Olíudæla MMC 2.5 TDI


Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Olíudæla MMC 2.5 TDI

Postfrá Jens Líndal » 13.jún 2010, 20:13

Á vélinni minni losnaði alternatorinn og kjagaði út gatið sem heldur tornum, ég þurfti að bora út gatið í 14 mm til að fá það nokkuð gott og boraði þar af leiðandi alternatorinn líka. Og ég er reyndar búinn að vera í miklu basli með alternatora, hlaða ekki eða hlaða of mikið og sá sem er í núna er sá fjórði í röðinni og er í lagi loksins en hann er ættaður úr patrol og get ég ekki notað hann því drifkúlan fer í hann þegar hásingin fer í samslátt :( en nú er ég með alternator frá vini mínum sem er þessa dagana í Rafstillingu í yfirhalningu og tími ég ekki að fara bora hann út fyrir 14 mm festibolta. En ég á til front af 4D56TDI sem er úr Galloper (ég er að tala um stykkið sem alternatorinn festist á og olíudælan er Í) Og málið með að Gallopervélin var úrbædd á stangarlegu og var ég að velta fyrir mér hvort menn mæltu ekki með að skifta um olíudæluna? og hvort eitthvert vit væri í að taka dæluna úr stykkinu sem ég kæmi til með að rífa úr bílnum og setja í Galloper frontið? Og svo er kannski bara best að fóðra upp stykkið í bílnum úr 14 í 10 mm. Hvað mynduð þið gera?



Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur