pajero

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero

Postfrá HaffiTopp » 26.mar 2010, 18:05

vidarv wrote:Góðan daginn hér.

Ætla nú fyrst að taka það fram að ég hef ekki mjög mikið vit á bílum, eða allavega það sem viðkemur viðgerðum á bílum en maður hefur þó brennandi áhuga á þessu og alltaf að læra eitthvað nýtt. :)

Ég á einn Pajero Sport árg. 2003 bensín sjálfskiptur ek. 94 þús. km. sem ég hef verið mjög sáttur við og hefur staðið sig vel í þau rúm 3 ár sem ég hef átt hann og þá 60 þús. km. sem við höfum keyrt hann.
Þó eru það nokkrir hlutir þar sem ég hef frekar viljað vera á venjulegum Pajero (þó ég hafi nú enga reynslu af þeim), er þar sem bíllinn er byggður á pallbílsgrunni (L200 að ég held) þá er gólfið bílnum frekar hátt í honum þannig að það er það er ekki fyrir mjög stóra menn að ferðast í honum og svo hefur mér alltaf fundist fjöðrunin frekar stíf - miðað við t.d. Land Cruiser sem ég keyri stundum.
Hef þó heyrt að þessi "klafafjöðrun" (held ég að hún heiti) sem er í bílnum sé alltaf frekar stíf. Kannski eru þó demparar eitthvað farnir að gefa sig.

Vitið þið hvort að það sé hægt að gera fjöðrunina eitthvað betri/mýkri? Kannski hún eigi að vera svona þar sem þetta er jeppi haha :)

Eins hef ég verið að spá í breytingu á honum, 33" eða 35" breytingu. Vitið þið hvort eitthvað vit sé í því? Þ.e.a.s. hvernig þessir bílar verða eftir svoleiðis breytingu?

Þegar bílar eru breyttir á þennan veg, er þá átt eitthvað við fjöðrunina? S.s. nýir demparar, gormar að aftan o.s.frv.?

Jæja nóg í bili, þetta er orðin að ritgerð hjá mér, afsakið það.

Kv.
V.V.

Viðar þú getur prófað að athuga hvort að dempararnir séu orðnir slappir, fengið lánað undan svipuðum bíl og skellt undir og athugað hvort þú finnir mun eða bar verslað þér nýja dempara. Samt er 94000 km ansi stutt ending á dempurum. Þessir bílar ná náttúrulega ekki sömu fjöðrunarmýkt og LandCruiser eða gamli Pajero en stífir eru þeir ekki. Fjöðrunarsviðið er nú ekki mikið miðað við marga aðra jeppa en nóg til að maður sé sáttur. Þú getur prófað að taka balance stöngina úr að framan og sjá til hvað gerist er varðar mýkt. Ég gerði þetta við minn bíl og þá varð hann aðeins svagari úti á þjóðvegi á mjög ósléttum vegi. Gott að geyma stöngina útí skúr ef skoðunaraðili fer að þenja sig við skoðun. Þá er lítið mál að skella henni aftur undir.
En mig langar að spyrja þig hvort að það séu leðursæti í þínum bíl? Minn er með leðursætum og sætishitararnir virka ekki á hvorugu framsætið hjá mér. Kemur ljós í takkana en þau hitna ekki rassgat. Væri fróðlegt að vita hvort að fleyri væru með sama vandamál með sína svona bíla.
Kv. Haffi



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero

Postfrá Stebbi » 26.mar 2010, 19:46

vidarv wrote:þá er gólfið bílnum frekar hátt í honum þannig að það er það er ekki fyrir mjög stóra menn að ferðast í honum


Stóri pajero einmitt akkúrat öfugt við þetta, þar er nóg pláss og hann hefur heldur meira hauspláss en hinir jepparnir. Þekki einn sem þjáist að því að vera fullvaxið karldýr og Pajeorinn sem hann átti var eini bíllinn sem passaði honum almennilega.

HaffiTopp wrote:Þú getur prófað að taka balance stöngina úr að framan og sjá til hvað gerist er varðar mýkt. Ég gerði þetta við minn bíl og þá varð hann aðeins svagari úti á þjóðvegi á mjög ósléttum vegi.


Nú þekki ég ekki hvernig fjöðrunin er í Pajero Sport en ef þetta er eitthvað í líkingu við stóra bróðir þá er þetta ekki sniðug hugmynd. Ég tók stöngina úr fyrst að aftan hjá mér og fann engan mun á aksturseiginleikum en tilfinnanlegan mun í torfærum. Svo fór að skrölta í stönginni að framan svo ég hennti mér undir bíl og reif hana úr líka og fór svo í smá dagstúr í Þórsmörk fljótlega eftir það alveg blýsperrtur á óþvingaða fjöðrunarskrímslinu mínu. Til að gera langa sögu stutta þá keypti ég allt nýtt í balancestöngina að framan eftir þá helgi og setti hana í aftur, það var hreinlega eins og bíllinn væri að hrynja á malarvegi. Ég fékk það lauslega á tilfinninguna að framendinn væri að hrista sig af vegna þess að það var ekkert sem hélt lengur fjöðruninni í skefjum og stífaði bílinn af.
Endilega prufaðu að taka hana úr sambandi en prufaðu þá bílinn hressilega áður en þú pakkar stönginni inn í geymslu, í mínu tilfelli voru gallarnir of stórir til að vega upp þetta litla fjöðrunarsvið sem þú færð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


maxi
Innlegg: 88
Skráður: 23.mar 2010, 12:03
Fullt nafn: Magnús Pálmarsson
Bíltegund: 2007 Navigator

Re: pajero

Postfrá maxi » 26.mar 2010, 20:46

Stebbi »

Hvaða vél ætlarðu að upgreida í? Er 2,5 of löt? Ertu þa´með bs eða ss?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero

Postfrá HaffiTopp » 26.mar 2010, 22:24

Þetta er ekki eins og í stóra bróður þótt þyngdin sé svipuð eða um 2 tonn. Miklu mjórri bíll, finn það bara á innviðinu ef maður miðar við sætisbreydd, hurð og miðjustokk á milli sæta. Kæmir sem sagt ekki stól úr gamla pajero í svona bíl. En ég tók balancestöngina úr gamla græna Pajero mínum þegar hann var ekinn um 180000 km og þurfti kúbein til að ná að losa fóðirngarnar af klöfunum, þetta var gróið fast. Þetta er svoddan þykkildi að ég var feginn að vera laus við þyngdina. Var með nýlega orginal dempara að framan, keypta í Heklu á klink. Þeir voru orðnir lélegir eftir um 30000 km notkun þegar þetta var og átti eflaust sinn þátt í hvað bíllinn höndlaði þessa skurðaðgerð vel. Lét stöngina að aftan halda sér enda allt öðruvísi uppsetning á fjöðrun heldur en að framan. Reyndar var búið að skifta út gagnslausu gegnheilu samslátarpúðunum að aftan fyrir einhverja svipaða og LC 80 notar, skorið aðeins neðan af þeim.
Balancestöngin að framan í Pajero sport er hálfgert grín við hliðina á stóra bróður. Miklu léttari og njórri. Stöngin kemur ekki beint í fóðringar við grindina heldur hanga tvær stangir ofan úr grindinn framanverðri sem geyma fóðringarnar sem stöngin lyggur í. Svo er sitthvor endi stangarinnar í fóðringu á neðri klafa en enginn festing á því heldur bara beinir endar stangarinn sem renna hátt í óþvingaðir í mjúkum og stórum fóðringum. Gat meira að segja sleppt því að losa aðra fóðringaklemmuna þegar ég tók þetta úr. Bara losaði klemmuna úr öðrum klafanum, losaði við grindina og togaði hinn endann á stönginni út úr fóðringunni sem var enn ólosuð. Ekki mikið viðhald á þannig fjöðrunarkerfi ;)
Hvað mælist þinn Pajero breyður á milli glugga á framhurðum Stebbi? Getum örugglega gert samanburð á stærð.
Kv. Haffi.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero

Postfrá HaffiTopp » 06.apr 2010, 23:53

haukur p wrote:pajero sport 2,5 td árg 99 ekin 200+ með þessa eðal kreppubreitingu á 38" útúrskornum dc.4:88 hlutföll orginal.ranco demparar aftan/framan+stýrisdempari.
fer allt sem eigandin biður hann um:)

Hvernig leystirðu málið með rúðupisskútinn? Er hann ekki annars hægra megin í framstuðaranum? Þurftirðu eitthvað að minnka hann eða færa eða er hann allt annars staðar í þessum gömlu bílum?
Kv. Haffi

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: pajero

Postfrá arnijr » 07.apr 2010, 12:56

Minn er langur 1998 2.8TDI, breyttur fyrir 35" en er á 33" í augnablikinu. Ekinn um 240þús og er alveg fyrirtaks ferðabíll.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


vidarv
Innlegg: 14
Skráður: 19.feb 2010, 11:14
Fullt nafn: Viðar Valdimarsson

Re: pajero

Postfrá vidarv » 08.apr 2010, 00:23

Viðar þú getur prófað að athuga hvort að dempararnir séu orðnir slappir, fengið lánað undan svipuðum bíl og skellt undir og athugað hvort þú finnir mun eða bar verslað þér nýja dempara. Samt er 94000 km ansi stutt ending á dempurum. Þessir bílar ná náttúrulega ekki sömu fjöðrunarmýkt og LandCruiser eða gamli Pajero en stífir eru þeir ekki. Fjöðrunarsviðið er nú ekki mikið miðað við marga aðra jeppa en nóg til að maður sé sáttur. Þú getur prófað að taka balance stöngina úr að framan og sjá til hvað gerist er varðar mýkt. Ég gerði þetta við minn bíl og þá varð hann aðeins svagari úti á þjóðvegi á mjög ósléttum vegi. Gott að geyma stöngina útí skúr ef skoðunaraðili fer að þenja sig við skoðun. Þá er lítið mál að skella henni aftur undir.
En mig langar að spyrja þig hvort að það séu leðursæti í þínum bíl? Minn er með leðursætum og sætishitararnir virka ekki á hvorugu framsætið hjá mér. Kemur ljós í takkana en þau hitna ekki rassgat. Væri fróðlegt að vita hvort að fleyri væru með sama vandamál með sína svona bíla.
Kv. Haffi[/quote]


Jæja sælinú og takk fyrir svörin. Ég endaði á að skella mér á nýja dempara, keypti þá hjá GS-varahlutum eftir verðkönnun á flestum þeim stöðum sem selja dempara þá voru þeir ódýrastir - 48 þús. settið. Uppundir helmingi ódýrari en hjá umboðinu!! Held að þeir séu nú að fara yfirum á verðlagninu svei mér þá... Jæja hvað um það.
Verður spennandi hvort að bíllinn hjá breytist eitthvað við þetta. En vitiði hvort fjöðrunarkerfið breyttist eitthvað á Pajero Sport eftir 2005? Prufaði nefnilega 2005 (eða 2006) leðursæta bíl um daginn, helmingi minna keyrðan og hann var svoleiðis miklu mýkri en minn. Sennilega út af dempurunum.
Minn bíll er ekki með leðursætum en sætishitararnir hafa virkað fínt fram að þessu. Er ekki hægt að mæla þetta einhvern veginn út hvort að straumur fari í gegnum þetta? Án þess að ég hafi nokkurt vit á því!
Kv. Viðar.


vidarv
Innlegg: 14
Skráður: 19.feb 2010, 11:14
Fullt nafn: Viðar Valdimarsson

Re: pajero

Postfrá vidarv » 08.apr 2010, 00:25

Ekki veit ég af hverju þetta svar kom svona út en ekki eins og að ofan, hélt að þetta myndi koma "haffi sagði..." o.s.frv. í gulum ramma.
Jæja hvað um það.
Kv.Viðar


haukur p
Innlegg: 142
Skráður: 01.feb 2010, 17:12
Fullt nafn: haukur pétursson

Re: pajero

Postfrá haukur p » 09.apr 2010, 19:20

HaffiTopp wrote:
haukur p wrote:pajero sport 2,5 td árg 99 ekin 200+ með þessa eðal kreppubreitingu á 38" útúrskornum dc.4:88 hlutföll orginal.ranco demparar aftan/framan+stýrisdempari.
fer allt sem eigandin biður hann um:)

Hvernig leystirðu málið með rúðupisskútinn? Er hann ekki annars hægra megin í framstuðaranum? Þurftirðu eitthvað að minnka hann eða færa eða er hann allt annars staðar í þessum gömlu bílum?
Kv. Haffi

sæll.ég þurfti ekkert að eiga við rúðupisskútinn.hann er v/m i sportinum fyrir aftan framljósið


thengillo
Innlegg: 59
Skráður: 01.feb 2010, 13:49
Fullt nafn: Þengill Ólafsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero

Postfrá thengillo » 21.apr 2010, 10:44

Hvað þarf ég að hækka mikið fyrir 33"-35" á Pajero ´96 árg.

Kveðja
Þengill

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero

Postfrá Stebbi » 21.apr 2010, 12:14

thengillo wrote:Hvað þarf ég að hækka mikið fyrir 33"-35" á Pajero ´96 árg.

Kveðja
Þengill


2 tommur fyrir 35" og skera aðeins úr framstuðara og hluta framkannts við síls. Það dugaði mér fyrir 35" og 36" á 10" breiðum felgum en á 36" átti hann til að sletta dekkinu í afturkannt við síls þegar allt var í botni á jökli.

Pajero 36.jpg
Á langjökli
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Gunnar friðrik
Innlegg: 4
Skráður: 11.des 2011, 23:58
Fullt nafn: Gunnar friðriksson
Staðsetning: kópavogur

Re: pajero

Postfrá Gunnar friðrik » 13.des 2011, 00:24

Ég var að kaupa mér pajero nuna fyrir viku siðan 2,8L disel 38" kominn með partol hásingar og kominn á loftpúðafjöðrun ég er bara mjög sáttur með hann þarf lítilræði að skera af köntunum til að geta beygt 44" en 38" dugar i bili kem vonandi með myndir af skrjóðnum fljótlega
MMC PAJERO 1997 38"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero

Postfrá HaffiTopp » 13.des 2011, 13:08

http://elliofur.123.is/pictures/cat/9431/
Er það ekki þessi hérna?
"Stolið" án góðfúslegs leyfis Ellaofur hér á síðunni, vonandi er það í lagi :)
Kv. Haffi


biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

Re: pajero

Postfrá biggi72 » 13.des 2011, 16:03

Daginn. Ég á pajero sport 2000 árg ekinn 155.þús km ssk orginal hæð og er mjög sáttur við hann.
Er búinn að eiga hann í eitt og hálft ár.Það eina sem hefur "bilað" er að ég hef skipt um diska og klossa að aftan og fékk allt settið á tæplega 15.þús í umboðinu þannig að það er ekki allt dýrt hjá þeim :).
Það eina sem mér finnst mætti bæta er fjöðrunarsviðið á bílnum þ.e. sundur og samansláttur var dáldið mikið á þremur hjólum í síðustu jeppaferð.

User avatar

diddim
Innlegg: 20
Skráður: 10.aug 2011, 14:50
Fullt nafn: Kristmundur Magnússon
Bíltegund: Y60 Patrol 38´

Re: pajero

Postfrá diddim » 14.des 2011, 11:59

Sælir.

Ég er stoltur eigandi af 2000 módel af pajero 2.8tdi, ég er búinn að eiga hann í rúm 4 ár og hann er búin að reynast okkur alveg hreint frábærlega. Ég er ágætlega stór og breiður maður og það fer alveg hreint ótrúlega vel um mann í þessum blessaða bíl. Ég hef ekki lent í neinum stórvægilegum bilunum nema þegar það kom upp stífla í vatnskassa og ég þurti að kaupa nýjan. Þar sem hann er kominn yfir 200þús þá eru svona helstu slit hlutir að fara koma tími á, t.d. balansstangagúmmí, hjólalegur og bremsudiskar.
Ég er mjög ánægður með fjórhjóladrifið í bílnum, og er mjög ánægður með drifgetu bílsins þó hann sé ekki nema á 33 tommum.
Núna er maður reyndar kominn með þriðja barnið þannig að ég hefði viljað fá þriggja punkta belti í miðjunni eins og er í 3gen pajero og upp úr. Þá er bara spurninginn bensín eða dísel?

Kv
Diddi
2000 módel 2.8tdi Pajero ´33 - Seldur.
1994 Nissan Patrol ´38

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: pajero

Postfrá Stebbi » 14.des 2011, 22:24

svopni wrote:Er það bara gróusaga að dísel pæjurnar séu að drepast úr aflleysi? Ég hef alltaf verið skotinn í þessum bílum en aldrei prufað svoleiðis bíl breyttan. Tengdó var reyndar að fá sér einn. Maður hefur bara heyrt að þetta sé gjörsamlega aflvana.


Eins og nánast allir díseljeppar þá er þetta grútmáttlaust en ef að menn fara í samanburðarleikinn sem er svo vinsæll hjá jeppaköllum þá er þetta í fínu lagi. 2.5 vélin er mun frískari en 2.4 toyota og 2.8 vélin rétt hangir í 3.0 cruiser vélinni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: pajero

Postfrá svavaroe » 15.des 2011, 10:30

Nú þekki ég ekki 2.5, enn 2.8TDI orginal má allveg hafa "aðeins" meira afl.
Enn dugar þó allveg fjandi vel.

Enn ekki örvænta, það er til lausn.

* 2.5" pústkerfi
* auka við olíuverk
* og svo geturðu látið túrboið blása meira, eða fengið þér 3.2 turbo úr nýrri bílnum.
Við þetta þá hverfur aflleysi úr orðabankanum þínum.
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------

User avatar

Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Re: pajero

Postfrá Örn Ingi » 21.des 2011, 04:57

Á einhver yngri myndir af græna pajeronum á patrol hásingunum ...langar að sjá hvernig þeir dekkuðu hásingafærsluna s.s breytinguna á hjólskálinni...

á sjálfur svona pajero reyndar "facelift" bíl ef svo má kalla og hef dálítið vellt þessu fyrir mér hvernig bílinn kæmi út með hásinguna aftur á rassgati (eins og alvöru jeppar eiga að vera)

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: pajero

Postfrá HaffiTopp » 21.des 2011, 09:10

Farðu aðeins ofar, þar er linkur á síðu Ellaofur hér á Jeppaspjallssíðunni og þar eru myndir af breytingunni.
Kv. Haffi

User avatar

joibert
Innlegg: 8
Skráður: 21.jan 2012, 16:11
Fullt nafn: Jóhann Berthelsen

Re: pajero

Postfrá joibert » 22.jan 2012, 21:40

ég Var að festa kaup á einum 88 árgerð stuttur 38" brettur. Hann þarf mikið af TLC ;)


proppe
Innlegg: 2
Skráður: 30.jan 2012, 21:44
Fullt nafn: Arnar Proppé

Re: pajero

Postfrá proppe » 30.jan 2012, 21:54

Hæhæ
Ég var að kaupa pajero ´98 38" sjálfskiptur allur læstur
Mér skilst að það sé orginal hlutföll í honum hann er að eiða yfir 20L\100
hvaða hlutföll eru menn að nota fyrir 38" og er eiðslan eitthvað að fara niður við að breyta um hlutföll.

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: pajero

Postfrá arnijr » 01.feb 2012, 15:13

Mér finnst það mikil eyðsla, minn er reyndar bara á 32" núna, en hann dettur niður í 12l/100km á langkeyrslu, hlaðinn af drasli og með tengdamömmubox á toppnum. Vandamálið er að þú færð ekkert lægri hlutföll. Geri ráð fyrir að þinn sé með 1:4.89 hlutföllunum (minnir að það sé rétt tala, allavega nálægt) og það er lægsta sem fæst í þessi drif. Það hafa verið mixuð í 5.29 hlutföllin úr 2.5 bílnum (hann er með minni drif) en ég þekki það ekki. Annað er bara ekki til.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


proppe
Innlegg: 2
Skráður: 30.jan 2012, 21:44
Fullt nafn: Arnar Proppé

Re: pajero

Postfrá proppe » 01.feb 2012, 22:01

Já það finnst mer líka
Hann er reyndar að blása út á pústgreinn við vél spurning hvort það sé nóg til að hleypa eyðslunni svona upp

Kv. Arnar


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir