Sælir miklu meistarar.
Ég er með nokkrar spurningar varðandi Pajeroinn minn. Er með 99 árgerð af dísel Pæju,2,8 mótor á 33 " dekkjum.
Langaði að byrja á að forvitnast hvað er réttur loftþrýstingur að hafa í dekkjunum hér innanbæjar ?
Svo er ég með original púst undir honum, borgar það sig fyrir mig að smella 2,5" pústi undir ? Hvað kosti hef það í för með sér?
Og svo hvað þarf að gera til þess að koma 35" dekkjum undir hann? Mér finnst nú vera nóg pláss þegar ég horfi á hann en hef ekki enn prófað að máta 35". Og ef hann er skoðaður fyrir 33" má ég þá keyra hann á 35 "? sbr. þessi 10% regla sem fólk talar um
kv.
Jónas
Pajero spurnngar
Re: Pajero spurnngar
Sæll
Er nú í svipuðum pælingum og þú. Veit ekki hvað er 'réttur' þrýstingur en ég keyri á 30 psi á mínum á 33*12.5R15 tommu dekkjum (Cooper S/T).
Minn er bensín en það sem ég hef lesið er að það að breikka pústið gefi þér nokkur hestöfl í viðbót. Það er náttúrulega smekksatriði hvort það borgi sig en pajero disel er engin spyrnugræja svo ég myndi gera þetta a.m.k ef það væri kominn tími á pústið.
Með 35 tommuna þá skilst mér að þú þurfir bara klossa undir gormana að aftan og svo að skrúfa hann upp að framan. Þetta er víst lítið mál, eitthvert verkstæði sagðist geta gert þetta á 5-6 tímum (held að fyrir vana sé það jafnvel styttra). Klossarnir eru ekki dýrir. Ef þú ert með hann breytingaskoðaðann fyrir 33 tommu þá eru 35 tommunar undir 10% vikmörkunum svo þú átt ekki að þurfa slíka skoðun.
kv.
Er nú í svipuðum pælingum og þú. Veit ekki hvað er 'réttur' þrýstingur en ég keyri á 30 psi á mínum á 33*12.5R15 tommu dekkjum (Cooper S/T).
Minn er bensín en það sem ég hef lesið er að það að breikka pústið gefi þér nokkur hestöfl í viðbót. Það er náttúrulega smekksatriði hvort það borgi sig en pajero disel er engin spyrnugræja svo ég myndi gera þetta a.m.k ef það væri kominn tími á pústið.
Með 35 tommuna þá skilst mér að þú þurfir bara klossa undir gormana að aftan og svo að skrúfa hann upp að framan. Þetta er víst lítið mál, eitthvert verkstæði sagðist geta gert þetta á 5-6 tímum (held að fyrir vana sé það jafnvel styttra). Klossarnir eru ekki dýrir. Ef þú ert með hann breytingaskoðaðann fyrir 33 tommu þá eru 35 tommunar undir 10% vikmörkunum svo þú átt ekki að þurfa slíka skoðun.
kv.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Pajero spurnngar
Er það sannað að sverara púst gefi nokkur hestöfl?
Mér hefur alltaf fundist eins og einhverjir Honduhnakkar hafi samið þá kenningu.
Ég var t.d að mjókka hjá mér aftari helming pústsins úr 2,5" í ca. 2". Ekki minnkaði aflið og mikið þægilegra að vera laus við fret-hljóðið.
Mér hefur alltaf fundist eins og einhverjir Honduhnakkar hafi samið þá kenningu.
Ég var t.d að mjókka hjá mér aftari helming pústsins úr 2,5" í ca. 2". Ekki minnkaði aflið og mikið þægilegra að vera laus við fret-hljóðið.
Re: Pajero spurnngar
hobo wrote:Er það sannað að sverara púst gefi nokkur hestöfl?
Mér hefur alltaf fundist eins og einhverjir Honduhnakkar hafi samið þá kenningu.
Ha ha var bara að vitna í það sem stendur út um allt á netinu m.a. á jeppaspjallinu. Má vel vera að þetta sé bara "urban myth"
Kv.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Pajero spurnngar
Munar um það í þessum díselbílum með túrbínur, sérstaklega þeir sem eru með gamaldags olíuverk. Svona v6 bensínvél eins og þú ert með Muggur hefur alveg gott af því að fá sverara púst að en ég veit ekki betur en að það sé ekkert um að settar séu flækjur á þessar vélar, hvað þá smíðaðar. Skilst að það sé frekar vel hannaðar pústgreynarnar og mætti hálfvegins kalla þetta flækjur.
Hvað breytinguna varðar þá ætti 35" að passa án vandkvæða undir ef þú ert með þær á 10" breyðum felgum. Mjög lítill munur á hæðinni milli 33" og 35" dekkjunum.
Svo þegar búið er að skrúfa hann upp þarf að láta hjólasktilla hann þar sem hann verður alltaf eitthvað hjólbeinóttur þegar afstaðan breytist.
Kv. Haffi
Hvað breytinguna varðar þá ætti 35" að passa án vandkvæða undir ef þú ert með þær á 10" breyðum felgum. Mjög lítill munur á hæðinni milli 33" og 35" dekkjunum.
Svo þegar búið er að skrúfa hann upp þarf að láta hjólasktilla hann þar sem hann verður alltaf eitthvað hjólbeinóttur þegar afstaðan breytist.
Kv. Haffi
Re: Pajero spurnngar
Já eins og jk2 þá er ég svoldið veikur fyrir 35 tommunni. Er einmitt með 10 tommu felgur, búið að setja kanta og allt það og eins og jk2 þá sýnist mér vera hellings pláss í skálunum eins og er. Þarf væntanlega bara að fá lánaðan 35 tommu gang og prófa. Hef einn í sigtinu hér í vinnunni sem er á 35 tommu þannig að það er aldrei að vita nema maður prófi þetta á næstunni. Þarf líka að fara að kaupa mér sumardekk bráðum.
Annað með 35 tommuna er að mér sýnist hraðamælirinn sé nokkurnvegin réttur á 33 tommum en líklega þyrfti að laga það ef maður setti stærri dekk undir (hraðamælabreytingu).
Svo hef ég verið að velta fyrir mér hlutföllunum. Ræður v6 alminnilega við þetta, þ.e. heldur hann overdriveinu og fer eyðslan mikið upp?
kv.
Annað með 35 tommuna er að mér sýnist hraðamælirinn sé nokkurnvegin réttur á 33 tommum en líklega þyrfti að laga það ef maður setti stærri dekk undir (hraðamælabreytingu).
Svo hef ég verið að velta fyrir mér hlutföllunum. Ræður v6 alminnilega við þetta, þ.e. heldur hann overdriveinu og fer eyðslan mikið upp?
kv.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Pajero spurnngar
Takk kærlega fyrir svörin. Það hljómar eins og þetta sé lítið mál og lítill kostnaður að koma honum á 35 " dekkin. Kannski að maður skelli sér í þetta þegar nær dregur sumrinu. En fyrst þetta er dísel bíll þá er ekki þörf á stærra pústi ?
Ef að bensín bíllinn ræður ekki við þetta hvernig er það þá með díselbílin ? Það er nú ekki of mikill kraftur sem er að hrjá hann. Er mikill munur á eyðslu á 33" og 35"?
kv
muggur wrote:Svo hef ég verið að velta fyrir mér hlutföllunum. Ræður v6 alminnilega við þetta, þ.e. heldur hann overdriveinu og fer eyðslan mikið upp?
Ef að bensín bíllinn ræður ekki við þetta hvernig er það þá með díselbílin ? Það er nú ekki of mikill kraftur sem er að hrjá hann. Er mikill munur á eyðslu á 33" og 35"?
kv
-
- Innlegg: 86
- Skráður: 06.apr 2010, 23:46
- Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
- Bíltegund: Mitsubishi Pajero
Re: Pajero spurnngar
Ég held að þessir bílar séu almennt ekki breytingaskoðaðir á 33", vegna þess að það er innan marka frá orginal (komu á 30" held ég). Ef þú setur svoleiðis bíl á 35" þá er hann örugglega kominn útfyrir vikmörkin. Bara svo þú vitir af því.
Mér sýnist á mínum með 40mm klossa að aftan og uppskrúfaður að framan að 35" ætti að fljúga undir. Það er samt gott að vita að það er hæðarmunur milli vélargerða í þessum bílum, 2.8TDI og 3500 bensín eru hækkaðir á boddý frá verksmiðju en ekki 2.5 og 3000 bílarnir. Þetta var víst gert til að koma fyrir stærri skiptingu sem fylgir þessum vélum.
Mér skilst svo að dísel bíllinn hafi akkurat gott af stærra pústi, sérstaklega opnar það fyrir að aðeins sé hægt að skrúfa upp í túrbínunni. Nú fer að reyna á það hjá mér því pústið er að gefa sig og það verður sett undir 2,5 tommu þegar ég finn pening til að skipta um það.
Mér sýnist á mínum með 40mm klossa að aftan og uppskrúfaður að framan að 35" ætti að fljúga undir. Það er samt gott að vita að það er hæðarmunur milli vélargerða í þessum bílum, 2.8TDI og 3500 bensín eru hækkaðir á boddý frá verksmiðju en ekki 2.5 og 3000 bílarnir. Þetta var víst gert til að koma fyrir stærri skiptingu sem fylgir þessum vélum.
Mér skilst svo að dísel bíllinn hafi akkurat gott af stærra pústi, sérstaklega opnar það fyrir að aðeins sé hægt að skrúfa upp í túrbínunni. Nú fer að reyna á það hjá mér því pústið er að gefa sig og það verður sett undir 2,5 tommu þegar ég finn pening til að skipta um það.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI
Re: Pajero spurnngar
Sælir.
Alveg hiklaust stækka pústið á 2.8 diesel. Ég lét smíða 2,5" kerfi alveg frá túrbínu (mikilvægt að smíða alla leið) og sé ekki eftir því.
Enginn svaka munur í daglegri innanbæjarkeyrslu en meira tork á lágum snúning og minni eyðsla.
Svo bætti ég við K&N loftsíu og jók aðeins á túrbínunni. Mér finnst aflið bara allt í lagi ;)
Varðandi 35 tommuna, þá setti ég 30mm klossa frá Hellu á afturgormana og skrúfaði upp að framan.
Alveg hiklaust stækka pústið á 2.8 diesel. Ég lét smíða 2,5" kerfi alveg frá túrbínu (mikilvægt að smíða alla leið) og sé ekki eftir því.
Enginn svaka munur í daglegri innanbæjarkeyrslu en meira tork á lágum snúning og minni eyðsla.
Svo bætti ég við K&N loftsíu og jók aðeins á túrbínunni. Mér finnst aflið bara allt í lagi ;)
Varðandi 35 tommuna, þá setti ég 30mm klossa frá Hellu á afturgormana og skrúfaði upp að framan.
Toyota LC90 41" Irok
Re: Pajero spurnngar
nú spyr ég ykkur sem eruð að passa uppá það að fara í 2.5" ALLA LEIÐ að túrbínu það breyttir engu að svera flansinn og rörið niður svo er endinn á afgashúsinu 2" :/
Re: Pajero spurnngar
Þetta er að verða enn einn púst-prump þráðurinn. Finnst sem ég sé búinn að lesa ansi marga pajero grútarþræði um sverara púst og uppskrúfað olíuverk :-). En þetta er mönnum ofarlega í huga greinilega
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Pajero spurnngar
Hef þetta frá miklum Pajero manni (ekki mér samt)
2,5" púst er nóg, stærra gerir ekkert
KN sía hleypir fínu ryki í gegnum sig og slítur túrbúnina hraðar
Að skrúfa uppí túrbínuni er bara flott, meiri kraftur og engar bilanir
2,5" púst er nóg, stærra gerir ekkert
KN sía hleypir fínu ryki í gegnum sig og slítur túrbúnina hraðar
Að skrúfa uppí túrbínuni er bara flott, meiri kraftur og engar bilanir
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Pajero spurnngar
Ég setti 3" undir musso hjá mér frá turbinu og að afturhásingu ætla reyndar að smíða það alla leið þegar ég nenni að klára það. Gatið útúr túrbinunni er 2.5" þannig að ég er með flangs sem er 2.5" og rör í sama sverleika 5 cm langt og þar fer það upp í 3". Ástæðan fyrir því að hafa þetta sverara gatið útúr túrbínunni er til að minnka mótstöðuna og fá þannig túrbínuna til að vera sneggri uppá snúning. Hinsvegar má pústið vera aðeins grennra þegar aftar kemur því að loftið kólnar á leiðinni og þarf þar af leiðandi minna rými. Ef menn láta smíða fyrir sig púst þá er gott að hafa í huga að þegar rörin eru beygð þá þrengjast þau í beygunum og þá er 2.5 pústið orðið 2" sem er ekki frábært ef það kemur beygja t.d strax eftir túrbínu. Ég notaði suðubeygjur hjá mér þá þrengist það ekki í beyjunum og smíðaði rústfrítt púst og smíðaði rústfrían kút líka.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur