður á pallbílsgrunni (L200 að ég held) þá er gólfið bílnum frekar hátt í honum þannig að það er það er ekki fyrir mjög stóra menn að ferðast í honum og svo hefur mér alltaf fundist fjöðrunin frekar stíf - miðað við t.d. Land Cruiser sem ég keyri stundum.
Hef þó heyrt að þessi "klafafjöðrun" (held ég að hún heiti) sem er í bílnum sé alltaf frekar stíf. Kannski eru þó demparar eitthvað farnir að gefa sig.

Vitið þið hvort að það sé hægt að gera fjöðrunina eitthvað betri/mýkri? Kannski hún eigi að vera svona þar sem þetta er jeppi haha :)

Eins hef ég verið að spá í breytingu á honum, 33" eða 35" breytingu. Vitið þið hvort eitthvað vit sé í því? Þ.e.a.s. hvernig þessir bílar verða eftir svoleiðis breytingu?

Þegar bílar eru breyttir á þennan veg, er þá átt eitthvað við fjöðrunina? S.s. nýir demparar, gormar að aftan o.s.frv.?

Jæja nóg í bili, þetta er orðin að ritgerð hjá mér, afsakið það.

Kv.
V.V.

Re: pajero

Posted: 22.feb 2010, 08:14
frá Hansi
Sæli/ir,
Fékk mér MMC Pajero GID 3500 2001 35"
Rosa skemmtilegur akstursbíll, ræður vel við 35" og drífur vel sérstaklega þegar búið er að læsa honum að aftan.
Hef aðeins verið varaður við því að þetta sé ekki hásingabíll og ber því að fara aðeins varlega. Svo ætla ég ekkert að tala neitt um bensín notkun :)
Image
Image
Kv. Hans

Re: pajero

Posted: 23.feb 2010, 16:50
frá pardusinn
Hvað hafa menn farið í mikla boddýhækkun fyrir 38" dekk?

Re: pajero

Posted: 23.feb 2010, 21:17
frá Stebbi
Ég fór í 50mm en ætla að hækka mig í 80mm um leið og ég fer í vélaskipti. 50mm er svona það lægsta sem gen2 og líklega gen2.5 bíllinn tekur á 38" án þess að fara í massífan skurð á gólfi til að geta beygt og fjaðrað. Annars eru frambrettin á þessum bílum vel rúmgóð og mjög lítið sem þarf að eiga við gólf og síls til að koma fyrir stórum dekkjum.

Re: pajero

Posted: 26.feb 2010, 20:21
frá Jóhann
Sæll Stebbi ég er með 2,8 vélina og sjálfbíttara og gengur ágætlega. En hvað ert þú að pæla hvaða vél á að setja ?
kv Jói þ

Re: pajero

Posted: 14.mar 2010, 20:10
frá jeppster
Ég er með einn 1998 árg. stuttan með 2.8 TDI beinskiptan á 38" loftlæstur að framan og aftan með 4:90 hlutföll ásamt einhverju jeppadóti. Hrikalega duglegur stubbur :)

Matti

Re: pajero

Posted: 17.mar 2010, 18:40
frá Andri M.
eru þessir bílar á klöfum bæði framan og aftan ?

Re: pajero

Posted: 17.mar 2010, 19:23
frá flang3r
Ég á pajero 1997 2,5 TDI og super select kassa. Er mjög ánægður með þennan bíl en þegar ég eignaðist hann þurfti ég að versla nýja vél í hann. Þannig í bílnum núna er vél úr Pajero Sport 2000 árgerð.

Re: pajero

Posted: 17.mar 2010, 19:45
frá HaffiTopp
Andri M. wrote:eru þessir bílar á klöfum bæði framan og aftan ?


Allir eldri bílarnir, sem sagt 1. 2. og svokallaða 2,5. kynslóðin eru allir með hásingu að aftan og sjálfstæða vindustanga fjöðrun að framan. Sumir fínni bílarnir af 2. og 2,5 kynslóðinni eru með stillanlega dempara á þrenna vegu; soft- normal og hard. Allt einfaldlega stillt með takka í miðjustokki milli sæta.
Síðustu tvær "kynslóðir", eða öllu heldur smíði hefur hinsvegar lítið sameiginlegt með þeim sem á undan kom nema örfáar vélagerðir. Með einfaldann klafa og gorma af framan og einhverja svaka fína klafa að aftan (veit ekki hvort þeir eru ein- eða tvöfaldir) og hefur mér sýnst að þeir gefi ansi mikla fjöðrun miðað við svona klafabíl almennt séð, á meðan framfjöðrunin sé að hefta mikla víxlfjöðrun í þessum bílum. Hinn mikli munur sem lyggur í breytingum á þessum bílum er fyrst og fremst fjöðrunin sem er auðvelt að síkka frá grindinni og þar með talið drifið. Reyndar er bíllinn ekki með sjálfstæða grind þannig að boddyhækkun stendur ekki til boða. Svo er einhver uppfæring í hönnun á Super-select millikassanum sem gerir hann sterkari og áræðanlegri.
Kv. Haffi

Re: pajero

Posted: 17.mar 2010, 21:19
frá svavaroe
þetta eru djöf**sins eðalvagnar...

Re: pajero

Posted: 17.mar 2010, 22:01
frá HaffiTopp
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=24673

Biðst afsökunar á að segja ósatt ;) Þessir bílar eru með tvöfalda klafa að framan, sem sagt þriðja kynslóð. Allavega má sjá hvernig þessum bílum er breytt á linknum hér að ofan. Mig er verulega farið að langa í svona "gamlann" pajero á 38-40" dekkjum. En heitasti draumurinn þessa stundina er að breyta sportinum fyrir 35". Langar soldið að sleppa allri boddyhækkun og færa fjöðrunarkerfið niður um einhverja 5-8 cm og halda þannig orginal boddyfestingum á sínum stað.
Mér hefur reyndar alltaf fundist boddyhækkanir asnalega breytingaraðferð, sérstaklega þegar lítil sem engin þörf er á því. Svo væri voðalega gaman að geta haft efni á að setja í hann tölvukubb og flækjur. Og að lokum að komast yfir orginal afturdrifslæsinguna úr L200 og setja hana að aftan. En það verður að bíða betri tíma þegar maður mun hafa efni á að láta svona drauma rætast.
Kv. Haffi

Re: pajero

Posted: 18.mar 2010, 02:02
frá jeepcj7
Dööö hvað er asnalegt við boddýhækkun? Þetta er einföld og oftast ódýr leið til að koma stærri dekkjum undir jeppa og engin þörf á að eiga neitt við stýris og fjöðrunarbúnað sem er nefninlega í sumum bílum bara djöfull vel heppnaður frá verksmiðjunni og svo er minni færsla á þyngd upp sem er líka mjög gott við boddýhækkun ef nota á bílinn.
Vel frágengin hækkun á boddý er bara góð.:)

Re: pajero

Posted: 18.mar 2010, 13:33
frá HaffiTopp
Oft þegar bílar hafa hásingar bæði að framan og aftan þá finnst mér minna mál að hækka hann á fjöðrun, sérstaklega þegar um minni breytingar er að ræða og dekkin sleppa þokkanlega vel undir og svo má klippa vel úr til að fullkomna verkið. En að sjálfsögðu verður ekki komist hjá því að hækka á boddyi þegar um stórar breytingar er að ræða og þá er um að gera að skella sér í það. En það ætti ekkert að vera minna mál að hækka bíl á fjöðrun einni sér og halda henni áfram góðri eins og hún kemur frá framleiðanda. Bara "copia" uppsetninguna frá orginal uppsettinu en taka að sjálfsögðu mið af ákomu drifskafts og það þarf alltaf að eiga eitthvað við stýrisbúnað til að bílinn sé viðráðanlegur og löglegur. En við boddyhækkun þarf ekki bara að lyfta boddyinu heldur leggja á þá miklu vinnu að lenga í eldsneytisröri, lengja í stýrislegg og lækka vatnskassa til að hann fylgi vélinni og haldi sinni orginal hæð. Svo var það vinsælt hér í gamla daga eins og flestir vita að hækka á boddy með plastklossum einum saman og fá því aukna hættu á að boddyið losni einfaldlega frá grindinni. En upp á síðkastið hafa þeir allra flinkustu lagt í að hækka festingarnar á grindinni og sjóða við þær aukaviðhald, sem er bara gott mál. Það er kannski óþarfi að tala um þetta þar sem flestir, ef ekki allir vita þetta. Við hækkun á fjöðrun þá líka færist grindin ofar og minna að þvælast fyrir manni í snjónum en þegar menn koma með þau mótrök að við boddyhækkun haldi maður þyngdarmiðjunni neðar þá segi ég bara hvort að menn séu að fara í rallakstur eða á fjöll? Kemur sér kannski vel í miklum hliðarhalla en þá kemur vel heppnuð fjöðrun sér vel við að halda bílnum í sem lengstu lög á hjólunum. Mér finnst það einmitt segja til um metnað hvers og eins hvernig þeir breyta bílunum sínum, hvort það sé aðallega með boddyhækkun annarsvegar eða þá á fjöðrun hinsvegar. Það er einmitt hægt að taka sem dæmi þína tvo jeppa Hrólfur; annar er með klafa að framan sem gerir boddyhækkun ansi freystandi (eða þá hækkann með uppskrúfun) og svo CJ2 tröllið þitt með hásingar þannig að lítið mál er að hækkann aðallega á fjöðrun og láta boddyhækkun mæta afgangi og hafa hana sem allra minnsta. Það þýðir ekki að segja mér annað en að það hefur þurft að endursmíða allt fjöðrunarkerfið undir bílinn á sínum tíma þegar honum var breytt.
En alls ekki taka þessu þannig Hrólfur, að ég sé að kalla þig metnaðarlausann ;)
Kv. Haffi

Re: pajero

Posted: 18.mar 2010, 18:27
frá Stebbi
Sú aðgerð sem menn kalla boddýhækkun má líka kalla grindarsíkkun ef að menn eru á þeim skóum. Ég vill meina það að það sé gullin meðalvegur í flestum bílum á milli boddýhækkunar og síkkun á fjöðrunarbúnaði. En á klafabílum eins og Pajero gen 1, 2 og 2.5 þá er boddýhækkun ódýr, fljotlegur og að öllu leiti praktískur kostur til að koma fyrir stærri dekkjum. Ekki það að það vanti pláss í hjólskálarnar á þeim en þetta einfaldar talsvert skurðarvinnu og að síkka í klöfum er ekki eitthvað sem meðaljóninn tekur sér fyrir hendur heima í skúr. Boddýhækkun er aftur á móti eitthvað sem maður gerir á klukkutíma úti á plani.