Ég er með Pajero 2001 3.2 DID sjálfskiptur sem er 35" breyttur og hann er pottþétt á orginal hlutföllunum sem eru 3:917, ég var að velta fyrir mér hvort það væri eftir einhverju að sækjast að redda sér 4:30 hlutföllum úr bensínbílnum, ætli hlutföllin úr bensínbílnum passi beint í díselbílinn ?
Getur einhver frætt mig á hvað 3.2 DID vélin heitir, er það 4M41 eða er það 4M40
Lumar einhver á kreppuráði með framlæsingu í svona bíl,ég veit að menn voru að setja LSD að framan í eldri pajeroinn og það munaði eittvað um það og kostaði ekki hönd og fótlegg (",)
Ég fann þessa töflu um hlutföll í Gen 3 Pajero í Ástralíu spurn hvort það séu ekki sömu hlutföll í Evrópu
Gen 3 Pajero diffrental
2.8TDI = 4.90 5sp man
3.2 DID = 3.917 5sp auto or 4.10 for 5sp man
3.5 SOHC V6 = 4.30 5sp man & 5sp auto
3.8 SOHC V6 = 4.30 5sp auto
t/case = 1.90:1 for all
Pajero Gen 3 drifhlutföll
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 61
- Skráður: 02.feb 2010, 00:17
- Fullt nafn: Baldvin Orri Þorkelsson
- Staðsetning: Reykjanesbær
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Pajero Gen 3 drifhlutföll
Ef þú opnar húddið og finnur litla stálplötu sem er annað hvort í húddlokinu eða á bitanum yfir vatnskassanum þá geturðu séð hvaða drif eru í honum. Á þessari plötu eru allar upplýsingar um bílinn og mig minnir að það standi Engine/Diff/Trans neðst á plötuni og svo stimplað í hana tölur þar á eftir. Hjá mér stendur td. 4D56 / 5.285 / V5MT1. Það þýðir að hann er með 4D56 og á 5.29 drifum með V5MT1 kassa.
Þetta er allt skrifað eftir minni þannig að þetta gæti verið uppraðað öðruvísi en þú ættir að finna þetta.
Þetta er allt skrifað eftir minni þannig að þetta gæti verið uppraðað öðruvísi en þú ættir að finna þetta.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 61
- Skráður: 02.feb 2010, 00:17
- Fullt nafn: Baldvin Orri Þorkelsson
- Staðsetning: Reykjanesbær
Re: Pajero Gen 3 drifhlutföll
Stebbi wrote:Ef þú opnar húddið og finnur litla stálplötu sem er annað hvort í húddlokinu eða á bitanum yfir vatnskassanum þá geturðu séð hvaða drif eru í honum. Á þessari plötu eru allar upplýsingar um bílinn og mig minnir að það standi Engine/Diff/Trans neðst á plötuni og svo stimplað í hana tölur þar á eftir. Hjá mér stendur td. 4D56 / 5.285 / V5MT1. Það þýðir að hann er með 4D56 og á 5.29 drifum með V5MT1 kassa.
Þetta er allt skrifað eftir minni þannig að þetta gæti verið uppraðað öðruvísi en þú ættir að finna þetta.
Takk fyrir þetta Stebbi, ég kíkti á plötuna hjá mér og vélin heitir 4M41 og drifin í bílnum eru 3:917 (",)
Jesus loves you, but everyone else thinks you're an asshole.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir