Wannabe jeppakall


Höfundur þráðar
Kaffi
Innlegg: 2
Skráður: 29.jún 2012, 14:55
Fullt nafn: Hafsteinn Grétarsson

Wannabe jeppakall

Postfrá Kaffi » 29.jún 2012, 15:12

Sælir

Já, ég fékk þá hugdettu að ég ætti kannski að láta verða að því að fá mér jeppa,,, og er búinn að vera fylgjast með mitsubishi pajaro jeppum. Verðbilið sem ég er að skoða er rétt undir milljón, sem þýðir ca. árg 2000, og 170þ-200þ+ km, sýnist mér á öllu.

Mig langar að forvitnast um hvað ég þarf að hafa í huga þegar ég kaupi svona jeppa.

1.Hvað er komið á tíma og þarf að skipta um fljótlega/strax. Hvað á vélin mikið eftir?
2.Bensín eða dísel?
3.Algengustu bilanir?
4.Erfiðleikar í viðgerðum/varahlutum
3.Annað...

Allar athugasemdir vel þegnar :)

kv. haffi




Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Wannabe jeppakall

Postfrá Lada » 29.jún 2012, 16:28

Sæll.

Fyrir síðustu jól var ég í nákvæmlega sömu sporum og þú. Það sem allir bílarnir sem ég skoðaði áttu sameiginlegt var að grindin var ónýt af ryði. Ég skoðaði marga svona bíla, bæði diesel og bensín, sjálfskiptir og beinskiptir og þeir voru allir eins. Svo ég myndi alltaf byrja á að leggjast undir þá. Ég skoðaði einn sem ég var ákveðinn í að kaupa eftir að ég reynsluók honum, svo bara til öryggis skoðaði ég undir hann og þá vantaði bróðurpartinn af grindinni farþegameginn.

Kv.
Ásgeir

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Wannabe jeppakall

Postfrá Stebbi » 29.jún 2012, 21:46

Kaffi wrote:Sælir

Já, ég fékk þá hugdettu að ég ætti kannski að láta verða að því að fá mér jeppa,,, og er búinn að vera fylgjast með mitsubishi pajaro jeppum. Verðbilið sem ég er að skoða er rétt undir milljón, sem þýðir ca. árg 2000, og 170þ-200þ+ km, sýnist mér á öllu.

Mig langar að forvitnast um hvað ég þarf að hafa í huga þegar ég kaupi svona jeppa.

1.Hvað er komið á tíma og þarf að skipta um fljótlega/strax. Hvað á vélin mikið eftir?
2.Bensín eða dísel?
3.Algengustu bilanir?
4.Erfiðleikar í viðgerðum/varahlutum
3.Annað...

Allar athugasemdir vel þegnar :)

kv. haffi


Ég á svona bíl handa þér á góðu verði, hann er nokkrum árum eldri en grindin er heil í honum. Sendu mér meil á stebbi69@btnet.is og ég get sent þér einhverjar upplýsingar og myndir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Wannabe jeppakall

Postfrá muggur » 29.jún 2012, 23:12

Var í sömu pælingum og þú í fyrra haust. Einhverra hluta vegna komst ekkert að annað en pajero 1998-2000 (facelift) og helst með köntum fyrir 33-35". Var mest spentur fyrir 2.8 disel en allir sem voru til sölu voru annaðhvort mjög mikið keyrðir, riðgaðir eða hvorttveggja. Var næstum búinn að kaupa Trooper þegar ég datt niður á gott eintak af 3000 24v bensín. Þeas grindin var góð og bíllinn einungis keyrður 135 þús km. Er mjög ánægður með hann en get ekki neitað því að hann eyðir miklu.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Wannabe jeppakall

Postfrá íbbi » 30.jún 2012, 00:53

ég er akkurat svona wannabe jeppakall líka.

er algjör sucker fyrir 33/35 breyttum normal jeppum, þeir bjóða uppá svo mikla notkunarmöguleika, brill fjölskyldubílar, dráttarklárar. nógu stórir til að finna munin á veturnar og sumarferðalögum. en samt ennþá hentugir innanbæjar.

er líka mjög hrifinn af pajero. og hrifnastur af 98-00 bílunum.

ég hef bara átt v6 bíl sjálfur. og ég get eiginlega ekki mælt með þeim, mér fannst eyðslan of mikil. og satt að segja aflið allt of lítið. ekki það að dieselbílarnir séu eitthvað sprækari en það vantar alveg mid range togið sem þú keyrir þá svo mikið á. á langkeyrslu fannst mér ég alltaf þurfa vera bæta í eða slaka af gjöfini og erfitt að ná þeim skikkanlega niður.

það er möst að skoða grindina, hef hef rekið mig á þótt bíllinn sé vel með farinn og fallegur þá segir það ekkert til um ástand hennar, en ég hef líka rekið mig á að ef maður er tilbúinn í að laga þetta sjálfur eða láta gera það getur maður oft rekist á flotta bíla á spottprís.

ég hef líka verið á 2.8td og 2.5l tdi báðir 99 og báðir 33" breyttir, og núna er þetta eflaust bara einhver vitleysa í mér en kannski var það bara af því að ég bjóst við að 2.5 bíllinn væri verri en hann var og 2.8l bíllinn betri en hann var. tek fram að 2.5l var bsk og hinn ssk,
eitt sem ég hef tekið eftir var að mér fannst gríðalegur munur á milli eintaka varðandi skrölt í innréttingu, fannst sumir braka og bresta upp fyrir ásættanleg mörk á meðan sumir gerðu það bara ekki, og ekki hægt að sjá á útliti eða öðru að um slæm eða góð eintök væri að ræða hvað það varðaði

en þetta eru fínir bílar, nóg til af þeim, mikil þekking á þeim til staðar
þeir fara mjög vel með mann. nóg pláss í þeim og mér finnst ennþá 33" breyttur 98-00 bíll í góðu standi með kantana alveg gríðalega smekklegir í útliti.

en ég ég hefði tæpa milljón, þá fengi ég mér patrol. er búnað sjá þá nokkra að undanförnu á undir milljón af þessum 98-00 árg.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Wannabe jeppakall

Postfrá muggur » 30.jún 2012, 21:12

Kaffi wrote:1.Hvað er komið á tíma og þarf að skipta um fljótlega/strax. Hvað á vélin mikið eftir?


Vélarnar í pajero ásamt drifbúnaði eru almennt mjög góðar. Þó er nokkuð algengt að headpakning hafi farið í diselbílum í kringum 200 þús en alls ekki algilt. Í raun bara spurning um hvernig hugsað hafi verið um þá, skipt á olíu, kælivökva osfv.

Kaffi wrote:2.Bensín eða dísel?


Flestir munu segja Disel, þar sem Pajero eyðir ágætlega og bensínvélarnar eru frægar að endemum fyrir eyðslu. Aftur á móti eru bensínbílarnir oft minna keyrðir og því í betra ástandi. Ef þú ætlar að hafa jeppan sem bíl númer tvö, ekki nota hann í snatt heldur bara til að ferðast þá myndi ég íhuga bensín (allavega gerið ég það). En ég er náttúrulega ekki að keyra bílinn nema um 6000km á ári.

Kaffi wrote:3.Algengustu bilanir?


Grindin á það til að ryðga. Headpakkningar við þennan aldur en það er nú ekki bundið við Pajero. Almennt heilsuhraustir bílar. Númeraljósið að aftan er algjört drasl og ryðgar í sundur á nokkrum árum.

Kaffi wrote:4.Erfiðleikar í viðgerðum/varahlutum


Eins og sagt var að ofan þá er hellingur til af þessum bílum, nóg úrval á partasölum og fullt af bifvélavirkjum sem þekkja inn á þessa bíla.

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
Kaffi
Innlegg: 2
Skráður: 29.jún 2012, 14:55
Fullt nafn: Hafsteinn Grétarsson

Re: Wannabe jeppakall

Postfrá Kaffi » 02.júl 2012, 20:33

Ég þakka ykkur fyrir frábær svör!

kv. Haffi


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir